Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 21

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 21
ján Helgason, skólastjóri, í samtali við Síma- blaðið: ,,Nú er rætt um, að í stað bréfaskólanáms komi föst kennsla í námsefni línumanna, en bréfin verði þó áfram notuð sem kennslu- gögn. Ég held, að þetta sé nauðsynlegt, enda í mörgum tilvikum langt um liðið, síðan margir þessara manna stunduðu skólanám, auk þess sem undirbúningsmenntun þeirra er mismunandi mikil. Á næstunni er þannig fyrirhugað að taka línumenn inn í nám hálfan daginn, þ. e. frá morgni til hádegis, þannig að þeir eigi kost á fullkominni kennslu í námsefninu.“ Hvernig er aðbúnaður Póst- og símaskól- ans? Skólinn er á miklum hrakhólum með kennara. Einkum er leitað til einstakra starfsmanna stofnunarinnar til kennslu við skólann, en þeir eru að sjálfsögðu oft bundnir vegna annarra starfa sinna. Ég tel, að nauðsyn beri til, að skólinn fái yfir að ráða kjarna fastráðinna kennara, en skólinn þurfi jafnframt að eiga kost á að njóta þekkingar einstakra starfsmanna stofnunarinnar. Hins vegar getur ekki geng- ið til lengdar, að kennsla við skólann sé ein- göngu unnin í hjáverkum. Nú er enginn fastráðinn starfsmaður við skólann nema skólastjóri, en stundakennar- ar eru um 30 talsins á hverju starfsári. Húsnæði skólans í Austurstræti er mjög af skornum skammti, eða þrjár kennslustof- ur auk skrifstofu skólastjóra, en von er á f jórðu kennslustofunni á næstunni. Við höfum eins og er ekkert húsnæði fyr- ir þau námskeið, sem framundan eru. Auk húsnæðisins í Austurstræti hefur skólinn haft aðgang að kennslustofu á Sölv- hólsgötu og á Jörfa fyrir verklegt nám i tengingum, sem er hluti línumannanámsins. Að öðru leyti höfum við ekkert fast hús- næði fyrir verklega kennslu, en eins og gefur að skilja er verulegur hluti t. d. fram- haldsnámskeiða símvirkja og línumanna verklegs eðlis. Til þeirrar kennslu hefur skólinn þurft að fá inni á einstökum vinnu- stöðum stofnunarinnar. Þá er þess að geta, að skólann skortir tilfinnanlega ýmsan nauðsynlegan tækjakost til verklegrar kennslu“. í sambandi við verklegu kennsluna sagði Kristján ennfremur: „Ég tel æskilegt og nauðsynlegt, að verk- leg kennsla verði aukin við skólann, þann- ig að allir nemendur eigi kost á sameigin- legri grunnmenntun, og jafnframt að tekin verði upp próf í verklegum greinum eins og bóklegum“. Hvernig hejur til tekizt með „frjáls“ námskeið á vegum skólans? „Þau hafa yfirleitt gengið vel Þannig var bæði þátttaka og árangur í námskeiði í bókfærslu, sem efnt var til fyrir skrifstofu- fólk stofnunarinnar veturinn 1970—1971, mjög góður. Sama má segja um námskeið í þýzku og frönsku, en varðandi enskunám- skeið, sem efnt var til, varð reyndin hins vegar sú, að þátttaka var mjög mikil í upp- hafi, en alltof margir heltust úr lestinni, áð- ur en námskeiðinu lauk“. Nú snýst kennslan í Póst- og símaskólan- um mjög um sérfrœðileg tæknimál, en hvað um námsmöguleika t. d. skrifstofufólks við stofnunina, sem vinnur mjög fjölbreytileg störf? „Skólinn þarf nauðsynlega að gera meira fyrir þennan stóra starfshóp, einkum fyrir þá, sem lengi eru búnir að starfa hjá stofn- uninni, en hafa ókki lokið t. d. verzlunar- eða samvinnuskólaprófi. í þessu sambandi má benda á nauðsyn námskeiða t. d. í vél- ritun, bókhaldsstörfum og fleiri greinum. Um kennslugreinar, sem enn hafa ekki verið teknar inn á námsskrá skólans, sagði Kristján: „Við höfum enga kennslu í verkstjórnar- háttum. Hér er um mikilvægan þátt aði ræða og þer mikla nausyn til, að skólinn geti veitt að minnsta kosti ákveðinn kjarna slíkrar menntunar, svo sem varðandi stjórn- un á vinnustað, hagræðingu og notkun stjórnunarkerfa. Kennslu á þessu sviði þarf annað hvort að kaupa annars staðar frá eða skipuleggja hana innan skólans. SÍMAB LAÐ IÐ 51

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.