Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 18

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 18
fyrir fisk, en urðum hvergi varir. Einnig lögðum við laxanet í ósinn, en fengum ekk- ert, því stór ísjaki hafði rekið yfir netið um nóttina. Er við vöknuðum næsta dag var hitinn við frostmark og svartaþoka. Það birti þó til, er á daginn leið. Á heimleið- inni áttum við í erfiðleikum með að komast út fjörðinn, vegna íss og þoku, en allt gekk þó vel að lokum og var okkur innilega fagn- að, er við komum heim aftur, rétt eins og við værum úr helju heimtir. Samgöngur hafa verið góðar hingað í sumar og skipakomur tíðar. Getum við að- allega þakfcað það norska trúboðaskipinu „Hábet“, sem fyrst kom hingað til Græn- lands í sumar. Eiga það dönsk hjón, nokkuð við aldur. Seldu þau allar eigur sínar til að kaupa skipið, sem er gamall norskur sel- veiðibátur. Ætlun þeirra er að stunda trú- boð hér meðal Grænlendinga. Ferð þeirra frá Noregi var allmikil svaðilför. Þau létu okkur vita um ferð sína hingað frá Vest- mannaeyjum, þar sem þau höfðu tafist vegna vélarbilunar. Áætluðu þau að vera 5 daga á leiðinni. Er ekkert hafði heyrst frá þeim í 9 daga, gerðumst við óttaslegnir um afdrif þeirra. En um það bil er leit var að hefjast, sigldi „Hábet“ inn í höfnina í Prins Christian sundi, hægt og rólega, eins og ekk- ert hefði í skorist. Kváðust þau hafa hreppt mikinn storm á leiðinni og legið til hlés þvert fyrir í meira en 100 klst. Meðan storm- urinn gnauðaði í siglutrjánum báðu þau til „Vor Herre“ og voru bænheyrð að eigin sögn. „Hábet“ hefur síðan verið tíður gest- ur hér á Prinsinum og verið í siglingum fyr- ir stöðina með varning og póst. Er hann hinn mesti aufúsugestur eins og nærri má geta. Sólríkt og milt sumar er liðið og kominn vetur. Hundarnir dkkar kúra sig niður í snjóskaflana í verstu veðrum og ýlfra á- mátlega greyin. Rekísinn er óvenju snemma á ferð og hefur fyllt öll sund. Utan af hafi berast drunur frá borgarísjökunum. Við erum vel undir veturinn búnir. Höf- um fengið nýjar vistir og næga olíu. Þá höfum við fengið TV-segulband, ný stereo- tæki og bókasafnið hefur verið endurnýjað. Menn notfæra sér óspart hinar ágætu skíða- brekkur í nágrenninu. Af nógu er að taka og engin ástæða til að láta sér leiðast á þessum friðsæla og notalega stað, á útkjálka veraldar, fjarri heimsins glaumi. Að lokum sendi ég bestu jólakveðjur heim, með von um að sjá ykkur aftur á næsta ári. Með félagskveðju Björn Emilsson. HOSSHSBSflBESHKBSBB^R^nBBSBðBSl^HS&BBEil^^BnSð^KEIiSSm AtvinnuLýðræbi og starfsfóllc Pósts og Síma Atvinnulýðræði er hugtak, sem nú á miklu fylgi að fagna. Eins og nafnið ber með sér er gert ráð fyrir að starfsmenn stofnana og fyrirtækja geti haft áhrif á gang stjórnunar- mála vinnuveitenda, einkum með hagsmuni umbjóðenda sinna (starfsmanna) í huga, en hafi þó jafnframt framgang viðkomandi starfs- greinar fyrir augum. Fyrir okkur símamenn er þetta ekki nýjung. í rúm 20 ár hefur þetta fyrirkomulag ríkt hjá Landssíma íslands og gengið undir nafninu Starfsmannaráð Landssíma íslands. Ráðið er uppskera af löngu en farsælu 48 félagsstarfi Félags íslenzkra símamanna. Þar er skipað forstjórum landssímans for- manni F.Í.S. auk annars kjörins fulltrúa félags- ins. Eitt höfuðverkefni Starfsmannaráða er að ráða fram úr fjölþættum málefnum starfs- fólksins, en fjöldi annarra verkefna eru þar og tekin til meðferðar. Samstarf kvað hafa verið gott í ráðinu og samstaða fengizt um lausn flestra verkefna þess. Með tilkomu ráðsins var brotið blað í sögu sambúðarhátta vinnuveitenda og launþega á 5 I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.