Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1980, Síða 4

Símablaðið - 01.01.1980, Síða 4
Símablaðið I apríl n.k. eru 65 ár liðin síðan Símablaðið hóf göngu sína og mun þessa áfanga verða minnst hér í blaðinu síðar á þessu ári. Oft hefur verið skorað á símafólk að senda Símablaðinu efni og enn er það ítrekað hér. Sér í lagi ef fólk á eitthvað í pokahorninu, sem það álítur að eigi erindi í 65 ára afmælisblaðið, t.d. endurminningar frá liðnum árum úr starfi, félagslífi og ferðalögum símafólks. Þá eru myndir vel þegnar og munu verða endursendar, ef óskað er. Ritnefnd Símablaðsins vill vekja athygli á því, að hún hefur sett sér það takmark, að koma blaðinu út fjórum sinnum á ári, eins og mælt er um í reglum félagsins. Eftirtaldir dagar hafa verið hugsaðir sem lokamóttökudagar fyrir aðsent efni til blaðsins hverju sinni: 2. janúar, 1. apríl, 1. ágúst og 1. nóvember. Við gerum okkur grein fyrir því, að með strjálli útkomu blaðsins verður það ekki sá umræðuvettvangur, sem það ella gæti orðið, því að þeir sem annars kynnu að hafa viljað skrifa um dægurmálin í blaðið vissu ekki hvort blaðið myndi koma út meðan grein þeirra var tímabær. Það er því vona okkar, að með reglulegri útgáfudögum en verið hefur, muhi það ýta undir félagsmenn að senda blaðinu efni, þegar þeir vita nú betur en oft áður, hvenær von er á næsta tölublaði. Það er einnig einlæg von okkar, sem störfum við Símablaðið, að símafólk um land allt líti á blaðið sem aðgengilegan umræðuvettvang fyrir hin margvíslegu málefni, sem varða okkar stétt og notfæri sér það í ríkari mæli en verið hefur. H.H. SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.