Símablaðið - 01.01.1980, Qupperneq 5
Ný reglugerð um
Starfsmannaráð
Póst- og símamála-
stofnunarinnar
Ágúst Geirsson.
Hinn 27. mars 1979 skipaði samgöngu-
málaráðuneytið nefnd til að endurskoða
reglugerðina um starfsmannaráð Pósts og
síma. í nefndina voru skipaðir Brynjólfur
Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, formaður, og
tveir fulltrúar frá F.Í.S. Ágúst Geirsson og
Bjarni Ólafsson, tveir frá P.F.Í. Björn
Björnsson og Gylfi Gunnarsson, einn frá
F.H.P.S. (Félagi háskólamennt'aðra póst- og
símamanna), Gunnar Valdimarsson og tveir
frá stofnuninni, Þorgeir Þorgeirsson og
Kristján Helgason. Starfsmaður nefndarinn-
ar var Halldór S. Kristjánsson, deildarstjóri í
samgönguráðuney tinu.
Tilgangurinn með þessari endurskoðun
var fyrst og fremst að breyta reglugerðinni til
samræmis við nýju lögin um stjórn og starfs-
rækslu póst- og símamála og að taka afstöðu
til óska F.H.P.S. um aðild að starfsmanna-
ráði.
Talsverður skoðanamunur kom fram í
nefndinni og virtist ætla að verða erfitt að
finna leiðir, sem meirihluti gæti skapast um.
Þó fór svo að tillögur að nýrri reglugerð, sem
formaður nefndarinnar lagði að lokum fram
voru samþykktar af meirihluta nefndarinn-
ar. Með tillögunum greiddu atkvæðiformað-
ur, fulltrúar F.Í.S. og fulltrúar stofnunarinn-
ar. Fulltrúar P.F.Í. sátu hjá en fulltrúi
F.H.P.S. var á móti.
Fulltrúar P.F.Í. gerðu þá grein fyrri af-
stöðu sinni að þeir greiddu tillögunum ekki
atkvæði vegna þess að breitingartillaga um
að báðir fulltrúar félagsins í ráðinu fengju
tull réttindi náði ekki fram að ganga. Hins-
vegar myndu þeir ekki greiða atkvæði gegn
tillögum formanns til að eyðileggja ekki þá
samstöðu, sem náðst hafi um málið í heild.
Fulltrúi F.H.P.S. tók fram að félagið hafi
farið fram á fulla aðild að starfsmannaráði
og það teldi útilokað að hlýta því, sem boðið
væri uppá í tillögum formanns.
Fulltrúar F.Í.S. óskuðu bókað að afstaða
félagsins hafi komið skýrt fram í upphafi að
hafna allri aðild F.H.P.S. að starfsmanna-
ráði, en þar sem fallist hafi verið á veiga-
miklar breytingar frá F.Í.S. gæti félagið
fallist á til málamiðlunar þessa takmörkuðu
aðild F.H.P.S. að starfsmannaráði stofnun-
arinnar.
Þann 27. des. s.l. undirrituðu Magnús H.
Magnússon, samgönguráðherra og Brynjólf-
ur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, nýja reglu-
gerð um starfsmannaráð Póst- og símamála-
stofnunarinnar í samræmi við tillögur meiri-
hluta nefndarinnar.
Helstu efnisbreytingar frá fyrri reglugerð
sem var frá 8. okt. 1976 eru þessar:
I. Fulltrúi frá Félagi háskólamenntaðra póst-
og símamanna skal eiga sæti í starfsmanna-
ráði þegar fjallað er um stöður, þar sem
krafist er háskólamenntunar svo og á
fundum i ráðinu sem póst og símamálastjóri
boðar til skv. 2. mgr. 3. gr. (1. gr. C liður).
II. Hlutverk starfsmannaráðs er aukið
nokkuð, þar sem það á nú að fjalla um til
SÍMABLAÐIÐ 3