Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1980, Síða 9

Símablaðið - 01.01.1980, Síða 9
35 stunda vinnuvika — Lengra orlof — Styttri starfsaldur til fuílra eftirlauna Þorsteinn Óskarsson. Er við byrjum áttunda áratuginn er ástæða til að horfa fram á veginn. Við horfum fram til tæknialdar sem þegar er hafin í nágranna- ríkjunum og er að festa rætur hér á landi. Við höfum ástæðu til þess að horfa með von og kvíða fram á veginn. Með von ef okkur tekst að ná eignarhaldi á tækninni en kvíða ef okkur tekst það ekki. Framundan er barátta. Barátta milli mannsins og fjölþjóðahringa. Við erum að búai stakkinn fyrir eftirkom- endur okkar og tökum við ekki á af alefli þá er ástæða til kvíða — kvíða vegna örbirgðar og atvinnuleysis. Ný iðnbylting er gengin í garð. Við höfn- um henni ekki heldur tökum hana í þjónustu okkar. Það er auðveldara fyrir okkur símamenn að spá í framtiðina en marga aðra. Við þekkjum tæknina frá tveim hliðum — hinni félagslegu og hinni tæknilegu. Það á einnig að vera auðvelt fyrir hvern og einn að gera sér grein fyrir þessu. Horfum á stóra járnkassann á borðinu fyrir framan okkur — reiknivélina — og síðan litlu vasareiknitölvuna okkar — og möguleikana — þeir eru margfalt fleiri á litlu tölvunni. Þetta er aðeins smádæmi. Það furðulega sem bætist við þetta er að vasa- tölvan kostar í dag jafnmargar en verðminni krónur og fyrir fimm árum. Sem sagt hún verður ódýrari og fullkomnari með hverju ári. En spurningin snýst ekki aðeins um litlar vasatölvur heldur nokkrar stærri sem geta leitt til vinnuhagræðingar og þar með sparn- aðar á ársverkum þ.e. fækkunar starfsfólks og það þekkjum við símamenn. Hér á landi er sem betur fer ekki stórfellt atvinnuleysi eins og í mörgum nágrannalönd- um okkar — en hvað er langt í það? Barátta er framundan. Barátta um það hvort tæknin á að þjóna okkur eða við tækninni. Ef við berum gæfu til þess að eignast á félagslegan hátt hina nýju tækni og okkur auðnast að stjórna þróun hennar þá getum við stýrt hagræðingu og þeirri framleiðni- aukningu sem hún leiðir af sér á þann veg að hún leiði til styttri vinnuviku, lengra orlofs og styttri starfsaldurs til fullra eftirlauna. Við getum skapað nýjar starfsgreinar og verið fær um að taka við nýju fólki til starfa. Ef við verðum svo ógæfusöm að tæknin verður i eigu einstaklinga og fjölþjóðahringa sem aðeins hugsa um hámarksgróða á sem stystum tíma þá bíður okkar ekki annað en atvinnuleysi og örbirgð. Hvað varðar fjöl- þjóðahring um slíkt þjóðin borgar. Af framanrituðu má ljóst vera að full ástæða er til að halda vöku sinni og berjast fyrir bættu mannlífi en fljóta ekki sofandi að feigðarósi. Nú eins og endranær fáum við ekki bætt kjör á silfurfati. Þau öðlumst við aðeins með baráttu og aftur baráttu. Þá upp- fyllast vonir um betra mannlíf — þá þarf ekki að fækka starfsmönnum vegna aukinnar tækni. Þ.Ó. SÍMABLAÐIÐ 7

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.