Símablaðið - 01.01.1980, Page 10
Til hvers eigum
við að nota
tölvurnar?
Tölva
vinur eða óvinur?
Margt hefur gerst síðan 1925 að fyrsta
sjálfvirka analogvélin lagði grunninn að nú-
tíma TÖLVUM. Það er fyrst núna á síðari
árum að afleiðingarnar af tölvuvæðingunni
(dataseringunni) eru að koma fram.
Til að byrja með verður að taka fram að
allar tölvur stórar sem smáar væru ekki
annað en vélrænt hjálpartæki „tómar eins og
poki ef við setjum ekkert í hann“. Tölvu-
vinnslu má skýra á eftirfarandi hátt.:
Til þess að eitthvað gerist þurfum við
INNTAK (INDATA) t.d. nafnnúmer, launa-
flokk eða skónúmer. Þannig má meta margt
til upplýsinga. Tölvan er síðan mötuð með
upplýsingum. Þegar tölvan hefur verið
mötuð á miklum upplýsingum er hægt að
ákveða hvernig þessar tölvuupplýsingar eru
notaðar. Það sem ákvarðar til hvers
upplýsingar skulu notaðar kallast FORRIT
(PROGRAM). Með því að hafa VINNSLU-
MINNI getur tölvan geymt upplýsingar til
síðari notkunar. Nú vinnur tölvan eftir gefn-
um upplýsingum ákveðið verkefni. Niður-
staðan af þessu sem getur t.d. verið að fá
fram laun með tilliti til starfsaldurs, kallast
ÚTTAK (UDATA). Við verkefnisákvörðun
er ákveðið á hvern hátt niðurstaðan kemur
fram: í grafi, töflum, stöplum o.s.frv.
Það er að sjálfsögðu hægt að nota tölvu
fyrir tæknilegar áætlanir. Þá er hægt að gefa
upplýsingar sem gefa mismunandi niðurstöð-
ur m.a. jafnvel gefa upplýsingar sem gefa þá
niðurstöðu sem óskað er t.d. til þess að
áætla.
Mest er talað um tölvur í sambandi við
stjórnunarlega notkun eða hjálpartæki og
það er á þann hátt sem við komumst mest í
kynni við tölvurnar og áhrif þeirra hjá Sím-
anum (TELEVERKET).
Samdráttur starfa um 40—60% á
næstu 15 til 20 árum
í fljótu bragði virðist tölvuvæðingin eins
og lýst er hér að framan hafa álíka hættulaus
áhrif og rafmagnsritvél á skrifstofu.
Samt sem áður hafa útreikningar Sænsku
hagstofunnar sýnt að sennilega hverfa 60.000
til 90.000 starfsheiti algjörlega eða eru ekki
orðið að neinu með tölvunotkun en stöður
sem bætast við yrðu þá 30.000.
það að nota tölvur sýnir að 40—60% af
núverandi störfum hverfa á næstu 15 til 20
árum. Áframhaldandi tölvuvæðing kemur
sennilega til með að hafa í för með sér að
fleiri og fleiri skrifstofur verða búnar full-
komnustu rafeindatækni.
Öll þessi tækni verður ódýrari og ódýrari
og einnig einfaldari i útliti og notkun. Síminn
(TELEVERKET) hefur í nokkurn tíma haft
8 SÍMABLAÐIÐ