Símablaðið - 01.01.1980, Side 16
Sigurður fæddist í Varmadal á Rangár-
völlum 21. apríl 1895, sonur hjónanna Sig-
ríðar Jónsdóttur úr Vestur-Landeyjum og
Stefáns Filipussonar frá Varmadal.
Kona hans var Guðfinna Sveinsdóttir frá
ísafirði, sem lést 2. apríl 1975. Þau eignuðust
4 dætur og eru þær: Sigríður, gift Sigurði
Ólafssyni verslunarmanni; Hulda, gift Gísla
Jónssyni brunaeftirlitsmanni; Svava, gift
Bjarna Guðmundssyni yfirumsjónarmanni
og Þórunn, gift Kristjáni Hjartarsyni síma-
manni.
Á sínum unglingsárum vann Sigurður hjá
Sigmundi á Brúsastöðum sem þá rak veit-
inga- og gistihús í Valhöll á Þingvöllum og
var hann þá oft hestamaður og fylgdarmaður
með útlendingum og ferðamönnum um
Þingvallasveit enda voru víst fáir sem þekktu
það svæði eins vel.
Til Reykjavíkur fluttist hann með móður
sinni í von um arðbærari vinnu.
Þegar suður kom vann hann ýmis störf til
sjós og lands. Árið 1914 réðst Sigurður til
Landssíma íslands og vann við línubyggingu
og fleiri störf. Síðan hóf hann störf hjá
Bæjarsíma Reykjavíkur og varð fljótt flokks-
stjóri og síðan sem verkstjóri. Hann var
skipaður línuverkstjóri hjá Bæjarsíma
Reykjavíkur 1. janúar 1946. í starfi fylgdi
honum ávallt góður starfskraftur og gekk
honum vel að halda góðum mönnum því
hann var stjórnsamur og vinur vina sinna.
FRÉTTIR:
Póst-og símatíðindi
koma út eftir hlé sem varð á útgáfu þeirra
til ’76. „Fréttahornið" í Simablaðinu hefur
hlerað að senn komi Póst- og símatíðindi
fyrir árið 1979 og eftirleiðis komi þau út
ársfjórðungslega.
Póst- og símatíðindi er merkilegt heimild-
arrit um stofnunina og ber að fagna því að
tíðindin koma nú út reglulega í framtíðinni.
Póst- og símaskólinn skólaárið 1978—1979
29. 11 ’79 fór fram afhending prófskírteina í
P & S skólanum. Við þá athöfn skýrði skóla-
stjóri JónÁrmann Jakobsson frá því m.a. að
námskeið fyrir stöðvarstjóra og fulltrúa
þeirra hefðu verið haldin að undanförnu.
Þátttakendur hefðu verið u.þ.b. 70.
Alls hefðu verið 319 nemendur í 18 bekkj-
um. Stundakennarar hefðu verið 58 og
kennslustundir 5270. Prófskírteini voru
afhent til 168 nema úr eftirtöldum starfs-
greinum:
Póstafgreiðslumenn I
Póstafgreiðslumenn II
Yfirpóstafgr.menn
Línumenn
Símsmiðir
Símvirkjar
Símvirkjameistarar
Ennfremur kom fram í
40 póstafgreiðslumenn I
67 skírteini
20 skírteini
33 skírteini
19 skírteini
4 skírteini
13 skírteini
12 skírteini
skýrslu J.A.J. að
og 15 símritarar
tækju þátt í bréfanámi P. & S. skólans.
14
SÍMABLAÐIÐ