Símablaðið - 01.01.1980, Page 17
Fjarskiptaþróun
r
a
r
Islandi
Þorvarður Jónsson.
1.1. Sjálfvirkar símstöðvar
Fyrstu sjálfvirku símstöðvarnar á íslandi
voru settar upp árið 1932 og voru þær af 500
veljara gerð frá L.M. Ericsson í Stokkhólmi.
í dag eru 3 stöðvar af þeirri gerð í notkun,
allar í Reykjavík, með alls 25000 nr. Allar
aðrar símstöðvar landsins, bæði notenda-
stöðvar (lokalstöðvar) og langlínustöðvar
eru af hnitveljaragerð (koordinatveljara-
gerð).
Alls eru stöðvar landsins rúmlega 90 tals-
ins með samtals rúmlega 80.000 nr. Allar
stöðvar á íslandi eru með Ráðstýringu, þ.e.
að stjórnunartæki sem kallað er ráð eða
Register tekur á móti valinu frá símnotandan-
um og geymir það á meðan það stjórnar upp-
setningu samtalsins.
Fyrsta þróunarstig til fullkomnari stöðva
er að setja tölvu í stað Ráðanna og annarra
stjórneininga hnitveljaranna i hnitveljara-
stöðvunum og eru 2 slíkar stöðvar í pöntun
hjá L.M. Ericsson fyrirtækinu, önnur fyrir
sjálfvirkt val til útlanda, en hin fyrir Mos-
fellssveit (nú Varmá, áður Brúarland). í
Skandinavíu eru tölvustýrðu símstöðvarnar
kallaðar PMS-stöðvar (Program Minnes
Styring), en á ensku SPC-stöðvar (Stored
Program Control). Tölvustýring gefur ýmsa
möguleika á betri þjónustu við notendur og
auðveldari rekstri stöðvanna. Fyrstu PMS-
stöðvarnar voru framleiddar þannig að tölva
var sett i stærri hnitveljarastöðvar fyrir not-
enda- og langlínuval, en síðan var farið út í
að sérhanna hálf-electroniskar PMS-stöðvar,
þar sem einhver mjög fljótvirkur veljari eins
og reed-rafliðaveljari var notaður sem tengi-
eining, en allt annað var electroniskt. Nú er
verið að stíga skrefið til fulls með því að setja
electroniskán digital veljara í stað mekaniska
veljarans (t.d. reed-rafliða-veljarans) og gera
stöðvarnar algjörlega eletroniskar.
Digital tæknin byggist á því að kóða talið
yfir í talnarunur í tvíundakerfi og sénda
þessar talnarunur með TDM (Time Division
Multiplex) -aðferð í gegnum breiðbandsrásir.
Með þessari tækni er hægt að fá margfalda
notkun allra sambandsleiða og valpunkta
electronisku veljaranna.
Stöðvarnar verða svokallaðar digital deild-
arvalar (DGS = Digital Croup Selector) og
koncentratorar. Út frá hverjum DGS má
hafa heilt net af koncentratorum. DGS
stjórnast af stórri miðtölvu og mörgum litl-
um svæðatölvum. Koncentratorarnir hafa
tiltölulega litla stjórntölvu (svæðatölvu), en
fá yfirstjórn frá miðtölvu þess DGS, sem þeir
eru tengdir við. Talinu var breytt í PCM-
merki (Pulse Code Modulated) með 8 bita
orði fyrir hvert sýni og 8000 Hz sýnatíðni, en
það gefur 8000 x 8 = 64.000 bitar/sek = 64
K bitar/sek. fyrir hverja talrás. Síðan er talið
tekið saman í TDM (Time Division Multi-
plex) og eru 30 talrásir í 1. gráðu PCM —
TDM fjölsíma. 2. gráðu PCM — TDM fjöl-
SÍMABLAÐIÐ 15