Símablaðið - 01.01.1980, Qupperneq 20
verið tekið í notkun nýtt tölvustýrt skipti-
kerfi fyrir skeyti í Gufunesi, sem bæði eykur
allt öryggi og minnkar vinnuálag. Reiknað er
með að þetta nýja kerfi sparist upp á rúmu
ári í minnkuðum launagreiðslum og tækja-
leigum, enda greiðast engin aðflutningsgjöld
til ríkisins af því. Kostnaður kerfisins skiptist
jafnt milli tækjabúnaðar og hugbúnaðar.
Auk þessa kerfis rekur flugmálastjórn annað
kerfi fyrir innanlandsflug.
Allur tækjabúnaður nýju tölvukerfanna í
Gufunesi er keyptur af innlendum innflytj-
anda, sem samkvæmt samningi skal aðstoða
stofnunina við viðhald kerfisins. Þessi inn-
lendi aðili hefur gert samning við hinn
erlenda framleiðanda hugbúnaðarins um
viðhald hans. Áður en þetta síðara tölvukerfi
var pantað, setti sami íslenski aðili upp
minna tölvukerfi í Gufunesi og framleiddi
hugbúnað fyrir það. Það kerfi er fyrir sam-
böndin við flugvélarnar og auðveldar þá
vinnu mikið.
2 Notendabúnaður
2.1 Venjulegt símatalfæri
Eftir 2—3 ár verður liklega hætt að kaupa
talfæri með valskífu og eingöngu keypt tal-
færi fyrir takkaval. Um þessar mundir eru að
koma á markaðinn bæði í Evrópu og
Ameríku margar tegundir af talfærum með
háþróaðri „electronic“ í stað núverandi inn-
matar talfæranna. Þessi nýju talfæri eru í
miklu betri gæðaflokki heldur en núverandi
talfæri og þurfa þau miklu minna viðhald.
Þeir takkasímar, sem keyptir verða hingað
í náinni framtíð verða með tóngenerator
fyrir 7 tóna í tveim flokkum, annar með 3
tóna, en hinn með 4 tóna. Sérhvert tákn eða
tölustafur, sem sendur er samanstendur af
tveim tónum, einum úr hverjum flokki og á
þennan hátt er hægt að senda 3 x 4 = 12
mismunandi tákn með 12 tökkum.
Til þess að hægt verði að nota þessi talfæri
þarf að tengja móttakara fyrir tónvalið frá
talfærunum við hvert einasta Register sjálf-
virku símstöðvanna, en þau eru um 1000
talsins. Þessir tónamóttakarar eru nú þegar í
séríuframleiðslu í Bandaríkjunum og víðar.
Eftir breytinguna geta Register sjálfvirku
18 SÍMABLAÐIÐ
símstöðvanna tekið á móti vali bæði frá
venjulegum skifusímum og tónvalssímum og
er því hægt að innfæra tónvalssímana smátt
og smátt. í framtíðinni er reiknað með að
fjölga valtónunum upp i 8 með 4 tónum í
hverjum flokki og þar af leiðandi með 4x4
= 16 mismunandi táknum og 16 tökkum á
talfærunum. Viðbótartakkarnir yrðu notaðir
til þess að fá meiri þjónustu í framtíðinni frá
PMS-símstöðvunum og frá ýmsum endabún-
aðarkerfum, sem hægt yrði að hringja í.
Þau talfæri, sem taka við af tónvalssímun-
um verða líklega talfærin með innbyggðu
A/D-breytingunni, sem minnst var á í kafl-
anum um sjálfvirku símstöðvarnar.
2.2 Talfærakerfi
Ýmis talfærakerfi, svo sem raðsímar fyrir
mismunandi margar miðstöðvarlínur eru
algeng hér á landi. Allt bendir til þess að
framleiðsla þeirra kerfa, sem Póstur og sími
hefur keypt hingað til sé að hætta og ýmist
electronisk eða digital talfærakerfi séu að
koma í staðinn.
2.3 Sjálfvirkar einkasímstöðvar
PABX
Á markaðnum í dag eru til bæði tölvustýrðar
og electroniskar einkasímstöðvar og munu
þær fljótlega yfirtaka þennan markað.
2.4 Fjarritar
Electroniskir fjarritar fyrir telex komu á
markaðinn frá mörgum fyrirtækjum fyrir
1—3 árum síðan. Nýlega komu einnig á
markaðinn electroniskir fjarritar með ör-
tölvu og minni og jafnvel með skjá. Með
hugbúnaðarbreytingu er hægt að breyta
ýmsu hjá þessum fjarritum, sem áður krafð-
ist breytingar á hinni vélrænu uppbyggingu
þeirra.
Erfitt er að spá um framtíð telexkerfisins,
en hingað til hefur það stækkað örara en
flest önnur símkerfi. Gera má ráð fyrir því
að data-kerfin, sem nú eru að koma upp út
um allt dragi úr mikilvægi telexkerfisins og
leysi það e.t.v. smátt og smátt af hólmi. Eitt
þessara kerfa, sem nefnt er telex virðist vera
sérstaklega áhugavert, en í byrjun a.m.k.
á að vera hægt að senda á milli þess kerfis og
telexkerfisins. Einnig eru ný myndsenditæki