Símablaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 21
(telefax) tengd við símatalfærið að koma á
markaðinn og ekki er ólíklegt að þau yfirtaki
einnig eitthvað af notkun telexkerfisins.
2.5 Modem
Aukning datamodema hér á landi hefur verið
mjög mikil síðustu árin. Fjöldi modema í
árslok 1976 var 19, í árslok 1977 42, og í árs-
lok 1978 84 og í árslok 1979 136.
Þróun modema erlendis er geysilega hröð
og nú eru nýjar tegundir að koma á markað-
inn hjá flestöllum fyrirtækjum. Helstu nýj-
ungar í þeim modemum, sem eru nú að koma
á markaðinn, eru fullkomnari prófunarbún-
aður, innbyggðir generatorar fyrir prufu-
texta, möguleiki á því að umtengja modemið
í hinum endanum í „loop“ bæði fyrir framan
og aftan modemið, o.m.fl. Nú eru einnig að
koma á markaðinn modem fyrir meiri hraða
eða allt að 9600 bitar/sek. til sendingar um
venjulega símalínu með tíðnibandi
300—3400 Hz og eru sum þessara nýju
háhraðamodema með innbyggðri örtölvu.
Óhætt er að spá því að breytingar á þessu
sviði verði bæði örar og miklar.
2.6 Myndsenditæki (telefax)
Þau myndsenditæki, sem notuð eru sem
viðbótarbúnaður hjá sjálfvirku talfæri not-
enda, skiptist aðallega í tvo hópa. Tæki hóps
1, sem er stærstur eru ca. 6 mínútur að senda
A4 svarthvíta mynd, en tæki hóps 2 eru ca 3
mínútur að því sama. Tæknin við þessar
myndsendingar er að myndin er skönnuð
línu eftir línu og svart og hvítt látið móta
senditón. Framundan er gjörbylting á þessu.
Nú þegar eru uppi áætlanir um að breyta
myndunum í digital upplýsingar og senda
þær aftur í analog merki. Með slíkum
myndsendi (ásamt modemi) er gert ráð fyrir
að hægt verði að senda svart/hvítt A4 blað á
1/2—1 mínútu. Símastjórnir Norðurlanda
gera ráð fyrir örri þróun í þessari þjónustu
og er því sérstök samnorræn telefaxvinnu-
nefnd starfandi. Allt bendir til þess að tele-
fax þjónustan verði á Norðurlöndum rekin
af símastofnununum.
2.7 Teletex
í kafla 2.4 var minnst á nýja þjónustu tele-
tex, sem sent gæti til og tekið á móti frá not-
endum telexnetsins. Teletex er í uppbyggingu
í nokkrum löndum þótt reglur um það frá
CCITT séu ekki enn komnar. Hugmyndin að
gerð kerfisins kom fram 1976 frá V. Þýskri
nefnd um stækkun fjarskiptakerfa og tók
CCITT þetta til rannsóknar sama ár í því
augnamiði að hanna reglur (recommendat-
ion) fyrir kerfið og kallaði CCITT kerfið
Teletex.
Teletex er byggt upp af tölvu með tengingu
við talsímakerfið eða datakerfi. Sem jaðar-
búnað hefur talvan minni, leturborð, skjá,
skrifara með bæði stórum og litlum bók-
stöfum og e.t.v. fleira. Sendihraðinn um
símakerfið er 2400 bitar/sek., en sendihraði
telex er 50 bitar/sek. Sent er frá minni til
minnis. Hægt er að undirbúa skeyti samtímis
móttöku annars skeytis. Móttekið skeyti er
eins og senda skeytið. Á Norðurlöndum er
það mikill áhugi á þessari nýjung að síðast-
liðið haust var haldin samnorræn ráðstefna
um málið og nú er búið að stofna sam-
norræna vinnunefnd til þess að fjalla um
það.
2.8 View-data
Prufukerfi er í notkun í Englandi o.fl.
löndum. Símnotandi kallar upp tölvu með
því að velja símanúmer hennar með sím-
tækinu. Símalínan er tengd í gegnum tengi-
búnað með stjórntökkum við sjónvarpstæki
notandans. Notandinn getur síðan með
tökkum beðið tölvuna um ýmsar upplýsingar
eins og t.d. um fréttir, veðurspá, íþróttir,
áætlanaferðir, o.fl. og svörin birtast á skjá
sjónvarpsins. Við leit að upplýsingum hjá
tölvunni fær notandinn stöðugt leiðbeining-
ar frá henni fram á skjáinn.
Viss áhugi virðist vera að vakna fyrir þess-
ari tækni á Norðurlöndum og hefur ein af
vinnunefndum símstjórna Norðurlanda
verið beðin um að taka View-data til rann-
sóknar.
2.9 Norræna datanetið
Nú er verið að setja upp fyrsta áfanga
norræna datanetsins og undirbúa pöntun
annars áfanga.
Aðalstöðvar norræna datanetsins verða í
SÍMABLAÐIÐ 19