Símablaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 22
höfuðborgum Norðurlandanna fjögurra og
út frá þeim verða konsentratorar og multi-
plexorar dreifðir um löndin. í sambandi við
annan áfanga gæti ísland komið með. Fyrsta
og ódýrasta tenging íslands væri með kon-
sentrator í Reykjavík, sem tengdist aðalstöð
einhverra hinna Norðurlandanna sem
móðustöð t.d. aðalstöðinni í Kaupmanna-
höfn. Nú er í gangi könnun á áhuga íslenskra
fyrirtækja á tengingu við Norræna datanet-
ið, en slíkur áhugi er forsenda fyrir því að
konsentratorstöð verði sett upp í Reykjavík
og e.t.v. síðar multiplexorar víðsvegar um
landið.
2.10 Tölvu- ráðstefna (Computer
conferens)
Hópur manna halda ráðstefnu með hjálp
tölvu og tilheyrandi minna, sem þeir hafa
sambönd við í gegnum símanetin (talsíma- og
datanetin). í hvert skipti sem einhver úr
hópnum hefur samband við tölvuna fær
hann útskrifað allt sem bæst hefur við og
síðan getur hann sett inn eigið innlegg.
Hægt er að láta tölvuna sjá um að greidd séu
atkvæði um ákveðna hluti og skilar hún
útreiknaðri útkomu atkvæðagreiðslunnar.
Þetta kerfi er t.d. einnig nothæft fyrir hóp
manna sem hafa fengið það verkefni að
skrifa sameiginlega skýrslu um eitthvað
málefni. Góður hugbúnaður getur gert svona
kerfi mjög þægileg og auðveld í notkun, t.d.
með því að nota auðveldar og auðskildar
skipanir fyrir efnisleit. Búnaður fyrir tölvu-
ráðstefnu og teletex getur farið saman.
2.11 Símabúnaður fyrir öryrkja
Á síðustu árum hefur mikið verið unnið að
því á Norðurlöndum að skrá, gera tillögur
um að hefja framleiðslu á ýmsum símabún-
aði fyrir öryrkja. Norræna embættismanna-
nefndin um flutningamál, NET hóf þessa
könnun 1973, og skipaði norrænu vinnu-
nefndina Telemedel, sem starfaði við þetta til
ársloka 1977. í þessari nefnd voru einn full-
trúi frá hverri heilbrigðismálastjórn Norður-
landanna fimm. Til aðstoðar við Telemedel
var af símastjórnum Norðurlandanna mynd-
uð vinnunefnd til þess að fjalla um notenda-
búnað fyrir öryrkja og lauk sú vinnunefnd
störfum 1979. Telemedel gaf út á síðasta ári
bækling á sænsku með upptalningu á þeim
símabúnaði, sem gæti komið öryrkjum að
haldi. Nú er búið að þýða þennan bækling á
finnsku og íslensku og kom hann út á íslandi
í apríl 1979. Margar nýjungar í framleiðslu
símabúnaðar fyrir hinn almenna notanda
eins og t.d. hnappatalfæri, valminni með
númerasendi, o.fl., koma öryrkjum að góð-
um notum og leysa í sumum tilvikum alveg
vandamál þeirra, en á næstu árum kemur á
markaðinn ýmiss sérbúnaður, sem verður
sérhannaður fyrir öryrkja. Eftirfarandi upp-
talning er sumt af því sem komið hefur fram
við starf ofannefndra vinnunefnda:
1) Textasími. Tæki með leturborði, skjá og
innbyggðu modemi (samkv. rec. V.21) og
tengt símalínunni með hljóðtengli (acustic
1) Textasími. Tæki með leturborði, skjá og
innbyggðu modemi samkv. rec. V.21) og
tengt símalínunni með hljóðtengli (acustic
coupler) eða tengli. Sænska símastjórnin
hefur ráðið bandarísktfyrirtæki(Phonics)
til þess að hanna tækið en síðar ætiar hún
sjálf að annast framleiðslu þess í einni af
verksmiðjum sínum, Teli (Televerkets
industri). Eitt sett af frumframleiðslu
þessara tækja er nú í prófun milli Hjálp-
artækjabankans og Heilsuverndarstöðv-
arinnar, en enn á eftir aðendurbætatexta-
símana töluvert.
2. Viðvörunarkerfi (alarmsystem) fyrir
gamalt fólk og öryrkja. Nú eru að koma á
markaðinn á Norðurlöndum mismunandi
tegundir af viðvörunarkerfum fyrir ör-
yrkja, sem búa einir sem vegna elli eða
fötlunar þurfa að geta kallað á auðveldan
hátt á aðstoð. Talið er að með því að hafa
svona kerfi sé hægt að láta öryrkja halda
áfram að búa í íbúðum sínum í stað þess
að fara á hæli og með því sparist mikið fé.
Þessi viðvörunarkerfi eru sum þannig að
þau skynja umgang og hreyfingar í ibúð-
inni og gera viðvart ef slíkt hættir. Önnur
kerfi eru þannig að á vissum tímum á ör-
SÍMABLAÐIÐ