Símablaðið - 01.01.1980, Side 23
yrkinn að gefa merki og hætti það er haft
samband við hann. Öll kerfin eru þannig
að öryrkinn getur hvenær sem er kallað á
hjálp. Ef hann t.d. fellur af klósettinu eru
höfð bönd meðfram gólflistunum þar,
sem gera viðvart sé tekið í þau.
2) Viðbótartæki, sem smellt er á hlust tal-
færis og gerir fólki með heyrnartæki fært
að nota síma.
4) Þrýstingur er frá heyrnarlausum og heyrn-
arsködduðum um að sjónvarpað verði
skrifuðum texta með öllum útsendingum.
Hægt er að senda þennan texta þannig að
hann komi aðeins fram á þeim sjónvarps-
tækjum, sem hafa sérstakan viðtökubún-
að fyrir hann.
5) Alls konar búnaður er væntanlegur á
markaðinn fyrir hreyfihamlaða, svo sem
statív fyrir heyrnartalfærið ásamt armi til
þess að stjórna gaffalrofanum, hnappa-
símar með stórum hnöppum, kerfi þar
sem val fer fram með hljóðum eða blæstri
o.s.frv.
6) Sérstakar bjöllur og ljósmerki fyrir hring-
ingar fyrir heyrnardaufa.
7) Sjálfvirkir númerasendarar með geymslu
•-■-■-■-■-■-■-■-■-"-"-"-■---■-■-■-"-"-■-■-■-■-“-■-c."-"-"-"-"-"-“-1
fyrir eitt eða fleiri símanúmer. Til þess að
setja þessa númerasenda af stað þarf að-
eins að loka einni snertu og er til ýmiss
búnaður fyrir þá framkvæmd sérhannað-
ur miðað við fötlun þess sem búnaðurinn
er hjá.
2.12 Tölvukerfi
Nú er verið að setja upp tölvukerfi fyrir
símaskrárupplýsingaþjónustu Pósts og síma,
sem veitt er við upphringingu í símanúmer
03. Hönnun hugbúnaðarins verður gerð af
starfsmönnum Pósts og síma með aðstoð
sérfræðings, sem starfar sjálfstætt. Eftir að
þetta kerfi hefur verið tekið í notkun munu
símaskrárbreytingarnar verða settar inn
daglega. Þegar prenta þarf nýja símaskrá eru
upplýsingarnar teknar yfir á segulband, sem
síðar stýrir sjálfvirkri setningu símaskrárinn-
ar.
Þegar vinnu við þetta tölvukerfi er lokið,
er líklegt að undirbúningur fyrir önnur tölvu-
kerfi byrji. Sem dæmi um tölvukerfi, sem til
greina gæti komið, er kerfi fyrir uppsetningu
síma með allar upplýsingar um númer, bæj-
arlínur, tækjalager, o.fl.
Þ.J.
SkrifstofaF.Í.S.
Jóhann L. Sigurðsson.
Nú í ársbyrjun urðu mannaskipti á skrif-
stofu F.Í.S. Jóhann L. Sigurðsson, sem verið
hefur starfsmaður félagsins frá 1974, lét af
störfum og tók aftur við stöðu sinni á Fjar-
skiptastöðinni í Gufunesi.
Við störfum á skrifstofu félagsins tók Ragn-
hildur Guðmundsdóttir. Ragnhildur hefur haft
mikil afskipti af félagsmálum F.Í.S. að
undanförnu. Formaður ísafjarðardeildar
F.Í.S. hefur hún verið um árabil og á sæti í
Félagsráði og framkvæmdastjórn F.I.S.
Um leið og Símablaðið þakkar Jóhanni
samstarfið á liðnum árum, býður það Ragn-
hildi velkomna til starfa fyrir félagið og
lætur í Ijós áframhaldandi góða samvinnu
við starfsmann skrifstofu F.Í.S. Ragnhildur Guðmundsdóttir.
SÍMABLAÐIÐ 21