Símablaðið - 01.01.1980, Side 25
taka þá skoðun mína, sem ég lét í ljós í síð-
asta blaði, að leita beri til eldri starfsmanna
Stofnunarinnar, sem kennsl kynnu að bera á
þessa gömlu muni, og er mér ekki grunlaust
um að Kristján Jónsson, fyrrverandi fulltrúi
í Birgðadeild, hafi áður farið höndum um þá
muni, sem ég sá þarna syðra.
Eftir hugleiðingar mínar í siðasta blaði er
það mér sannarlega mikið gleðiefni að geta
skýrt frá jafn ánægjulegri þróun safnamála
Stofnunarinnar og fram kemur hér að
framan, og lofar það sem ég hef séð góðu um
framhaldið.
Dagblöðin hefðu áreiðanlega haft í fyrir-
sögn það sem ég ætla að ljúka þessum frétta-
pistli mínum á, en það er að mínu mati mark-
verðasti hlutinn. Rúsínan í þessum pylsuenda
er nefnilega sú, að hinn 31. desember s.l.
setti póst- og símamálastjóri reglur um póst-
og símaminjasafn, og eru þær birtar hér á
eftir. Jafnframt skipaði hann í safnráð 2.
janúar 1980 eftirtalda menn: Braga Kristj-
Þorgeir K.
Þorgeirsson.
ánsson, forstjóra viðskiptadeildar, Kristján
Helgason, umdæmisstjóra og Þorgeir K.
Þorgeirsson, forstjóra umsýsludeildar, og er
Þorgeir formaður ráðsins.
Eins og lofað var í síðasta tölublaði, mun
Símablaðið fylgjast með þróun þessara mála,
og skýra frá henni í næstu tölublöðum.
Reglur um Póst- og símasafn og Safnráð:
1. grein
Stofnað skal sérstakt safn, Póst- og síma-
minjasafn, á vegum Póst- og símamálastofn-
unarinnar. Tilgangur þess er að varðveita
sögulega muni og minjar tilheyrandi starf-
semi stofnunarinnar.
2. grein
Safninu stjórnar þriggja manna ráð, safnráð
og skal það skipað af póst- og símamála-
stjóra til þriggja ára í senn. Safnráð skal
annast val og varðveislu muna og minja
safnsins og hafa umsjón með rekstri þess.
3. grein
Póst- og símamálastjóri setur nánari reglur
um safnið að fengnum tillögum safnráðs.
Reykjavík, 31. desember 1979.
Jón Skúlason
Fréttabréf F.Í.S.
kom út í annað sinn á árinu í desember.
Ákveðið hefur verið að Fréttabréfið komi
reglulega út á þessu ári og skýri jafn óðum
frá helstu fréttum varðandi félagsstarfsem-
ina.
Fréttabréfið er sent til trúnaðarmanna og á
vinnustaði. Þeir sem hafa áhuga á að fá
Fréttablaðið en fá það ekki nú hafi samband
við skrifstofu F.Í.S.
SÍMABLAÐIÐ 23