Símablaðið - 01.01.1980, Page 27
vinnuaðstaða og svo er einnig á flestum sim-
stöðvum í Danmörku.
— Hversu margt fólk vinnur við Rigstele-
fonen?
— Við Talsímann vinna um 90 manns,
þar af 5 karlmenn og ríkir þarna jafnrétti,
sama vinna, sama kaup. Á Ritsímanum
vinna 15 konur, auk eins varðstjóra á hvorri
vakt.
— Hvað getur þú sagt okkur um vinnu-
skilyrði að öðru leyti?
— Það er 40 stunda vinnuvika, en vaktirn-
ar eru mjög breytilegar, eða 5—7 klst. vaktir
frá kl. 6 á morgnana til kl. 24 á kvöldin.
Næturvakt hefst kl. 23 og eru tveir á vakt að
vetrinum, en einn að sumrinu. Fjölmennast
er milli kl. 9—16. Frí er aðra hvorahelgi. Það
er mjög auðvelt að fá vaktaskipti og semur
fólkið um það sín á milli. Hafa varðstjórar
engin afskipti af því. Á hverri vakt er matar-
hlé í 1 /2 klst. og 15 mín. kaffihlé. Mjög góð
kaffistofa og mötuneyti er á staðnum.
Bannað er að reykja á vinnustað, en leyfilegt
í kaffistofu. Handavinna er leyfð við vinnu
eftir kl. 18 og um helgar.
— Hvernig eru launakjörin?
— Byrjendur eru á tímakaupi fyrsta árið,
eða þar til þeir eru skipaðir. Veturinn 1978
voru launin um það bil 6000 kr. danskar á
mánuði (um það bil 400.000 kr. ísl.).
— Hvernig er fræðslustarfi varið innan
Rigstelefonen?
— Eftir 5 ára starf við Talsímann, er fólki
gefinn kostur á að taka þátt í 17 vikna nám-
skeiði, bóklegu og verklegu, og veitir það
möguleika á að fá vinnu við Ritsímann. Að
öðru leyti er engin fræðsla á vegum Rigstele-
fonen, en aftur á móti er fræðslustarf á
vegum stéttarfélaga.
—Er mikil samheldni meðal starfsfólksins,
sameiginlegar skemmtanir og ferðalög?
— Ekki er hægt að segja það. Starfsfólkið
er mjög þægilegt og vingjarnlegt, en sam-
gangur utan vinnunnar þekkist ekki. Engar
skemmtanir eru haldnar, en á hverjum jólum
hefir starfsfólkið sameiginlegan jólamorgun-
verð — julefrokost —, eins og gert er á flest-
um vinnustöðum í Danmörku. Það er mjög
góður vinnuandi þarna og þótti mér það
einna jákvæðast við starfið. Ég var eini
Kristjana H.
Guðmundsd.
útlendingurinn og voru allir mér einstaklega
vingjarnlegir. Hefði ég ekkert á móti því að
starfa þar einhverntíma síðar.
Oktavía er nú farin til Árósa á ný. Starfið
hjá Rigstelefonen stendur henni opið þegar
hún vill, en nú í vetur stundar hún nám í
félagsráðgjöf við Den Sociale Hojskole í
Árósum. Við óskum henni og fjölskyldu
hennar alls góðs í framtíðinni og þökkum
fyrir spjallið.
KHG
Sumarhús í
Danmörku
Sumarhús verða leigð út í Danmörku í
sumar fyrir félagsmenn F.Í.S. á sama hátt og
undanfarin sumur.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
F.Í.S.
Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1.
mars.
SIMABLAÐIÐ
25