Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1980, Síða 31

Símablaðið - 01.01.1980, Síða 31
Fækkun á langlínu- miðstooinm 1 Reykjavík Nú hin síðari ár, hefir sjálfvirkni símstöðva aukist mjög. Um leið hafa margar hinar smærri símstöðvar verið lagðar niður og starfsemi þeirra bætt við stærstu símstöðv- arnar í umdæmi hverrar fyrir sig. Afleiðing- ar þess eru að sjálfsögðu aukið álag talsíma- varða á þessum stöðvum, því þrátt fyrir aukið starf er starfsfólki ekki fjölgað. Þessi aukna sjálfvirkni hefir einnig haft áhrif á stærstu símstöð landsins, Langlínu- miðstöðina í Reykjavík. Þar hefir nú fimm talsímavörðum verið tilkynnt, að ekki sé þörf fyrir starfskrafta þeirra lengur, og ef til vill mega fleiri talsímaverðir búast við sömu tíðindum á næstunni. Þar að auki höfðu tvær stúlkur fyrr í haust, sótt um önnur störf innan stofnunarinnar, sem þær nú gegna. Yfirmenn Símans hafa sýnt mikinn vilja fyrir því, að stúlkurnar fengju önnur störf innan stofnunarinnar. Var þeim bent á að sækja um lausar stöður hjá stofnuninni, en þær sem það ekki gerðu, mættu búast við uppsögnum með þriggja mánaða fyrirvara. Fjórar stúlkur hafa nú fengið stöður, en þeirri fimmtu var sagt upp starfi, eftir að hún hafnaði einni stöðu og fékk ekki, að eigin mati, nægan tima til að skoða aðra. Að sjálfsögðu er lítið hægt við því að segja, þó fækkað sé fólki í starfi, sem ekki er lengur starfsgrundvöllur fyrir. En eitt mega yfirmenn stofnunarinnar taka til athugunar, og það er að gefa fólki lengri tíma en nú hefir verið gert, til að athuga sín mál, og þá um leið kanna aðra starfsmöguleika. Hefði jafn- vel komið til greina, að efna til námskeiðs fyrir stúlkurnar með breytingar á starfi í huga, en ekki að stilla þeim upp við vegg, eins og nú er gert. í þessu tilfelli er um að ræða talsímaverði með 9 ára — 13 ára starfsaldur að baki. Er það langur tími á sama vinnustað, með sömu vinnufélögunum allan tímann. Enda líta tal- símaverðir vinnustað sinn mjög jákvæð- um augum og félagsandi þar með eindæmum góður. Það er mikið átak að fara úr skemmtilegu starfi og hefja nýtt starf á ókunnum vinnu- stað með nýjum vinnufélögum. Aftur á móti getur það líka verið jákvætt og endurnýjandi fyrir hvern og einn, því oft verður fólk of einangrað og innilokað í sínu starfi, ef það vinnur sama starfið alla tíð. Við metum vilja yfirmanna okkar, að bjóða aðra vinnu í stað þeirrar er hefir verið okkur svo mikils virði í mörg ár, en finnst þó, að þeir hafi ekki sýnt nægan skilning á þeim miklu breytingum er þetta veldur, með svo stuttum fyrirvara. Má þar benda á breyttan vinnutíma og jafnvel lægri tekjur. Við teljum okkur hafa skilað af okkur erfiðu starfi og það oft við slæmar aðstæður og unnið stofnuninni eins vel og við máttum. Megi svo einnig verða í nýju starfi. Það er með trega og söknuði, að við kveðj- um stöllur okkar á Langlínustöðinni eftir öll þessi ár og þökkum góð kynni. En við munum líta inn öðru hvoru og fá okkur góðan kaffisopa í glaðværum vinahópi og minnast liðinna stunda. K.H.G. SÍMABLAÐIÐ 29

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.