Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1980, Page 33

Símablaðið - 01.01.1980, Page 33
Verðuröryggi sjómanna skert? Að undanförnu hefur verið til umræðu hugmyndir stofnunarinnar að leggja niður næturvaktir á tveimur strandstöðvum, þ.e. á Höfn í Hornafirði og í Vestmannaeyjum, og fjarstýra í staðinn þjónustunni frá Gufunesi þann tíma sólarhringsins. Þessar hugmyndir hafa mætt mikilli and- stöðu fjölmargra aðila. Framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands Hannes Hafstein hefur varað við þessari breytingu og sagt að það væri ekki sæmandi stjórnvöldum gagn- vart öryggi sjómanna að láta slíkt koma til framkvæmda. Myndi Slysavarnafélagiðmót- mæla þessu ef til kæmi. Þá hafa ýmsir aðilar i A-Skaftafellssýslu, svo sem sýslumaður, sveitastjórnir, Björgun- arfélag Hornafjarðar, Verkalýðsfélagið Jökull og samtök sjómanna sent formlega áskorun til stjórnvalda um að gera hér engar breytingar á. Segja þeir að lokun Hornafjarðarradíós að næturlagi, myndi mjög draga úr öryggi og þjónustu við báta og löggæslu, svo og torvelda mörgum íbúum sýslunnar að ná til læknis. Leiða þeir rök að því að þjónusta um Gufunesradíó geti aldrei komið að fullu í stað þjónustu á staðnum. Einnig hafa starfsmenn loftskeytastöðv- anna á Isafirði, Siglufirði, Neskaupstað, Höfn og Vestmannaeyjum skrifað póst- og símamálastjóra bréf þar sem þeir láta í ljós álit sitt á þessu máli vegna ummæla hans í Dagblaðinu nýlega um að „næturvaktirnar falli undir óarðbæra starfsemi í rekstri stofn- unarinnar.“ Benda þeir á að starfsemi strandstöðvanna hafi ekki verið hugsuð sem ágóðafyrirtæki, heldur öryggisþjónusta. Telja þeir jafnframt að þessi ummæli póst- og símamálastjóra standist ekki og aðstrand- stöðvarnar standi undir sér. Flutning nætur- þjónustunnar telja þeir mjög varhugaverðan og mikla hættu á að það stórskaði öryggi sjómanna. Miklu geti munað að staðarkunnugir menn séu á stöðvunum verði slys að nætur- lagi, en ekki menn í allt öðrum landshluta. Skora starfsmennirnir á stofnunina að hætta strax við þær áætlanir að fjarstýra næturþjónustunni. Á fundi Félagsráðs F.Í.S. 30. janúar s.l. var einróma samþykkt ályktun, þar sem lýst var yfir andstöðu við hugmyndir stofnunar- innar í þessu efni og minnt á að strandstöðv- arnar gegni mikilvægu öryggishlutverki sem ekki megi draga úr, og jafnframt skorað á póst- og símamálastjóra að falla frá þessum hugmyndum. Daginn eftir Félagsráðsfundinn átti for- maður og varaformaður F.Í.S. ásamt fulltrúa starfsmanna strandstöðvanna fund með póst- og símamálastjóra, afhentu honum bréf starfsmannanna og ályktun Fé- lagsráðs og skýrðu málið frá sínusjónarmiði. Póst- og símamálastjóri skýrði málið frá sjónarhóli stofnunarinnar og kvað þetta gert í sparnaðarskyni og að ekki yrði um skerð- ingu á þjónustunni vegna þessarar breyting- ar. Aðspurður hafði hann þó engar tiltækar tölur um hver sparnaðurinn yrði eða hvað breytingin myndi kosta. Hann lofaði að at- huga málið nánar og láta kanna betur ýmis mótrök í málinu, sem fram komu á fundin- um. Þá hét hann því að samráð yrði haft við félagið og starfsmennina um frekari fram- vindu málsins. Á.G. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.