Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 Fréttir DV Hljjóp og hljóp Vinningshafi ofurmara- þons í Vín í Austurríki hélt áfram að hlaupa eftir að hafa komið fyrst í mark á nýársdag. Hún hvarf fljót- lega sjónum aðstandenda hlaupsins sem ætluðu að heiðra hana með veglegum verðlaunum. Furðulegt háttarlag vinningshafans kom aðstandendunum í opna skjöldu, en fljótt kom í ljós að konan hafði hringt í vinnuna sína og sagst vera veik til að geta tekið þátt í hlaupinu. Af ótta við að missa vinnuna hljóp hún því áfram, ffamhjá mynda- vélum og vinningnum. Sjeik lést í Astralíu Forsætisráðherra og varaforseti Sameinuðu ar- abísku fursta- dæmanna, sjeik Maktoum bin Ras- hid al-Maktoum, lést árla dags í gær íÁstralíu. Hann var hálfsjötugur að aldri og hafði þjáðst af hjartakvillum um árabil. Hann hafði alltaf haldið sig til hlés á fjölmiðavettvangi, meðal annars til að gefa yngri bróður sínum tæki- færi á að stjórna hinu dag- lega lífi í landinu. Ákveðið hefur verið að heiðra minn- ingu hans með 40 daga sorgartímabili meðal þjóð- arinnar. Úr gleðií sorg Eftir að fregnir spurðust út í gær um að námuverka- mennirnir 13 sem lokuðust inni í námugöngum í Vest- ur-Virginíu væru á lífi brut- ust út mikil fagnaðarlæti meðal ættingja og björgun- armanna. Gleðin varð þó skammvinn þar sem um leiðinlegan misskilning var að ræða. Einungis einn námuverkamaður fannst á h'fi og liggur nú þungt hald- inn á sjúkrahúsi. Á nýársdag varð gestum sem voru á leið í veislu til rokkarans Bryans Harvey og Qölskyldu illilega brugðið. í staðinn fyrir veislugleði og Qölskyldumatarboð blasti við gestunum lögregluteip og sírenur lögreglu- og slökkviliðsbíla. Fjölskyldan hafði verið bundin, kefluð og skorin á háls. Annar helmingur hljómsveitarinnar House of Freaks, Bryan Harvey, fannst látinn í kjallara heimilis síns ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur ungum dætrum í Richmount í Vancouver í Bandaríkjunum. Þau höfðu verið myrt, skorin á háls. Það var hinn helmingur hljómsveitarinnar, Johnny Hott, sem tilkynnti lögreglunni um að ekki væri allt með felldu. Óhugnanleg sjón blasti við Johnny Hott, öðrnrn meðlimi hljóm- sveitarinnar House of Freaks, jaðar- hljómsveitar sem var vinsæl á níunda áratugnum, á nýársdag. Hann var ásamt ungri dóttur sinni á leiðinni í árlega nýársveislu til Bryans Harvey, félaga sins úr hljóm- sveitinni. Líkin geymd í kjailaranum Þegar Johnny fékk engin svör og varð var við að reyk lagði frá húsinu var honum illa brugðið og hringdi á lögregluna. Slökkviliðsmenn sem kvaddir voru á staðinn gengu fram á lík allrar fjölskyldunnar í kjallara hússins; Bryans, eiginkonu hans Katherine og dætra þeirra, Stellu níu ára og Ruby fjögurra ára. Fjölskyldan hafði verið bundin, kefluð og skorin á háls. Morðinginn hafði svo ætlað að kveikja í húsinu og afmá þar með sönnunargögn. Getgátur aðstandenda Á bloggsíðum fólks sem kannað- ist við hjónin hans hafa þegar komið fram getgátur um ástæðurnar fyrir þessum hrottalegu morðltm. Á einni af bloggsíðunum er því haldið fram að. þau hjónin hafi nýlega verið að reyna að hjálpa ættingja að losna við fíloiiefnavandamál og -skuldir og líkur leiddar að því að morðin tengist eiturlyfjumá einhvem hátt. Nágranninn hitti eiginkonuna Haft var eftir nágranna sem sá húsmóðurina, Katherine, síðast á lífi um tíuleytið á nýársmorgun að hún hafi verið mjög föl og virkað mjög hikandi þegar hún tók á móti eldri dóttur sinni þegar henni var skutlað heim eftir að hafa gist hjá vinkonu sinni um nóttina. Sumir telja að óhugnaðurinn hafi þegar verið hafinn sem myndi útskýra af hverju Katherine hafi verið svona föl og úr jafnvægi. Lögreglan í Richmont, heimabæ fjölskyldunnar, sem nú rannsakar málið segir að ekki hafi fundist merki um innbrot en rannsókn málsins sé á byijunarstigi. rap@dv.is Hljómsveitin House of Freaks Johnny Hott er til vinstri og Bryan i Harvey heitinn til hægri. Myndin er tekin á níunda áratugnum. Victory böð með eða án nudds í úrvali Fosshálsi 1 110 Reykjavík simi 525-0800 www.baðheimar.is Margra ára bandarískri rannsókn lokiö Atkins-kúrinn virkar ekki á konur Víðtæk bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að Atkins-kúrinn víðfrægi virkar ekki á konur. Atkins-kúrinn felst í því að fólk sem er á honum sleppir því að borða kolvetnaríkan mat eins og brauð, pasta, hrísgrjón og kartöflur en borðar þess í ,, stað kolvetnissnauðan mat eins og kjöt, rjóma, beikon og egg. «Fylgismenn Atk- ins-kúrsins hafa oft haldið því fram að fitusnautt og kolvetna- ríkt fæði auki þyngd fólks og leiði Ásmund Stefánsson Rlkissdttasemjari boð- aði Atkins-fagnaðarer- indið hér á landi. ekki til megr- unar. Rannsókn- in var gerð á 49 Dr. Robert Atkins Boðaði umdeildmegr- unarfræöi. Sumir segja aö megrunin hafi farið með hann I gröfma. þúsund Bandaríkjamönnum á nokk- urra ára tímabili, frá árinu 1993 til 1998 auk þess sem fylgst var með konunum allt til í ágúst 2004. Rannsóknin fór þannig ffarn að annar hópurinn neytti matar með eðlilegu fituinnihaldi meðan hinn hópurinn minnkaði við sig af fituríku fæði og jók neyslu á grænmeti, ávexti og komi. í báðum hópum var þyngdartap mest hjá þeim konum sem minnkuðu við sig fitu og kolvetnasnautt fæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.