Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 Sport DV Di Canio hættir fasistakveðjum Paolo Di Canio hefur ákveðið að hætta að heilsa stuðnings- mönnum Lazio að sið fasista eins og hann hefur gert und- anfamar vikur og mánuði. Hlaut hann gíf- urlega mikla gagnrýni fyrir víða að og á meðan jólafríi ítölsku deildar- innar stóð fékk hann tækifæri til að hugsa sinn gang. Hann ákvað að sitja á sínum skoðun- um hvað þetta varðar og hlífa félaginu við þeirri umræðu sem hefur hlotist af uppátækj- um hans. Roberttil Benfica Franski miðvallarleikmað- urinn Laurent Robert var í gær seldur frá Newcastle til portúgölsku meistaranna í Benflca. Robert er búinn að vera í láni hjá Portsmouth í haust en þegar hann neitaði að sitja á varamannabekk liðsins í leik í október þar sem hann var ekki valinn í byrjun- arliðið stimplaði hann sig úr liðinu. Robert lenti líka oft upp á kant við Graeme Sou- ness, knattspymustjóra Newcastle, sem er væntaniega feginn að losna við kauða. Parkerfráí fimmvikur Scott Parker, leikmaður Newcastie, verður frá næstu fimm vikumar vegna hné- meiðsla sem hann hlaut í leik þann 17. desember. Nú hefur komið í ljós að Parker þarf að gangast undir aðgerð á hnénu. Fyrir skömmu braut Michael Owen bein í fæti og þá er Shola Ameobi einnig frá, sem og Emre, Kieron Dyer, Steven Taylor og Stephen Carr. Þá verður Lee Bowyer í banni næstu tvo leikina. ■wíwjk r-.-n.".. Keaneverður samurvið sig Brian Kerr, fyrmm lands- liðsþjálfari íra og maðurinn sem sannfærði Roy Keane að gefa aftur á sér kost í landslið- ið árið 2004, segir að menn þurfi ekki að óttast að Keane verði eitthvað „linur" í leikj- um Celtic í vetur. „Þrátt fyrir öU þau meiðsli sem hann hef- ur orðið fyrir á sínum ferli mun Roy gefa sig allan í leik- ina. Hann mun ekki breyta þeim leUcstfl sem hann er svo þekktur fyrir." Guðjón Skúlason hefur heldur betur komið sér inn í hringiðu íslenska körfubolt- ans að nýju á síðustu vikum. Fyrst tók hann við þjálfun islenska kvennalandsliðs- ins og á föstudaginn var tók hann skóna ofan af hillunni og spilaði sinn fyrsta úr- valsdeildarleik í tvö og hálft ár. 399. leikur Guðjóns Skílasonar Aðems sex leikir i metið hans Teits Teitur Örlygsson á leikjametið í úrvalsdeild karla í körfubolta en hann lék 405 leiki fyrir Njarðvík á árunum 1983-2003. Valur Ingi- mundarson, núverandi þjálfari Skallagríms, á að baki 400 leiki en Guðjón átti aðeins tvo leiki í 400. leikinn þegar hann spilaði sinn síðasta deildarleik „í bili“ gegn Snæfelli 6. mars 2003. Guð- jón átti síðan eftir að lyfta fslandsbikarnum í fjórða sinn 35 dög- um seinna eftir 3-0 sigur Keflavíkur á Grindavík í lokaúrslitunum um titilinn. „Auðvitað er stefnan á að slá það met fyrst að maður er nú byrjaður aftur. Það eru einhverjir fimm leikir á næstunni þannig að þetta gæti dottið fljótlega," segir Guðjón Skúla- son þegar hann fékk að vita að aðeins standi sex leikir á milli hans og leikjametsins í úrvalsdeild karla en það er í eigu Njarðvíkingsins Teits örlygssonar en þeir félagar hafa háð margar frábærar rimmur í gegnum tíðina. Spilaði í 2. deildinni í vetur Guðjón Skúlason hóf tímabilið með Létti í 2. deildinni en skipti aftur yfir í Keflavík í lok nóvember. „Ég er búinn að vera að spila aðeins í 2. deildinni í vetur. Síðan vantaði bara menn á æfingar í Keflavík og ég fór að mæta. Það voru meiðsli og hitt og þetta sem orsökuðu það en sfðan vorum við bara tólf sem vorum að æfa og þá var bara ákveð- ið að ég myndi fylla upp í leik- mannahópinn á meðan. Ég var sáttur þegar ég hætti vorið 2003 og var þá líka orðinn mjög þreyttur í skrokknum. Ég er hins vegar endur- nærður eftir þessi tvö ár og skrokk- urinn er í fínu lagi í dag. Eg var þó ekkert búinn að plana þetta því þetta datt eiginlega bara í fangið á mér,“ segir Guðjón en framundan eru margir leikir í janúar en Keflavíkurliðið gæti alls leikið níu leiki í þessum mánuði, sjö í deildinni og tvo í bikarkeppninni. Guðjón á listunum í sögu úrvalsdeildar karla: LEKIR: 3. sæti með 399 leiki, 6 leikjum á eftir Teiti Örlygssyni. SJIG: 2. sæti með 6625 stig, 730 stigum á eftir Val Ingimundarsyni. ÞRIGGJA STIGA KÖRFUR: 1. sæti með 959þrista, 217 fleiri en Teitur örlygsson. í Heldur mönnum við efnið „Ég sé til hvert fram- haldið verður. Það væri allt í lagi að klára tíma- bilið en þetta verður örugglega út janúar því þá ætti okkar Bosman-maður að vera orðinn löglegur. Það er fínt að hafa svona tólfta, þrettánda mann sem getur haldið mönnum við efnið," segir Guðjón en hann hefur verið aðstoð- arþjálfari Sigurðar Ingimundarsonar í vetur. „Ég ætla mér ekki neinar rósir inn á vellinum, ég ætla að leyfa mönn- um að fá það sem þeir hafa verið að vinna fyrir í allan vetur. Ég ætía að veita þeim ákveðið aðhald á æfing- um og bæta aðeins í reynslubank- ann hjá liðinu," segir Guðjón sem ætíar sér þó að spila eitthvað. „Það hlýtur að vera að maður fái að kom- ast eitthvað inn á völlinn. Þegar ég verð kominn í gang þá fær maður einhverjar mínútur. Ég vissi alltaf af því að ég ætti 40 þriggja stiga körfur í þá þúsundustu en ég þarf að vera hel- víti dugleg- ur ef ég ætla að ná því," segir Guðjón í léttum tón en hann hefur skorað 959 þriggja stiga körfur í þeim 399 leikjum sem hann hefur spilað í úrvalsdeild eða 2,4 að meðaltali í leik. Tvö stig án þess að spila eina sekúndu Byrjun Guðjóns var skemmtileg því hann var búinn að skora tvö stíg áður en hann lék sína fyrstu sekúndu. Guðjón kom inná þegar ein mín- úta og 32 sekúndur voru eftir af leiknum og setti niður tvö vítaskot vegna tæknivillu sem dæmd var á Njarðvíkinginn Jeb Ivey. Þrátt fyrir að vera ískaldur setti hann bæði vítin með sannfærandi hætti í körfunni en náði hins vegar 4 ekki að setja niður þau tvö skot sem hann tók síðan á þessum lokasekúndum leiksins. Ekkert smeykur um framhaldið „Ég er alls ekkert smeykur um fram- haldið þó að við höfum tapað illa í síð asta leik gegn Njarðvík. Ef við vinnum þessa tvo leiki sem við eigum inni þá er liðið við toppinn og ef við höldum okkur þar fram að úrslita- , keppni þá þekki ég mitt lið það vel að menn koma með allt sem þarf til inn í úr- slitakeppnina. Við þekkjum þá baráttu mjög vel og vitum alveg hvaða leiki við þurfum að vinna I Tók við fslandsbikarn- I um í fjórða sinn Guðjón Skúlason kvaddi Keflavlkurliðið á slnum tíma með þvíað taka við \ Islandsbikarnum eftirsig- ur á Grindavík 10. april 2003. Þetta var í fjórða sinn sem hann lyfti bik- arnum en enginn hefur lyft honum oftarsem fyrir■ liði Islandsmeistara. 400. leikur Guðjóns í úr- valsdeild I kvöld Guðjón Skúlason hefur tekið fram LahC skóna á nýjan leik og spilar sinn 400. leik gegn lR á Sunnu- brautmni I kvöld. þegar þar að kemur, segir Guðjón að lokum. Það fer fram heil umferð í Iceland Express-deild karla í kvöld því auk leiks Keflavíkur og ÍR mæt- h ast Skallagrímur og Njarðvík, Hamar/Sel- foss og Snæfell, Hauk- ar og Grindavík, Þór ^ Akureyri og Hött- ur og KR og I Fjölnir. ooj@dv.is 1. TeiturÖrlygsson 2. Valur Ingimundarson Njarðvík 405 leikir Njarðvík,Tindastóll, Skallagrlmur 400 leikir 3. Guðjón Skúlason Keflavik, Grindavík 399 leikir 4. Marel Guðlaugsson Grindavík, KR, Haukar 379 leikir 5. Guðmundur L. Bragason Grindavík, Haukar 348 leikir 6. Jón Arnar Ingvarsson Haukar, Breiðablik 339 leikir 7. Pétur Ingvarsson Haukar, Hamar 335 leikir 8. Friðrik Ragnarsson Njarðvík, KR 327 leikir 9.Tómas Holton Valur, Skallagrímur 319 leikir 10. Kristinn Geir Friðriksson Keflavík, Þór Akureyri, Skallagrímur,Tindastóll,Grindavík 317 leikir 10. Pétur R. Guðmundsson Grindavfk, Tindastóll 317 leikir Hvenær bætir Guðjón metiö hans Teits? Fim. 5. jan. 2006 Keflavík 19.15 keflavtk - 1R Þri. 10. jan. 2006 Lgilsstaðir 19.15 Höttur - Kefiavík Fim. 12. jan. 2006 Keflavík 19.15 Kefiavík- Hamar/Self. Þri. 17. jan. 2006 Egilsstáðiv 19.15 Höttur- Hamar/Self Fim. 19. jan. 2006 Borgarnes 19.15 Skallagrímui - Keflavík Fim 26. ian 2006 Kefiavik 19.15 Kefiavík Snæfell (nietið jafnað! Suu. 29. jan. 2006 DHl Uofiin 19.15 KR Kefiavík (metið fellur F'im. 9. feb. 2006 Kefiauk 19 15 Keflavík - Höttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.