Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Síða 27
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 27
DV Fréttir
Lesendur
1968—Vorið
Alexander Dubcek tók við völd-
um í Tékkóslóvakíu af stalíníska
einræðisherranum Antonin No-
votny þennan dag árið 1968.
Dubcek hóf að innleiða það sem
varð kallað Vorið í Prag, byltingu í
átt til frelsis b.yggða á hugmynda-
fræði sem Dubcek kallaði „komm-
únismi með mannlega ásjónu.“ í
henni fólst málfrelsi og frelsi til
handa pólitískum andstæðingum.
Mikil ánægja var meðal lands-
manna vegna þessara breytinga
Dubcek. Þann 20. ágúst sama ár
svöruðu Sovétríkin þessari um-
bótastefnu
Dubcek með
því að ráðast
inn . í
Tékkóslóvakíu
með 600.000
manna herliði.
íbúar Prag gáfu
ekki auðveld-
lega eftir en
óskipuleg mót-
mæli stúdenta máttu sín lítils gegn
ofurafli sovéska hersins. Næstu 20
ár var landinu stjórnað af lepp Sov-
étríkjanna, Gustav Husak, sem
endurskipaði kommúníska stjórn
og afnám allar umbætur Dubcek.
Við fall kommúnismans í desem-
ber 1989 hrökklaðist Husák frá
í dag
eru Z5 ár síðan fyrsta
barnið fæddist á Land-
spítalanum, en hann
hafði verið tekinn í
gagnið tveimur
vikum áður.
völdum og við tók Dubcek sjálfur, í
hlutverki forseta þingsins. Eitt af
fyrstu verkum hans var að skipa
leikskáldið Vaclav Havel forseta
landsins. Hann varð frægur á tíma
vorsins í Prag, en eftir innrásina
voru leikrit hans bönnuð og vega-
bréf hans afturkallað af stjórnvöld-
um.
Ur bloggheimum
Hvaðerað því?
„Fjölkvæni er víst furðulegt,
eiginlega ósiðlegt efég skil
fólk rétt. En hvað er eigin-
lega athugavert við fjöl-
kvæni?Fleiri en ein fullorðin
manneskja ákveða að gera með
sérsamning um að búa saman, reka
heimili og jafnvel fæða og ala upp börn.
Ég sé bara ekkert athugavert við það, svo
lengi sem fólki langar til þess og allir eru
sáttir."
Matthías Ásgeirsson - orvitinn.com
Gling gló i Boston
„Ég fór I French Connection búðina á
Newburyá laugardaginn... varbara eitt-
hvað að kíkja uppá gannið... ég var búin
að vera innl búðinni I svona hálfa mínútu,
og þá heyrði ég allt I einu 'Gling gló, klukk-
an stóJég vissi ekkert hvernig ég átti að
haga mér, þau voru að spila lag á íslensku
I búðinni... ég var bara ein þannigað ég
gat ekkert sagt neitt við neitt, og varþá
bara eitthvað ein brosandi og
hlæjandi og horfandi eitt-
hvaðá hátalarana.. ég vissi
ekkert hvernig ég átti að
vera... kellingin sem var að
vinna var farin að stara á
mig og ég eitthvaþ 'lt's in
lcelandicll' ..henni gat ekki verið meira
sama og hélt bara afram að gjóa augun-
um að mér eins og ég værí einhver algjör
vírdó."
Kristín - blog.central.is/kristiniboston
Afeinni sjónvarpsstöðinni
„Þáttastjórnandinn.sem ermeð eindæm-
um lélegur og leiðinlegur var á flakki um
höfuðborgina og tók enn leiðinlegra og
lélegra fólk tali, en sá viðmælandi sem var
hvað daprastur var sölumaður Ifatabúðí
Hafnarfirði. Þessi sölumaður varð þess
valdandi aðéger ALDREI aftur í þessa
búð, það lá við að ég kastaði upp kvöld-
matnum við að horfa og hlusta á þetta
viðrini. Tökum dæmi um það sem fíflið
sagði þegar harín var aðtala um skyrtur I
búðinni:„Þessar skyrtur t.d. eru
alveg glænýjar og nýjasta
nýtt og nýkomnar I búðina
okkar, annað eins hefur
bara aldrei sést, hver vill ekki
ganga I svona skyrtu, svona
teinóttarmeð flottum hnöpp-
um". Ok, þetta ersvo sem I lagi ef
hann hefði ekki endað sölumennskuna á
eftirfarandi orðum,, HVER MAN EKKIEFTIR
ÞESSU LOOKI". Fáviti, er töffað hanna ný
föt, I eldgömlum stll og segja svo að ann-
að eins fyrirfinnist ekki á jörðinni og hafí
aldrei gert - FÁVITI."
Hjalti -hgret.blogspot.com
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og táta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Hundrað tonn af flugeldum
í bílskúrnum heima
Katrín skrifar:
Það sló mig nú ekkert sérstaklega
að horfa á fréttir þess efnis að flug-
Lesendur
eldageymsla í Hveragerði hafi
sprungið í loft upp. Þetta er farið að
gerast á ári hverju. Síðast „sprakk"
hús í Njarðvík sem geymdi flugelda.
Næst verður það eflaust einn sölu-
staður. Ég skil bara ekkert í þessu.
Af hveiju eru ekki settar neinar
reglur hvað varðar meðhöndlun og
geymslu þessara flugelda? Er öllum
leyft að vappa um þetta með eldspýt-
ur í efrmi hendinni og zippo-kveikjara
í hinni? Ég hef heyrt af ýmsum flug-
eldageymslum. Til að mynda einni í
Garðabæ sem er við hliðina á leik-
skóla, ein í stóru timburhúsi við íbúa-
byggð í Keflavík og önnur á Akureyri.
Björgunarsveitimar reyna eflaust eftir
fremsta megni að verja sína flugelda
en hvar geyma einkaaðilamir sínar
bombur?
Ég veit um einn sem býr í götunni
minni sem er flugeldaóður og hann
kaupir oftast hálfan fjömtíu feta gám
fullan af flugeldum. Daginn fyrir ára-
mót þá hleður hann þessu inn í bíl-
skúrinn heima hjá sér. Og hver fylgist
með því? Ekki neinn. Hvemig væri nú
ef þeir sem hafa yfimmsjón með flug-
eldainnflutningi hingað til lands sæt-
ust niður og ákveddu reglur hvað
þetta varðar hið snarasta? Áður en
nágranni minn sprengir mig og hina
íbúana í loft upp.
Bruni i Hveragerði Flugelda-
geymsla sprakk nánast i loft upp I
Hveragerði á dögunum. Lesandinn
vill reglur um geymslu flugelda.
Geir skrifar:
Ég starfa á sjoppu í Reykjavík og er bara hreyk-
inn af því. Er reyndar enn í skóla enda er menntun
af hinu góðu en ég vinn við að afgreiða pulsur með
tómat, sinnep og steiktum inn á milli lærdóms og
svefns. Fyrir að afgreiða fæ ég um 50 þúsund krón-
ur á mánuði sem er ágætur vasapeningur fýrir mig.
Ég hef unnið þama í rúma sex mánuði sem er
mánuði lengur en Ragnhildur Geirsdóttir starfaði
sem forstjóri FL Group. Hún fékk 130 milljónir frá
■IHMBnM fyrirtækinu
þegar hún
lét af störfum. Hún vann þar í fimm mánuði.
Ég get rétt svo ímyndað mér það að í svona
starfi tekur það eflaust meira en háíft ár að komast
í gang - svo stórt er fyrirtækið. En Ijóshærða stelp-
an fékk 130 milljónir. Eflaust meira en ég mun
þéna yfir alla ævina. Peningamálin á fslandi em
mgl. En af allri þessari geðveiki fékk ég ágæta hug-
mynd. Þegar ég hætti á sjoppunni þá ætla ég að
fara fram á starfslokasamning. Ég vill alla vega
tvær milljónir fýrir mína sex mánuði. Það er bara
skiptimyntin hjá henni Ragnhildi. Ég meina, ekki
gemr bilið á milli manna verið svo mikið á íslandi.
GeirÁgústson
ræðir um markmið
stjórnsýslunnar.
Kosningar
framundan
Nú er greinilegt að kosningar
em framundan í sveitarfélögum
' landsins. Þetta veldur mismunandi
viðbrögðum hjá sveitarstjórnum
landsins. Sumar gefa eftir fjárþörf
sína með því að lækka útsvar eða
ýmis gjöld á íbúa sína. Aðrar henda
pening í átt að hávæmstu þrýsti-
hópunum og vona að þeir og aðrir
þegi. Ljóst er að fyrri aðferðin er
mun betri þegar til lengri tíma er
litið. Þeir sem beita þeirri aðferð að
borga fyrir þögn em ekki að lækna
nein mein eða eyða deilumálum
heldur plástra gmnd-
vallargalla á opin-
berri stjórnsýslu.
Hann er sá að
hið opinbera er
hvorki neyt-
enda- né mark-
aðsknúið fyrir-
bæri heldur aga-
tæki og samfélags-
mótari.
Leikskólakennarar í Reykjavík
þegja kannski ef þeir fá stærri hluta
af launum annarra í sína vasa rétt
fyrir kosningar. Framtíðarlausn á
launamálum leikskólakennara er
hins vegar sú sama og í öðmm at-
vinnugreinum í harðri samkeppni
um vinnuafl, það er að gera leik-
skóla háða ánægju viðskiptavina
sinna en ekki aðgangi að biðstofu
borgarstjóra. Meira að segja sósí-
alistarnir f Danmörku hafa áttað sig
á því að einstaklingsmiðuð launa-
kjör em leiðin til árangurs þótt
rekstrarforminu sé að öðm leyti
haldið í gíslingu hins opinbera. ís-
lendingar hafa engu ástæðu til að
vera kaþólskari en páfinn þegar
kemur að tröllatrú á stjómmála-
mönnum og vantrú á stjómendum
frjálsra fyrirtækja.
Tai chi - Kung Fu - Hugræn teygjuleikfimi
Opið hús frá 3.-7. janúar
§l|fc
fiiíivfiisb íieilstíiifid
Kynning á heilsutei
Fjölbreytt tilboð í gangi