Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 Ingvar E. Sigurðsson leikari og danshöfund ur Hann var einn þeirra sem kepptu til sigurs á Dansleikhússkeppninni i fyrrasumar. Menning DV Systur sýna nyrðra Krónikan At- vinnurekandi á fundi hjáOdd- fellow-reglunni. Sjónvarpsáhorfendur á Digital island og Breiðbandi geta nú um helgin svissað á DR1 og horft á fýrsta þáttinn (nýrri seríu af Krónikunni en fimm nýj- ir þættir hefja göngu sína á sunnudag kl. 20 að staðartíma. Þar hefst sagan að nýju þegar tvö ár eru liðin frá dauða sonar sjónvarpsfabrikkueigandans, þess sem nældi sér (jósku prestsdótturina fyrir margt löngu. Reyndar veröur margt fínt í boði á DR um helgina. Á sunnudag kl. 12.10 á staðartíma hefst röð heimildarmynda eftir Paul Mart- insen: Krigerneer hún kölluð. Þar er endurvakin gömul tilraun frá 1971 þegar bandaríski sál- fræðingurinn Philip Zimbardo réði hóp stúdenta við Stanford til að fara í leik. (gluggalausum kjallara var komið upp fangelsi og hópnum skipt í fanga og fangaverði. Hver maður fékk hlutverk og á sex sólarhringum tókst að breyta dagfarsprúðu fólki í kúgara. Hippar urðu hat- ursfullir ofbeldissinnar sem brutu félaga sína, fangana, skipulega niður. Martinsen endurtekur tilraun- ina á sunnudag. Hvað er grunnt á illskunni í okkur: úr hálfu þús- undi sjálfboðaliða eru valdir venjulegir menn í hóp sem fer í leik fyrir framan tökuvélar. Þeim er skipt í lið sem keppa í alvöru „stríði". Skráning atburðanna leiðir (Ijós að það er ekki til- tökumál að umbreyta. Martin- sen kallar rannsókn sína leit að illskunni í okkur öllum. Kynnlngar á ýmsum þeim evr- ópsku rásum sem í boði eru á stafrænu stöðvunum eru fá- breyttar ((slenskum fjölmiðlum en allar þessar stöðvar halda úti vönduðum dagskrársiðum á vefnum sem auðvelt er að elta uppi gegnum leitarvélar. Á mörgum þeirra eru líka tenglar inn á útvarpsstöðvar þeim tengdar sem bjóða uppá streymi um vef. Áhugasamir menn um heiminn handan hafsins geta fylgst með stærri miðlum en þeim sem hér eru í boði. limsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is A laugardag þann 7. janúar kl. 16 opna Ingileíf og Aslaug Thorlacius sýningu i Gallerí + á Akureyri. Áslaug sýnir Ijósmyndir og teikningar af islenskum blóm- um en Ingileif sýnir myndbandsverk um hund sem fæddur er á Akureyri. Þess má geta að þær systur eiga sjálfar rætur að rekja til Eyja- fjaröar og nærliggjandi sveita og eru þannig komnar heim á sinn hátt. Allir eru hjartanlega velkomnir á opnun þeirra en Galleri + er til húsa að Brekku- götu 35. Það er opið laugar- daga og sunnudaga milli kl. 14og 17 og eftir samkomu- lagi þar til sýningunni lýkur sunnudaginn 29. janúar. Danskir iðnrekendur vilja auka hlut framleiðenda í einkarekstri í dagskrá Danska Ríkisútvarpsins. íslenskir framleiðendur hafa lengi haft þá kröfu uppi gagnvart Ríkisútvarpinu en talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Ríkisútvnpp skal vera drii- kranur fvrir framleiðendur Danska Ríkisútvarpinu ber að láta sjálfstæða framleiðendur vinna stærri hluta af dagskrárefnis sínu, segja Samtök danskra iðn- rekenda í nýrri stefnuskrá um fjöl- miðla sem kynnt var á mánudag samkvæmt fréttum Politiken. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnrekenda, Paul Scheuer, orðar það svo: „Danska ríkis- útvarpið á að vera drifið f eiginleg- um dönskum fjölmiöla- iðnaði. Því á stofnun- in að J son útvarps- I stjóri Ókunnur I er vilji hins nýja I embættismanns ] til að færa verk- I efni til einkaað- | ila. færa fleiri störf til einkaaðila en hún gerir í dag. Það myndi leiða til jákvæðrar þróunar í atvinnugrein sem býr yfir verðmætri þekkingu sem Danska ríldsútvarpið getur nýtt sér." Samkvæmt frásögn Politiken er í starfssamningi Dan- marks Radio gert ráð fyrir að 12% af dagskxá sé framleitt af einkafyr- irtækjum. Samtök iðnaðarins vilja að það hlutfall hækki í 25% á næstu árum. Sömu reglur skuli gilda um TV2. í stefnuskrá iðnaðarins er full- yrt að Ríkisútvarpið leggi of ríka áherslu á eigin framleiðslu og skekki þannig aðstæður á mark- aði. Þá leggja iðnrekendur ríka áherslu á að ríkisútvarpið haldi sig frá dagskrárgerð sem einkastöðvar ráðist helst í. Samkeppni sem haldið sé uppi af afnotagjöldum eigi ekki rétt á sér. Umræða í Danmörku endur- speglar deilur sem hafa ratað inn í hvíta bók Verkamanna- flokksins í Bretlandi, en þar hafa stjómvöld neytt risann á breskum fjölmiðlamark- aði til að bjóða æ meira út af dagskrárframleiðslu. Á sínum tíma var einka- stöðin Channel 4 sett á stofn beinlínis til að styrkja einkarekstur í framleiðslugeiranum. Hér á landi hefur það verið ósk framleiðenda um árabil að Ríkisútvarpið gerði meira af því að kaupa framleitt efni frá einka- fyrirtækjum. Það hefur verið yfir- lýst skoðun ýmissa áhrifamanna í innlendum framleiðsluiðnaði, eins og Hrafns Gunnlaugssonar og Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- maður Villað litið sé á Rikisútvarp sem veitu fyrir sjálfstæöa framleið- endur. Jón Þórs Hannessonar, að Sjónvarpið ætti að leggja áherslu á að kaupa eins mikið inn og mögulegt er frá innlendum framleiðend- um. íslenskir stjómmáiaflokk- ar hafa myndað skjaldborg um rekstur ríkisútvarps - Sjónvarps og Hljóðvarps - og ekki mátt heyra að á stofnun- ina yrðu lagðar þær kvaðir að tiltekið hlutfall dag- skrár væri framleitt utan Efstaleitis. Ekki er tekið á þessu forna álitamáli í nýju fmmvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið hf. Þorgerður Katrfn ráð- herra Nýtt frumvarp um Rik- I isútvarp tekur ekki á skyldum , þess gagnvart framleiðslu- iðnaðisem stendurá brauð- fótum. Dansleikhúskeppni haldin í fjórða sinn Fyrir þremur ámm tóku Leikfé- lag Reykjavíkur og íslenski dans- flokkurinn höndum saman og kölluðu eftir hugmyndum um ný verk þar sem leikurinn og dans- inn, orð og æði, rynnu saman í eina slóð: nýtt fyrirbæri, dansleik- húsið, kallaði eftir nýjum hug- myndasmiðum og höfundum. Nú er kallað í tómið í fjórða sinn: Leik- félag Reykjavíkur og íslenski dans- flokkurinn óska eftir hugmyndum að dansleikverkum fýrir blandað- an hóp leikara og dansara. Tilgangurinn er að styðja undir dansleikhúsformið og kanna möguleika þess. Hug- myndin í ár er að taka enn eitt skrefi í átt að öflugu íslensku dansleikhúsi þar sem eitt verk verður valið til frekari þróunar að keppni lokinni. Keppnin fer fram í fjór- um skrefum: „Fáðu hug- mynd að verki sem sameinar leikhús og dans og sendu hugmyndina og upplýsingar um þig til Borgarleikhússins fýrir 27. janúar 2006" segir í fréttatilkynningu LR og fd. Tólf til fjórtán hugmynd- ir verða valdar til frek- ari þróunar. Af þeim verða síðan sex til hugmyndir valdar til útfærslu með þátttöku lista- manna íd og LR. Boðið er upp á að- stöðu í Borgar- leikhúsi til vinnslu verksins. Síðasta skrefið er svo hið árlega keppniskvöld haldið á Stóra sviði Borgarleik- hússins í júní. Skipuð dómnefnd veitir þrenn verðlaun og áhorf- endur þau fjórðu. Aðstandendur, íd og LR, velja síðan eitt verk til frekari þróunar. • Útlistun á hugmynd ásamt upplýsingum um höfund/höf- unda skal merkja „dansleik- húskeppni" og senda með tölvu- pósti til borgarleik- hus@borgarleikhus.is fýrir 27. janúar 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.