Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Page 39
DV Síðast en ekki sist FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 39 Spurning dagsins Hvað finnst þér um starfslokasamninga FL Group? Þetta er geðveiki „Mér finnst þetta vera geðveiki. Þetta er komið úr takti við allt annað í þjóð- félaginu." Þórveig Hjartardóttir húsmóðir. „Þetta er bara skandall, þetta er allt ofmikill peningur sem þau eru að fá." Svavar Frið- riksson heildsali. , „Ég hefbara ekki kynnt mér málið nógu vel." Lára Rosento „Þeir réðu þessu svo sem þar sem þetta er einka- hlutafélag. En rík- isstjórnin ætti að taka upp þrepa- skatt til að koma í veg fyrir þetta." Þorleifur Vagnsson ellilífeyrisþegi. „Mér finnstþetta ai- gjörskandall og málið segirsig bara sjálft." Björn Blöndal Björnsson sölumaður. Starfslokasamningar FL Group hafa verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu. Greiddar voru út tæpar 300 milljónir króna til tveggja aðila. Annar hafði aðeins starfað hjá fyrirtækinu í fimm mánuði. Maddaman lærir aldrei Neytendasamtökin hafa verið vakin og sofin i því að benda á þá staðreynd að mat arverð er alltof hátt hér á landi. Þessvegna er með engu móti hægt að skilja, hversvegna Neytendasamtökin fá ekki fulltrúa í matar- verðsnefnd ríkis- stjórnarinnar. Hvers eiga neytendur að gjalda? Enn síður er það skiljanlegt í Ijósi þess að bændur fá fulltrúa í nefndinni. Bændur - en ekki Neytendasamtökin! Vitleysan ríður greinilega ekki við einteyming í Stjómar- ráðinu og kemur sos- um engum lengur á óvart. Vafalaust mun einhver leggja þetta út þannig að ég sé sérstaklega móti bændum. En ég er það síður en svo. Ég hef margsinnis tekið þátt í um- ræðum á Al- þingi um bætt kjör þeirra - og stund- um svo að mínum eigin flokksmönn- hefur þótt nóg um. Ég get hins vegar með engu móti komið auga á röksemdir fyrir þvi að bændur eigi að fá fulltrúa í nefnd sem vélar um beina hagsmuni þeirra - matarverðið - en ekki Neytendasamtökin. Sérhagsmunaflokkurinn Það er sjálfsagt að hafa sterkt samráð við þá þegar kemur að Össur Skarphéðinsson alþingismaður ritar á ossur.hexia.net. Sigurjón Kjartansson veltir fyrir sér hvort risastórir starfsloka- samningar séu ekki bull og vitleysa og réttara væri að láta forstjóra vera á venjulegum þriggja mánaða uppsagnarfresti. I Það er ekki óhugsandi að einhvern tímann í gær hafi Ragnhildur Geirsdóttir sent frá sér yfirlýsingu um að hún hafi ákveðið að afþakka rausnarlegan starfsloksamning sinn við FL Group eftir umræðu undanfarinna daga. Ég slæ því sisvona fram að það hafi gerst upp úr hádegi i' gær, þar sem þessi pistill er skrifaður í gærmorgun. Þá er líklegt að þetta hafi verið fyrsta frétt í gærkvöldi, hún neitað að tjá sig frekar, sem og stjórnarmenn hjá FL Group og Jóhanna Sigurðardóttir verið sú eina sem fékkst til að tjá sig. Jóhanna hefur örugglega fagnað þessu í aðra röndina en í hina haft áhyggjur af stöðu mála. En svo er líka ekki óhugsandi að Ragnhildur hafi tekið þá afstöðu að „take the money and run“. Hún er þá væntanlega líkleg til að flytja af landi brott. Ólíklegt er að henni sé vært hér á skerinu eftir þetta havarí. Gæti verið erfitt fyrir hana að fá heim til sín iðnaðarmann sem rukkar minna en tvær milljónir fyrir heimsóknina. Það liggur við að ég vorkenni Ragnhildi. Er ekki einmitt dálítið forvitnilegt að einmitt nú skuli aUir rísa upp á afturlappirnar, konur og menn, stjómarandstæðingar og stjómarliðar, til að mótmæla svívirði- lega háum starflokasamningi fráfar- andi forstjóra. Það er ekki eins og þetta sé að gerast í fyrsta sinn. Stað- reyndin er hins vegar sú að nú á í hlut aðili með mannsandlit. Meira að segja huggulegt konuandht. Áður hafa þetta bara verið karlar í jakkafötum, sem almenningur finnur enga samkennd með. Fyrir almenningi eru þeir ekki mann- »Hvað aetlar kornuntr að SJOÍ Þe$ax búið er ■SSáSffi.ftssí180 Hara dóla eskjur \ Sér?“ heldur koma úr öðmm heimi. Þeir em geimverur og því ekkert við því að segja að þeir fái svívirðilega háa starfslokasamninga. En Ragnhildur er ekki geimvera. Hún er kona. En það er von að fólk sé hvumsa. Við stöndum nú frammi fyrir mjög einfaldri spurningu. Er ekki líklegra að FL Group mundi skila meiri hagnaði ef laun forstjóranna væri t.d. „bara“ ein miUjón á mánuði og starfslokasamn- ingar miðuðust við þriggja mánaða uppsagnarfrest, s.s. þrjár mUljónir? Þriggja mánaða uppsagnarfrestur byggir á því að það tekur venjulegan mann um þrjá mán- uði að finna sér aðra vinnu. Ég get ekki séð að hvati forstjóra tU að sjá fyrirtækið skUa hagn- aði væri eitthvað minni ef hann væri á þess- um kjömm. Hvað ætlar komung konan að fara að gera nú þegar búið er að tryggja henni miUjón á mánuði tU ævUoka (ef hún leggur þessar 130 miUjónir inn á vaxta- aukarerkning og lifir á vöxtunum og hreyf- ir ekki höfðustólinn)? Bara dóla sér? 1 Sigurjón Kjartansson ákvarðanatöku um leiðir til að lækka matarverð. En mér er mjög til efs að það sé æskilegt - eða eðlilegt - að þeir hafí sér- stakan full- trúa til að gæta hags- muna sinna í matarverðs- nefndinni. I þvi felst ein- faldlega ósköp augljós hagsmuna- árekstur. Og það er beinlínis ósanngjarnt að frjáls fé- lagasamtök, sem berjast sérstak- lega fyrir hagsmunum neytenda, skuli ekki fá fuíltrúa í matarverðsnefndinni - en beintengd hags- munasamtök séu þar sett inn á gafl. Framsóknarflokkurinn er greinilega alltaf reiðubúinn til að setja al- mannahags- muni skör lægra en sér-1 hagsmuni þeirra sem, hann telur. sig sérstak- ’ lega tengjast. Maddaman lærir aldrei. OFURÚTSALA ALLTAD 65% AFSLÁ TTUfí Leður sófasett 3ja sæta + 2 stólar frá kr. 99.000 Borðstofuhúsgögn og skenkar úr gegnheilu tekki á frábæru verði Virka daga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Sunnudaga frá kl. 13-16 Verið velkomin að Dalvegi 18. Sími 554 5333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.