Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 Fréttir DV Snarræði í flugi SAS-farþegaflugvél með 268 farþega var 40 sekúnd- um ffá árekstri við hol- lenska farþegaþotu frá KLM á laugardag. Atvikið er talið mjög alvarlegt þrátt fyrir að enginn hafi slasast um borð í vélunum tveimur. Það voru árekstrarvarar flugvél- anna sem vörnuðu árekstri vélanna. Þeir gáfú flug- mönnum SAS-vélarinnar boð um að hækka flugið og hollensku flugmönnunum að lækka flugið. Marglytta drepur í Norður- Queensland í Ástralíu lést sjö ára stúlka í gær eftir að hafa verið stungin af marglyttu. Hún hafði komið upp úr sjónum og fallið í yfirlið hjá foreldrum sínum. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús en lést eftir árangurslausar til- raunir lækna til endur- lífgunar. Jamie Seymour, læknir á sjúkrahúsinu, segir að þessar tegundir marglyttna séu meðal eitr- uðustu lífvera í heimi. Þær lifa á fiskum og smádýrum. Jesúsfyrir rétti ítalskur dómstóll á nú að skera úr um ára- tugalangt rifrildi tveggja skólafélaga sem hafa deilt um tilveru Jesú Krists. Þeir Enrico Righi og Luigi Casci- oli eru á áttræðisaldri núna og höfðu valið hvor sína lífsleiðina, Righi sem prest- ur og Cascioli sem guðleys- ingi. Cascioli vill nú fá Righi dæmdan fyrir að blekkja og svindla á fólki og fyrir að villa á sér heimildir. Casci- oli viðurkennir þó að hann eigi litla möguleika á sigri, en telur mikið til unnið að fá Righi til að sanna að Jesús hafi verið lausnari mannkyns. Álfheiður Rut Ragnarsdóttir, Friðrik Halldór Kristjánsson, Hugrún Pálmey Pálma- dóttir og Kristófer Örn Sigurðarson sviku fé út úr tveimur bönkum með fölsuðum víxlum. Álfheiður Rut gerði einnig samkomulag við Lýsingu hf. um yfirtöku á bíla- samningi á fölsuðu nafni að andvirði 1,3 milljónir. Samanlagt tókst hópnum að svíkja út tæpar tvær milljónir. Álfheiður Rut Ragnarsdóttir, Friðrik Halldór Kristjánsson, Hug- rún Pálmey Pálmadóttir og Kristófer örn Sigurðarson ákærð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa svikið út fé fyrir tæpa 1,8 milljónir með tveimur fölsuðum víxlum og með samkomulagi um yfirtöku á bíla- samningi á fölsuðu nafni haustið 2003 og í janú- ar 2004. Ástæða svikanna er sú að Friðrik var svo djúpt sokkinn í neyslu og skuldugur að hann fékk félaga sína sem voru þá einnig í mikilli neyslu til þess að aðstoða sig við svikin. eru „Ég kom bara nálægt einum víxU," segir Kristófer en hann er meðlimur í Vítisenglununum og vill meina að þeir séu góðgerðafélag en ekki glæpasamtök eins og almennt er talið. Kristófer var í mikilli neyslu þegar afbrotin voru framin en er hættur í því í dag og segir sjálfur að honum hafi aldrei liðið betur. Ekkert mál að fá féð „Það var einhver díler sem sann- færði mig um að ef ég reddaði bíl handa honum myndi ég fá fullt af dópi," segir Kristófer en tekur fram að hann muni ekki mikið eftir þessu tímabili því hann var í mikilli neyslu og þegar svikin áttu sér stað var hann búinn að vera vakandi á amfetamíni í ijóra daga og ekkert búinn að borða. Búnaðarbankinn „Ég vi/di bara fá sjón- varpið mittaftur. „Það er eiginlega ótrúlegt að gjaldkerinn í bankanum hafi ekki sagt neitt þegar ég framvísaði víxlin- um,“ segir Kristófer en víxillinn hljóðaði upp á 155 þúsund krónur. Kristófer fór ásamt Álfheiði Rut í Búnaðarbanka íslands í Hverafold og sveik út féð. Kristófer segir að það hafi ekki verið mikið mál að fá pen- ingana í hendumar. Vildi sjónvarpið aftur „Friðrik var búinn að taka sjón- varpið mitt og setja það upp í pant," segir Álfheiður Rut Ragn- arsdóttir, ein hinna ákærðu, en Friðrik bjó hjá henni þegar brotin vom framin. Álfheiði er gefið að sök af hafa svikið fé út úr spari- sjóð upp á 250 þúsund krónur með víxli og einnig fyrir að hafa gert samkomulag um yfirtöku á bflasamn- ingi á fölsuðu nafni að upphæð 1,3 milljónir. Álfheið- ur segir að hand- rukkarar hafi komi heim til hennar og dregið Friðrik út og lamið hann lítil- lega, en hann hafi slopp- ið vel það skiptið. ..Ég vildi bara fásjónvarp- ið mitt aftur," segir Álfheiður og áréttar að hún hafi ekki vitað af fyrri víxlinum en játar hin brotin á sig. Friðrik mætti ekki í fyr- irtöku málsins og er að sögn Kristófers í áfengismeðferð. Sjálft bíður málið hins vegar aðalmeðferðar í héraðs- dómi. valur@dvJs ' wm - i®*.- ■ Kristófer Örn Sigurðarson Vítisengill og fjársvikari. Sveitarstjóri segir stjórnarflokkana skeytingarlausa um sveitarfélög ' „Hér er átta stiga hiti, dálítiö hvasst en allur snjór farinn," segir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grenivík.„Ég var aö klára drög að þriggja ára áætlun fyrir sveitarfélagiö og á morgun erum viö að fara að skoöa ________ Landsíminn skipu- leggja sumarahúsa- og frl- stundabyggð sem áætlað er að rlsi rétt ofan við Grenivlk. I kvöld ætla ég svo að fara I bló aðsjá A Little Trip to Heaven." Hunsa neyðarkall frá Djúpavogi „Á undanförnum árum hefur íbúum í Djúpavogshreppi fækkað verulega án þess að það hafi leitt til sjáanlegs sparnaðar í rekstri á sama tíma og sveitarfélagið hefur fengið með einhliða valdboði ný verkefni að gh'ma við, án samsvarandi tekju- stofna," segir Björn Hafþór Guð- mundsson, sveitarstjóri á Djúpa- vogi, á vefsetri hreppsins. Bjöm segist hafa sent tíu þing- mönnum Norðausturkjördæmis bókun sveitarstjórninnar um að hún harmaði þær rekstraraðstæður sem Alþingi búi fámennum landsbyggð- arsveitarfélögum. Djúpavogshrepp- ur verði gerður upp með 10 milljóna króna tapi á þessu ári gangi áætlanir eftir. „Sveitarstjórnin telur nauðsyn- legt að viðhalda tiltölulega háu þjónustustigi í sveitarfélaginu og neitar að láta ríkisvaldið knésetja sig með því að halda niðri tekjustofhum og þar með að senda íbúum þau skilaboð að fara þangað, sem grasið kynni að vera grænna," segir Bjöm Hafþór og kvartar undan dræmum viðbrögðum þingmanna. Aðeins þrír stjórnarandstæðingar hafa svar- að: „Það vekur óneitanlega athygli að enginn stjórnarþingmanna hefur látið svo lítið að tjá sig við talsmenn sveitarfélagsins um bókunina," segir sveitarstjórinn og gagnrýnir stjórn- málamenn fyrir að ræða vanda jað- arbyggða aðeins á tyllidögum. Þá segir Björn Hafþór það vera umhugsunarefni hjá fjölmörgum kjósendum víða um land hvort ekki sé tímabært að skipta um „karlana í brúnni" og ráða nýja háseta: „Það er alla vega ljóst að ég mun hugsa mig vel um, áður en ég legg mitt litla lóð á þá vogarskál og reyndar hefur mér tekizt að ganga óbundinn til allra kosninga til þessa og aldrei látið blindazt af trúnni á hinn Eina Stóra Sannleik. Á þessu stigi em íbúar Djúpavogshrepps upplýstir um málið, en þeir eða aðrir á eng- an hátt hvattir til að taka afstöðu til þess, enda ljóst að þeir kunna að horfa á málið í víðari mynd en und- irritaður, sem blöskrar skeytingar- leysi hluta af Valgerður Sverrisdótt ir Svarar ekki sveitar- stjóminni á Djúpavogi. þingmönnum okkar vegna neyðar- kalls um leiðréttingu á tekjustofn- um sveit- arfélags- ins.“ m Bjorn Hafþór Guðmunds- son Sveitarstjóra blöskrar skeytingarleysi stjórnarþing- manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.