Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Page 14
14 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006
Fréttir DV
• f kjölfar kaupa
Baugs, FL Group
og fleiri aðila á
þriðjungi hluta-
fjár í íslands-
banka af Straumi-
Burðarás gera
menn því skóna
að dagar Bjama
Ármannssonar sem bankastjóra
séu senn á enda. Er rætt um að Ei-
ríkur Jóhannesson, fyrrverandi
forstjóri Og Vodafone og Dags-
brúnar, sem sinnir nú sérverkefn-
um fyrir Baug, sé líklegur til að-
setjast í stól
Bjarna þar sem
ekki er mikill vin-
skapur á milli
bankastjórans og
eiganda Baugs,
þá sérstaklega
JónsÁsgeirs Jó-
hannessonar...
• Stjórn Hesta-
mannafélagsins
Gusts hefur loks-
ins gripið í
taumana og
ákveðið að nýta
sér forkaupsrétt
sinn á hesthúsum
félagsmanna í
Kópavogi en nokkrir einstaklingar,
með athafnamanninn Engilbert
Runólfeson í farabroddi, hafa ver-
ið duglegir við að kaupa hesthús
af félagsmönnum á uppsprengdu
okurverði. Áædanir Engilberts og
félaga ku hafa miðast að því að
kaupa öll hesthúsin og rífa þau
síðan til að rýma fyrir gríðarlegu
stórhýsi. Sá draumur virðist á
enda nú þegar hestamenn hafa
sjálfir spyrnt við fótum...
■■pPjMH • Þingmaðurinn
Kristinn H. Gunn-
arsson heldur
áfram að skapa
H sér vinsældir inn-
an þingflokks
B A Framsóknar-
tlokksins. Kristinn
j-[ hefur verið
upp á kant við forystu flokksins í
langan tíma en haft hljótt um sig
að undanfömu. Hann sýndi hins
vegar klærnar í síðustu viku þegar
hann gekk til liðs við minnihlutann
í umhverfisneíhd sem er allt í einu
kominn í kjörstöðu gagnvart Norð-
lingaölduveitu og verndun Þjórsár-
vera. Hætt er við að Kristinn sé
með þessu kominn út í hom í
flokknum og verði vart á lista hans
í næstu kosningum...
# Mikil pressa er
á Viggó Sigurðs-
syni, þjálfara ís-
lenska landsliðs-
ins, að ná toppár-
angri á Evrópu-
meistaramótinu í
Sviss sem hefst
síðar í þessum
mánuði. Ef íslenska liðið nær ekki
einu af sex efstu sætunum gæti
bailið verið búið hjá Viggó. Forráða-
menn HSÍ hafa líka fengið þetta
fi'na eftirmannsefni fyrir Viggó en
Alfreð Gíslason er atvinnulaus
næsta eina og hálfa árið eftir að
honum var sagt
upp hjá Mag-
deburg. Alfreð
þykir vera einn af
bestu þjálfumm
heims og því harla
góður kostur fyrir
ungt og efnilegt
landslið íslands...
Eftir heilsubrest Ariels Sharon, forsætisráöherra ísraels, í síðustu viku hafa stjórn-
málaskýrendur velt vöngum yfir hvernig stjórnmálaflóra landsins muni líta út að
Sharon gengnum. Stóru spurningunni er ósvarað, en margir eru nefndir.
Hver fetar í íótspor
Sharons?
Það er ljóst að Sharon skilur eftir sig stjórnmálalegt tómarúm í
ísrael. Hann sagði sig úr Iikúdbandalagmu fyrir skemmstu og
stofnaði nýjan stjórnmálaflokk, Kadima. Það er allsendis óvíst
hvemig fari með flokkinn nýja, þótt kannanir sýni að hann
ttiyndi fá allt að þriðjung þingsæta á Knesset, þingi ísraels.
Pólitísk ítök Ariels Sharon vom
og em gífurleg. Sjaldan hefúr einn
maður valdið eins miklum taugatitr-
ingi í ísrael, enda hefur hann bæði
verið hataður og dáður fyrir ákvarð-
anir sem teknar hafa verið í hans
stjórnartíð. Ein sú umdeildasta var
að færa landsvæðin á Gaza-svæðinu
og Vesturbakkanum undir yfirráð
Palestínumanna. Það varð til þess
að þáverandi flokkur hans, Lík-
' údbandalagið, splundraðist í af-
stöðu sinni til ákvörðunarinnar.
Honum þótti því heillavænlegast að
segja sig úr flokknum og stofna nýj-
an ásamt Simon Peres, fyrrverandi
forsætisráðherra.
Binyamin Netanyahu
Einn hinna mest hægrisinnuðu
stjómmálamanna í sögu ísraels sett-
ist í forsætisráðherrastólinn árið
1996. Netanyahu er sá yngsti sem
hefur setið í því sæti í ísrael. Þremur
árum síðar tapaði hann sæti sínu til
Verkamannaflokksins og í kjölfarið
leiðtogasæti Líkúdbandalagsins til
Ariels Sharon.
Netanyahu hefur á undanförn-
um mánuðum aukið vinsældir sínar
í landinu, en er talinn ólíklegur eftir-
maður Sharons þar sem fylgi Ehuds
Olmert er töluvert meira.
Ehud Olmert
Olmert er starfandi forsætisráð-
herra ísraels og er reyndur stjórn-
málamaður. Hann skortir þó þann
sannfæringarkraft sem einkennir
Sharon og hefur ekki unnið sér inn
eins mikla hylli og hann. Hann er
sextugur að aldri - tiltölulega ungur
miðað við aðra í stjómmálum lands-
ins. Olmert var áður borgarstjóri í
Jerúsalem og hefur verið einn helsti
stuðningsmaður Sharons í embætti.
Þrátt fýrir að hafa áður stutt land-
nemabyggðir gyðinga á Gaza og
Vesturbakkanum hefur hann lýst því
yfir að eina ieiðin til að tryggja til-
vem ísraels sé að gefa landsvæðin
eftir.
Hann hefur löngirm biðlað til
Simons Peres til að halda honum
innanbúðar í ríkisstjóminni, en Per-
es gekk til liðs við Sharon við stofn-
un Kadima-flokksins í síðasta mán-
uði.
Tzipi Livni
Næst eftir Ehud Olmert er hin 47
ára Tzipi Livni talin líklegust til að
taka við stjórn Kadima-flokksins eft-
ir fráhvarf Sharons. Hún var áður
lögmaður leyniþjónustu ísraels,
Mossad. Livni varð dómsmáiaráð-
herra árið 2003 og hefur náð að afla
sér mikilla vinsælda í ísrael. Hún
fylgdi Sharon að málum og gekk úr
Líkúd til að stofna Kadima. Barátta
Livni við Olmert um áhrifastöður
innan flokksins hefur gefið ísraels-
mönnum forsmekk af þeirri baráttu-
konu sem Livni hefur að geyma.
Gagnrýnendur segja þó að Livni
skorti öflugan pólitískan bakgmnn.
Augu heimsins fylgjast með
Fráhvarf Sharons úr stjómmál-
um á hátindi ferilsins hefur skilið
eftir sig skarð í ísraelskum stjóm-
málum. Oft hefur verið sagt að land-
inu sé fjarstýrt af Bandaríkjamönn-
um en í Sharon fundu þeir sér góðan
félaga. Stjórnmálaskýrendur telja að
áhrif Bandaríkjastjórnar verði tölu-
verð þegar að kosningum kemur, en
til þeirra hefur verið boðað 28. mars.
haraldur@dv.is
Binyamin Netanyahu
Var áður forsætisráðherra
og vill afturþangað.
Oft hefur verið sagt
að landinu sé fjarstýrt
af Bandaríkjamönn-
um en í Sharon fundu
þeir sér góðan féjaga. ^
Hátíðarræða páfa í Vatíkaninu
Sjálfsmorðssprengjuberi skilur vel við
Páfinn skírir og fordæmir
Benedikt XVI páfi tók virkan þátt
í hátíðahöldum kaþólsku kirkjunnar
um helgina þegar skírnar Jesú Krists
var minnst. Við það tækifæri skírði
hann 10 börn - fimm drengi ög
fimm stúlkur. í tali sínu mælti hann
gegn því sem hann kallaði „menn-
ingu dauðans" og hvatti fólk til að
vakna til meðvitundar um lífið.
„Á þessum dögum verðum við að
segja nei við hinni ráðandi menn-
ingu dauðans," sagði páfi í Sixtínsku
kapellunni. „Einhvers konar and-
menning hefur komið upp á yfir-
borðið sem einkennist af flótta til
fíkniefna og frá raunveruleikanum."
Páfi sagði menningu dauðans ein-
kennast af skynvillum og falskri
hamingju sem kristallast í kynlífi og
öllu því sem því tengist. „Kynlíf er
orðið að eintómri ánægju án
ábyrgðar."
Benedikt páfi notaði ekki mörg
orð til að lýsa hvað hann átti við með
„menningu dauðans," en forveri
hans, Jóhannes Páll páfi II, hafði oft
notað orðasamhengið í sambandi við
fóstureyðingar og getnaðarvarnir.
„Þetta er þitt já við Kristi og nei
við forsprökkum dauðans," sagði
páfi við ungbörnin sem skírðust tii
kaþólsku við tækifærið.
Lætur milljónir eftir sig
Shehszad Tanweer, einn hinna
fjögurra sjálfsmorðssprengjumanna
sem drápu 52 í neðanjarðarlestar-
stöðvum í London þann 7. júlí, lét
eftir sig fúlgur fjár. Lögreglan í
London rannsakar nú hvemig hinn
ungi Tanweer gat komið sér upp
slíkri upphæð, en útilokar ekki að
hún sé tilkomin vegna ólöglegrar
starfsemi. Scodand Yard hefur rann-
sakað bakgmnn mannanna fjögurra
en hefur ekki komist að niðurstöðu
um hvort þeir hafi haft einhverja yf-
irmenn sem samstilltu árásina.
Tanweer fór til Pakistans árið
2004 og gekk þar í skóla sem ís-
lamskir öfgatrúarmenn reka. Leyni-
þjónustan MI5 hafði áður haft
Tanweer undir smásjá sinni, en
komist að þeirri niðurstöðu að ekki
stafaði veruleg ógn af honum. Það
má leiða að því líkur að sú niður-
staða hafi verið röng.
Fórnarlamba
minnst
Þann 7.júlílét-
ust 52 saklausir
borgarar í árás
fjórmenninga.