Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Blaðsíða 15
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 15
Nemó smíðaður í Þýskalandi
Hagleiksmenn á kafbáti
Reinhard Kiister og félagi hans
voru ánægðir eftir jómfrúrferð kaf-
báts sem hann sjálfur smíðaði.
Ferðin var farin í Helene-see ná-
lægt Frankfurt í Þýskalandi og gekk
mjög vel að sögn Ktisters.
Kafbáturinn heitir í höfuð sögu-
hetju kvikmyndarinnar Finding
Nemo og er 3,4 metrar á lengd og
1,75 á breidd. Hann rúmar tvær
manneskjur og getur náð allt að 30
metra dýpi.
Kúster segir þetta einungis vera
áhugamál og stefnir ekki á frekari
landvinninga á sviði kafbátasmíðar
þar sem smíði Nemó hefur tekið
bróðurpartinn af tíma hans undan-
farin ár og kostað skildinginn.
Skref aftur á bak í friði á Haítí
Yfirmaður friðargæslu fremur sjálfsmorð
Yfirmaður friðargæslusveita Sam-
einuðu þjóðanna á Haítí fannst látinn
á hótelherbergi sínu um helgina. Svo
virðist sem hann hafi skotið sjálfan sig í
höfuðið. Yfirmaðurinn Urano Teixeira
Da Matta Bacellar hafði starfað sem yf-
irmaður sveitanna í fjóra mánuði.
Friðarsveitum SÞ er falið það erfiða
verkefni að halda uppi friði á þeim
lúuta eyjunnar Hispaniola sem Haítí
er á, en hefur lítið orðið ágengt. 3,5
milljónir manna búa á Haítí við slæm-
ar aðstæður þar sem skæruhernaður
er daglegt brauð og skothríðir eru al-
gengar.
Talið er víst að dauði Bacellar verði
til þess að kosningar í landinu frestist
enn frekar. Þær áttu að fara fram í gær
en var frestað ótímabundið í síðustu
viku.
Urano Teixeira
Da Matta
Bacellar
Fannst látinn á
hótelherbergi á
MYNDLISTASKÓLINN
i R E Y K J A v íkI NÁMSKEIÐ VORÖNN 2006
www. my nd listaskol i n n. is
OPIÐ HÚS,
laugardaginn 14. janúar
kl.14-17
í Myndlistaskólanum í Reykjavík,
Hringbraut 121 (JL-húsinu)
Jarðskjálfti í
Aþenu
Jarðskjálfti upp á 6,7 á
Richter skók stóran hluta
Grikklands í gær. Hann átti
upptök sfn á sjávarbotni
um 200 kílómetra suður af
höfuðborginni Aþenu.
Áhrifa hans gætti allt til
Miðausturlanda. Eignatjón
hefur verið nokkuð en ekki
hafa borist fréttir af mann-
tjóni. Grikkland er mjög
virkt jarðskjálftasvæði. Árið
1999 misstu 143 lífið í jarð-
skjálfta upp á 5,9 og 60
þúsund manns urðu heim-
ilislaus.
Heinrich
Harrer allur
Austurríski fjallgöngu-
maðurinn Heinrich Harrer
er látinn, 93 ára að aldri.
Hann varð frægur fyrir að
vera sá fyrsti til að klífa
norðurhlið Eiger
í svissnesku Ölp-
unum og fór í
klifurferð til Ind-
lands. Hann var
hnepptur í varð-
hald Breta, en
flúði upp í fjöll
Tíbet og komst
til forboðnu
borgarinnar
Lhasa. Þar
kenndi hann hinum unga
Dalai Lama um nokkurra
ára skeið. Kvikmyndin Sjö
ár í Tíbet var gerð eftir sögu
hans, en í henni lék Brad
Pitt söguhetjuna Harrer.
Lín uýsa
Hrogn og Lifur
Smálúða,Stórlúða,
Laxaflök
Fiskibollur,Fiskréttir
Fiskbúðin Hafrún Fiskbúðin Árbjörg Fiskbúðin Vör
Skipholti 70 Hringbraut 119 Höfðabakka 1
Sími 553 0003 Sími 552 5070 sími 587 5070