Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006
Sport EV
ENSKA 6IKARKEPPNIN:
Arsenal-Cardifí 2-1
Pires 2 (5., 17.) - Jerome (86.)
Barnsley-Walsall 1-1
Blackbum-QPR 3-0
Bellamy 2 (35. og 85.),Todd (16.)
Brighton-Coventry 0-1
Chelsea-Huddersfield 2-1
Cole (11.), Eiður Smari Guðjohnsen
(82.)
Taylor Fletcher (74 ).
Cheltenham-Chester 2-2
Ciystal Palace Northampton
4-1
Derby-Burnley 2-1
Hull-Aston Villa 0-1
Barry (60.)
Ipswich-Portsmouth 0-1
Silva (36.).
Luton-Liverpool 3-5
Howard (30.), Robinson (42.),
Nicholls, víti (52 i Sinama Pon
golle 2 (61. og 73.), Alonso 2 (68.
og 90.!, Gerrard (15 i
Man City-Scunthorpe 3-1
Fovvler 3 (47., 55., 63 vítíi Keogh
(16.).
Millwall-Everton 1-1
Williams (38 Osman (78).
Newcastle-Mansfield 1-0
A Shearei (79 i
Norwich-West Ham 1-2
Nuneaton-Middlesbrough 1-1
Mmphy. viti (89 i Mendieta (14.).
Preston-Crewe 2-1
Sheff. Utd-Colchester 1-2
Sheff. Wed.-Charlton 2-4
Heckmybottom 2(15. og 59 !
Rommedahl 2 112.. 43.1, Holland
(26.j, Bent (86!
Southampton -Milton Keynes Dons
4-3
Stockport-Brentford 2-3
Stoke-Tamworth 0-0
Torquay-Birmingham 0-0
Watford-Bolton 0-3
Borgetti (10.), Giannakopoulos
(33.), VazTe (72.),
West Brom-Reading 1-1
Gera, viti (81.) Doyle, viti (83.)
Wigan-Leeds 1-1
Connolly (46.) Hulse (87.)
Wolves-Plymouth 1-0
Clarke (25.)
Burton Albion-Man Utd 0-0
Fulham-Leyton Orient 1-2
John (49 } Easton 116.), keith (43 )
Sunderland-Northwich 3-0
Collins (5 i, Whitehead (40 V Le Tal
Uppiýilniar 1 ilma 680 2626
Toxta.vn.rp: 8töö 2 • 160-163
XtOV • 201,303 OK 204
Vlnningstölur
laugardaglnn
7.1.2006
6J 9J 10) 2\j 27)
Einfaldur 1. vinningur taX*- \
nk. laugardag Z jy
J6kertölur vlkunnar
Jfikor | 5 | 7 | 5 | 7 P71
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
LOTT8
iyrt'vora um pnntnaur
I ciaÖi, útúrvaldeildarlið Fulham Liðsmenn Leyton Orientfognuðuvel
og fengi eftir að hafa slegið enska úrvalsdeildarliðið Fulham ut ur*nsku
Nknrkeponinni. Leyton Orient er Þrernurdeildum neðar en Fulh°Jt--------------
Utandeildarliðið Burton Albion
fékk sinn skammt af sviðsljósinu í
gær þegar að liðið náði frábærum úr-
slitum gegn Manchester United á
heimavelli en niðurstaðan varð
markalaust jafntefli og þurfa liðin því
að leika annan leik á Old Trafford eft-
ir um það bil eina og hálfa viku.
Burton var í raun ekkert langt frá því
að skora í fyrri hálfleik þegar bjargað
var á línu frá þeim en undir lokin
sótti United grimmt og heimamenn
voru nánast í nauðvöm þá. Arsenal
lenti ekki í sömu vandræðum og
United en liðið sigraði Cardiff 2-1
þar sem Robert Pires skoraði bæði
mörkin.
Það urðu gríðarlega óvænt úrslit á
Craven Cottage, heimavelli Fulham,
f gær þegar lið Leyton Orient úr
þriðju deild kom í heimsókn og bar
2-1 sigur úr býtum. Collins John
minnkaði muninn í 2-1 fyrir Fulham
í síðari hálfleik og hann fékk gullið
tækifæri til að jafna skömmu síðar en
hann misnotaði þá vítaspyrnu.
Nuneaton náði jafntefli gegn
Boro
Utandeildarliðið Nuneaton náði
jafntefli gegn Middlesbrough á
heimavelli sínum á laugardaginn.
Leikurinn fór fram við slakar aðstæð-
ur á heimavelli Nuneaton en um
6000 áhorfendur hvöttu utandeildar-
liðið til dáöa í leiknum. Nuneaton
hefði átt að fá vítaspymu eftir að
Gaizka Mendieta hafði komið Boro
yfir í leiknum en ekkert var dæmt eft-
ir brot Gareth Southgate. Allt stefndi
í að Boro myndi merja 1-0 sigur þeg-
ar Southgate fékk boltann í hendina
og nú ákvað dómarinn að dæma
vítaspymu. Gez Murphy sem vinnur
sem fþróttafulltrúi fór á punktinn
og tryggði áhugamönnunum í
Nuneaton annan leik gegn at-
vinnumannaliði Boro með
því að skora. „Þetta var
magnað. Stórkostleg
frammistaða á stórkostleg- gf
um degi. Mér h'ður eins
og við höfum unnið leik-
inn ef ég á að vera
hreinskilinn og stuðn-
ingsmennimir munu *
muna eftir þessum
leik það sem eftir er af ævi þeirra,"
sagði Roger Ashby, stjóri Nuneaton,
sem var í skýjunum eftir leikinn.
Stoke í vandræðum
Annað utandeildarhð, Tamworth,
náði markalausu jafntefli gegn Stoke
á útivelli, og Birmingham var stál-
heppið að sleppa með markalaust
jafhtefli gegn Torquay úr ensku
þriðju deildinni, Brynjar Bjöm
Gunnarsson og ívar Ingimarsson
vom miðverðir í liði Reading sem
gerði 1-1 jafntefli við WBA á útivelh,
Leon Osman bjargaði Everton gegn
Millwall með því að skora jöfnunar-
mark undir lokin og þá lenti Wigan í
vandræðum með Leeds og gerði 1-1
jafntefli á heimavelh.
Mansfield stóð lengi vel í
Newcastle á útivelli en gamla kemp-
an Alan Shearer kom síðamefnda
Uðinu til bjargar undir lokin með því
að skora sigurmarkið. Með því marld
er Shearer nú orðinn jafn
, Jackie MUbum sem marka-
læsti leikmaður Newcastle
’V’ frá upphafi með 200 mörk.
Þá komst Scunthorpe óvænt
yfir á útivelU gegn
Manchester City en
Robbie Fowler er ekki
dauður úr öUum
æðum og hann
tryggði City sigur-
inn með því að
skora þrennu í
síðari hálfleik.
I Sagan endurtekur sig
Enn eru Rooney og félagar i
, vandræðum með lakari lið.
Nokkur ensk úrvalsdeildarlið lentu í vandræðum með neðri deildarlið í þriðju
umferð enska bikarsins um helgina. Þar á meðal gerði Manchester United jafn-
tefli við utandeildarliðið Burton Albion og þurfa þessi lið að mætast aftur til að
fá úr því skorið hvort liðið fer í fjórðu umferð. Fleiri úrvalsdeildarlið þurfa að
fara í annan leik gegn liðum úr neðri deildunum en Fulham var eina úrvalsdeild-
arliðið sem datt úr leik um helgina.
Manchester United
og fleiri lið í miklum
vandræðum í bikarnum
Liverpool lenti í kröppum dansi gegn l.deildarliði Luton Town í þriðju umferð
enska bikarsins á laugardaginn
Liverpool lenti í miklum vandræðum með Luton
Luton-menn voru vel studdir af
um 10 þúsund áhorfendum en það
var Liverpool sem skoraði fyrsta
markið eftir um það bil korter og
það gerði Steven Gerrard með fi'nu
skoti. Steve Howard og Steve Robin-
son skoruðu hvor sitt markið fyrir
Luton áður en dómarinn flautaði til
leikhlés og allt ætlaði um koll að
keyra á Kenilworth Road. í upphafi
síðari hálfleiks fékk Liverpool víta-
spyrnu, Djibril Cisse steig á punkt-
inn en Marlon Beresford skutlaði sér
til hliðar og greip spyrnu hans.
Nokkrum mínútum síðar braut
Scott Carson, markvörður Liver-
pool, á Rowan Vine og dæmd var
vítaspyrna sem Kevin Nicholls skor-
aði úr og kom Luton í 3-1. Margir
Liverpool-aðdáendur hafa eflaust
óttast þarna hvort að liðið myndi
endurtaka leikinn frá því í fyrra og
detta úr þriðju umferð enska bikars-
ins eftir leik gegn liði úr fyrstu deild
en í fyrra lagði Burnley lið Liverpool
1-0.
Florent Sinama Pongolle kom
inn á sem varamaður og minnkaði
muninn áður en Xabi Alonso skor-
aði með fallegu skoti af um 35 metra
færi. Pongolle kom Liverpool svo
yfir með skallamarki á 74. mfnútu en
þessi þrjú mörk komu öll á tólf mín-
útna kafla. Luton reyndi að freista
þess að jafna undir lokin og Beres-
ford markvörður fór meðal annars í
sóknina þegar að liðið fékk horn-
spyrnu í viðbótartíma en það endaði
einungis með því að Luton fékk
mark á sig þegar Alonso skoraði af
um 60 metra færi í autt markið.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool,
var ekki sáttur við leik sinna manna
þrátt fyrir góða endurkomu í lokin.
„Þegar við vöknuðum var staðan 3-1
fyrir þeim. Við komum til baka og
héldum áfram að fara fram en þú
hefur ekki efni á að bíða þar til í
seinni hálfleik með að byrja leikinn.
Ég var ekki ánægður með frammi-
stöðuna. Við gáfúm þeim svo mörg
tækifæri. En Luton-menn spiluðu
vel. Stuðingsmenn þeirra voru frá-
bærir en okkar voru það einnig."