Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Side 24
24 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 Lífíö sjálft PV FLESTIR VILJA FLOTTA MAGAVÖÐVA Samkvæmt könnun vilja 60% helst fíotta magavööva. Dave Zinczenko, höf- undur bókarínnar The Abs Diet Get Fit, Stay Fit Plan, segir aö fólk veröi aö vera raunsætt þegar kemur aö heilsurækt Þetta sé ekki eins erfitt og viö höld- um. Þrjár heimsóknir í ræktina sé allt sem þurfi.„Effólk hefur ekki tima til þess getur þaö mokað snjó á hverjum degi sem mun brenna 100 kalóríur á 10 til 15 minútum en þaö jafnast á viö hálftíma púli ræktinni," segir Dave. Hann segir bestu æfinguna fyrir kviðinn þá aö leggjast á magann, setja olnbogana niöur og halda i hálfa mínútur. Þannig þjálfum viö bæöi magann og bakiö. íslenskir karlmenn velja í auknum mæli að fara í lýtaaðgerðir. Flestir láta taka fitu af maga og brjósti og fjarlægja þreytumerki úr andliti. Ólaf- ur Einarsson lýtalæknir segir útlitsdýrkun og góðæri aðalástæðurnar. Hann segir karlmenn þó ekki komast með tærnar þar sem konur eru með hælana þegar lýtaaðgerðir eru annarsvegar. Afengi er fitandi Lítið glas af dökkum bjór SOkcal Lítið glas af Ijósum bjór 91 kcal Lítið glas af sterkum bjór 205 kcal Lítið glas af sætum cider UOkcal Lftið glas af rauðvíni 85 kcal Lftið glas af sætu hvítvíni 118 kcal Lítið glas af þurru hvítvíni 83 kcal Lítið glas af freyðivíni 95 kcal Lítið glas af þurru sherrýi 85kcal „Það getur verið að karlmenn leiti til lýta- lækna í meira mæli en áður en sú fjölgun er ekki mjög mikil,“ segir Ólafur Einarsson lýtalæknir hjá Domus Medica um lýtaaðgerðir í fegurðar- skyni. Ólafur segir fjölgun í lýtalækningum al- menna og góðærið sé ein af ástæðunum. „Það er náttúrlega ákveðin útlitsdýrkun í gangi í samfé- laginu en ég held að hún nái misjafnlega mikið til kynslóðanna," segir Ólafur og bætir við að raunveruleikasjónvarp og annað sem leggi upp úr fallegu útliti nái frekar til yngri kynslóðarinn- ar. Feimnin mun minni Ólafur segir breiðan aldurshóp karlmanna leita til lýtalækna. Flestir séu þeir þó ungir eða á miðjum aldri. „Flestir sem koma eru frá 25 ára og allt upp í sextugt, það er mín tilfinning. Aftur á móti er sjaldgæfara að eldri kynslóðin stundi þetta þótt dæmi um það séu vissulega til,“ segir Ólafur og bætir við að umræðan sé alls ekki eins mikið feimnismál og áður. Hann kom aftur til ís- lands árið 1986 og þá fylgdi meiri leynd aðgerð- um af þessu tagi. í dag sé þetta rætt innan vina- hópsins þótt vissulega séu alltaf einhveijir inn á milli sem vilji halda þessu út af fyrir sig. Sjúkleg þráhyggja sjaldgæf Ólafúr segir vinsælustu aðgerðirnar meðal karlmanna vera fitusog og lagfæringu á pokum undir og yfir augum. „Flestir velja fitusog af maga og jafnvel brjósti og margir vilja láta ijar- lægja þreytumerki úr andhti. Einnig er smávegis um nefaðgerðir en lítið um andlitslyftingu og annað stærra." Hann segist ekki þekkja til öfga- fullra dæma eins og við heyrum frá Bandaríkj- unum þar sem fólk er einfaldlega orðið háð lýta- aðgerðum. „Ég þekki ekki til að einhver kúnni hafi verið með sjúklega þráhyggju og vilji láta breyta og bæta aftur og aftur, hvorki í mfnum kúnnahóp eða félaga minna," segir hann og bætir við að um ábyrgð lækna sé að ræða. Þeir verði að segja stopp þegar um þráhyggju sé að ræða sem komin er út fyrir skynsamleg mörk. Botox lamar vöðva Botox hefur heldur betur slegið í gegn í Bandaríkjunum en notkun þess sem fegurðar- lyfs þekkist ekki enn á íslandi og lyfið ekki skráð sem slíkt. „Ég er ekki hrifinn af botoxi því það tekur andlitshreyfingarnar frá fólki og skerðir þannig karakterinn. Botox lamar einfaldlega vöðvana og getur skilur fólk eftir flatt í framan," segir hann en býst þó við að efnið rati hingað til lands innan skamms. „Kemur ekki öll hingað einhvem tímann?" segir hann. Olafur bætir við að lýtalæknar hér á landi noti önnur lyf sem þeir sprauta í hrukkur og að þau efni séu hættulaus. „Efnin sem við notum em af sama gmnni og brjósk í liðum. Þau endast þegar best lætur í tvö ár en þá kemur fólk aftur og við- heldur þannig áhrifunum." ódýrt miðað við bílaviðgerðir Þrátt fyrir að Ólafur greini einhverja fjölgun í heimsóknum karlmanna til lýtalækna segir hann karlana hálfdrættinga á við konurnar í þessum efnum. „Konur em miklu duglegri að fara í lýtaaðgerðir og ég hugsa að það séu um 5 til 6 konur á móti hverjum karlmanni og jafnvel meira." Þegar Ólafur er spurður hvort lýtalækningar séu dýrar á íslandi segir hann svo ekki vera. „Það fer náttúrlega eftir því hvemig við lítum á máhð. Við þykjum ódýrir hérna á íslandi ef við miðum okkur við hin Norðurlöndin og Bretland, svo ég tali nú ekki um Bandaríkin. Mér finnst þetta ekki dýrt ef miðað er við hvað það kostar að fara með beyglaðan bfl í viðgerð. í samanburði við það em lýtaaðgerðir ekki dýrar." indiana@dv.is ... • Valið faeðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur % FOSFOSER MEMORY Umboðs- og söluaðili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Gerðu gott kaffi enn betra Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN KaffiS rlstað Þegar þau kaupir kaffi skaltu spyrja hvenær þaö var ristað. Kaffiðerbest degi eða tveimur dögum eftir að það er ristað. Ef það er geymt I lofttæmdum umbúðum dofnar bragðiö ekki næstu sjö til tlu dagana. Gamlar kaffibaunir geta orðið afar ollu- rlkar og bragðlausar. íír Kaffið malað Ekki mala meira kaffi en þúætlarað nota. Þegar baunirnar hafa verið malaðar blandast bragðmikla ollan þeirra við loftið og verður því bragöminna. Kaffiðgeymt Aldrei setja kaffi I isskápinn. Kaffið drekkur í sig bragð og lykt sem fyrir er i ísskápnum. Passaðu allavega að kaffið sé aldrei nálægt hvítlauk eða öðrum matvælum sem gefa frá sér lykt. Efþú frystir kaffið geturðu geymt baunirnar I langan tima og það er óþarfi að þiða það. Sagakaffislns Þjóösagan segir að kaffið hafi verið uppgötvað af geitahirði sembar nafnið Kaldi. Eftir aðhafa fylgst með geitunum slnum fyll- ast krafti af kaffibaunaáti borðaði Kaldi nokkrar baunir sjálfur. WL Veldu rétt kaffi Kaffimenningin á Islandi hefur blómstraö sfðustu ár. Hægt er að fá ýmsar gerðir og bragðtegundir. Leitaðu að þinu kaffi. Það er þarna einhversstaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.