Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Blaðsíða 27
DV Bílar MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 27 t- ambásar? ekki komið fyrir öðru vísi en tveimur hægra megin og tveimur vinstra meg- in. Þá verður fjarlægðin á milli enda hægri og vinstri ventlaleggja meiri en svo að einn kambás geti knúið þá. Því þarf 2 kambása til að knýja 16 venda í 4ra sílindra vél, svo dæmi sé tekið. Með því að hafa kambásana 2 skapast möguleiki á að skásetja ventlana í brunahólfinu en ákveðinn haiii bætir þyriun eldsneytisblöndunnar og um leið brunann, aflið og/eða spameytn- ina. Með því að hafa kambás ofan á ventlunum, efst í heddinu í stað þess að hafa hann í vélarblokkinni, vinnst margt en mest munar um fækkun hreyfanlegra slithiuta. Fram á 8. áratuginn var þessari tækni („TwinCam" og fleiri ventiar) mest beitt í dýrari sportbílum og keppnisbílum en mikill framleiðslu- kosmaður kom í veg fýrir slíkar vélar í algengusm fólksbílum. En orkukrepp- an jók kröfur um spameytni sem svo leiddi til tækniþróunar og aukinnar hagkvæmni í vélaframleiðslu. Afleið- ingin er sú að upp úr 1980 hefúr bílum með 2ja kambása vélar fjölgað jamt og þétt og má heita að þær séu orðnar regla frekar en undantekning. Núorð- ið em 2 ofanáliggjandi kambásar, auk þess að knýja fleiri ventla, jafnframt forsenda þess að beita megi tölvu- stýrðri innsprautun og breytilegum ventlatíma til að auka enn frekar afl og spameytni véla. lottar nýjungar. Það enskki bara hægt að breyta innréttinnunni eftir ---- Nissan Pathfinder/LR Discovery 3 Nissan Pathfinder Ný- tískulegt og ferskt útilt. Mun kraftmeiri og liprari bíll en ætla mætti afstórum jeppa. 7 manna 4 dyra mcð túrbódísilvél og handsklptingu nmÍban PATHPINDBR LAND ROVBIt DZSCOVBRY 3 * Waraerð Í2 ofanái. kambásar) V6 24ventia 14 lCvandi lnnsprautun „ Forðagroin Forðoqrqjn Slaarými, rsm 24M.. 2720 Vélarafl, hö/sn/mln 174/4000 i. 190/4000 Vélartoa, Nm/sn/mln 403/2000 440/1900 Þlöppunarhlutfoll .... i6,S , 18,0 . Lensd, mm 4740 4835 Breldd**, mm 1850 2009 Hasð, mm (pað þakrekka) 1865 1841 Botnskuoal, fermetrar 9.77 9,71 Hióihaf, mm 2850 2885 Elflin pynod, kfl 2186 2104.. Dráttaroeta, mest, ka, vaon með br. 3000 3500 Burðarpol, kfl 538 ... 676 . 2091 ~ 2010 M* og fréhorn 33/26 * 27,9/29.6 • Haeð undlr laeasta punkt, mm 254 320 Snúnlnoshrinflur, pverm, m 1C?5 11,45 Mlllikassi, hlutfeil (H/L) 1,0/2,596 1,1/2,94 Drlfhlutfall 3,538 3,54 HÍutfali 1755» 4,692 5,081 Snerpa, 0-100 km/klst 11,5 11,7 Hámarkshraði, km/ki« 175 180 M.eyðsia i bi. akstrt, 1/100 kni 11,1 10,4 Eldsneytisfleymir, 1 80 i 82,3 Ustaverð, bús, kr. 4,29-4,99 . 4,69-6,49 r ** MéS *Grein um OmtNwy 3 á wwwJ*mmmrCom/ttí*p(o(9nirMm uðum X-Trail er mjög hátt, t.d. hlut- fallslega hærra í Bretlandi en á BMW300 dísilbílum. Nissan stendur uppi í hárinu á Toyota á öllum vígstöðvum: Nýi lúxusjeppinn Murano hefur í fullu tré við Lexus RX300; í Bandaríkjun- um þykir nýi Titan pallbíllinn best- ur í flokki fullvaxinna; nýjum pallbíl með grind, Nissan Navara, er spáð metsölu í Evrópu og andlitslyftur Patrol stendur enn fýrir sínu. Kraftmeiri en LandCruiser Nýr Nissan Pathfinder er með 2,5 lítra dísiivél af sama stofrú og 2,2ja lítra vélin í X-Trail og Primera. Með þessari dísilvél hefur Nissan slegið í gegn. Hún er ef til vill ekki sú lágværasta en varðandi afl, við- bragð og sparneytni slá fáar henni við. Þessi nýi Pathfinder er kraft- meiri, liprari og sneggri en nýi LandCruiser með 3ja lítra dísilvél- inni og er þá miklu til jafnað. Það sýnir að samanburður á afl- og togsviðum dfsilvéla segir bara hluta af sögunni; - inngjafarviðbragð vél- ar, handskiptur gírkassi (stikun og lipurð), drifhlutfall og undirvagn (veggrip) hafa einnig sitt að segja. 7 manna? Útpæld hönnun 3ja raða sæt- anna í nýja Pathfinder er vel útfærð. Aðgengi að öftustu sætaröðinni er auðvelt því fella má tvö ytri sætin í miðröðinni fram og til hliðar með léttvægu handfangi. Séu báðar aft- ari raðimar felldar myndast slétt gólf og mikið flutningsrými sem nýta má til fulls. Fella má bak far- þegastóls við hlið bílstjóra sem m.a. þýðir að flytja má 3ja metra tepparúllu í bflnum lokuðum. Aftan við 3. sætaröðina er 190 htra farang- ursrými með neti og hlíf. Geymslur fyrir verkfæri o.fl. em fehdar í gólfið. f innréttinguna vantar ekkert. Sætin em jafn góð og í 2 mkr. dýrari bfl; innréttingin er áberandi glæsileg. Ástæða þess að ég kýs saman- burð við Land Rover Discovery 3 er að auk þess að vera líkir í útliti em báðir auglýstir sem 7 manna jeppar. Munurinn á þeim er hins vegar sá að Discovery er með grind sem felld er inn í botn bílsins og er sem því nemur hærri að inn- anverðu og því er fótarými í öft- ustu röðinni nægilegt fyrir full- orðna. í Nissan Pathfinder situr boddíið á hefðbundinni stigagrind og því hafa farþegar í öftustu röð ekki fótarými undir stólunum fyrir framan þá auk þess sem hæð upp á setuna er minni en í Discovery. Það þýðir að í öftustu sætum í Pat- hfinder situr ekki fuhorðið fólk af eðllegri stærð í lengri ferðum. Nissan Pathfinder er því 5 + 2 manna fremur en 7 manna bfll. Fyrir flesta breytir þetta engu en heilmiklu fyrir þá fáu sem þurfa 7 manna bfl án málamiðlunar. Draumabíll... Ég og fleiri emm haldnir for- dómum gagnvart „grindarjeppum" því aksturseiginleikar þeirra em oft trukkalegir; þeir vaga/kjaga oft meira og em ldossaðri í venjulegum akstri en grindarlausir jeppar/paU- bflar (ég hef bent á Musso sem eina af fáum undantekningum frá þeirri reglu). Nýi Pathfinder er undan- tekning hvað þetta varðar þrátt fyr- ir grindina, sem er firna öflug (en sem jafnframt má eyðileggja, að mínu mati, á nokkmm ámm með „íslenskri ryðvöm"). Fjöðrun er sjálfstæð á hveiju hjóh. Fjórhjóla- drifsbúnaðurinn tengist sjálfvirkt; afturdrif þar til aldrifs er þörf. Mis- munardrifi að aftan og millidrifimá læsa í lága. Skemmst er frá því að segja að Nissan Pathfinder er skemmtilegri í akstri en LandCruiser og með mýkri V6-dísilvél slægi hann jafnvel út mfldu dýrari Range Rover. Að óreyndu hefði ég haldið að ekki þýddi að bjóða mér svona lúxusjeppa öðm vísi en sjálfskiptan. Þessi 6 gíra Nissan-handskipting breytti þvf. Til að girða fyrir mis- skilning skal það tekið fram að 5 gíra sjálfskiptingin í Pathfinder er af hefðbundinni gerð en ekki CVT- sjálfskipting eins og í X-TraU. v I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.