Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Side 39
0V Síðast en ekki sist MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 39 Spurning dagsins Laun leikskólakennara? Gæti ekki lifað á laun- um leikskólakennara. „Mér finnst þau ansi iág, allavega gæti ég ekki lifað á launum leikskóla- kennara." Helga Guðnadóttir heilari. „Þau mættu hækka. Maður heyrir að þau séu allt of lág." Magnús Orri Einarsson. „Laun- in eru hneyksli, allt oflágog það er hræði- legt.“ Rannveig Sif Sigurðardótt- ir söngkona. „Þau eru alveg skelfi- lega lág. Það er eiginlega bara ósanngjarnt hvað það er ver- ið að borga þeim." Jón ólafsson kennari. „Mérlist mjög illa á laun- in,þau eru hræði- lega lág." Katrín Þrastar- dóttir nemi. Launakjör á leikskólum eru í umræðunni. Hefur komið í Ijós að lægstu laun leikskólastarfsmanna eru 107 þúsund krónur í Hafnarfirði. Björn vængstýfir Helstu tíðindi vikunn- ar voru þau að Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, brást loksins við mistökum og faglegu óhæfi forystu rik- islögreglustjóraemb- ættisins. Hann hefur kynnt áform um að vængstýfa emb- ættið með því að svipta það ákæruvaldinu. Ríkislögreglu- stjóri heldur hins vegar emb- ættinu af því hann er innvígður og innmúraður. Flokk- urinn passar upp á slíka menn fram í rauðan dauð- ann. Akvörðun Björns sýnir þó svart á hvitu að hann vill ekki bera ábyrgð á embættinu meðan ákæruvaldið er í höndum núver- andi forystu þess - þó hann treysti sér ekki til að finna henni önnur viðfangs- efni. Akvörðun hans staðfestir - hvað sem Björn segir sjálfúr - að í hans augum einsog Qestra annarra er embættið undir núverandi for- ystu faglega óhæft til að fara með ákæruvald. Reynsla síðasta árs sýndi einfaldlega að það væri óboðlegt í réttarríkinu. Ég sagði á sínum tíma í viðtali við Blaðið eftir að ákærunar komu fram í Baugsmálinu að það væri engin leið að skilja af ákær- unum hver hefði stolið, hve miklu - og alls ekki frá hverjum. Ákærurnar voru einfaldlega illa unnar og Xítt skiljanlegar. Hvern- ig eiga menn að verja sig ef ekki er hægt að skilja ákærurnar? Það gengur einfaldlega elcki í réttarríkinu. Fúskið birtist ekki aðeins í Baugsmál- inu, þar sem bæði Haraldur Johann- essen og Jón H. B. Snorrason kolféllu á prófí Hér- aðsdóms og Hæstaréttar. Það speglaðist líka í öðrum stórmálum, einsog listaverka- fölsunarmálinu sem í Hæstarétti tapaðist einungis vegna fúskvinnu- Það hefði skapað óöryggi hjá borgur- um ef þessir emb- ættismenn fengju að valsa óáreittir áfram með svo mikilvægt vald. Fólk treystir ein- faldlega embætt- inu ekki undir þeirra stjórn. Þess vegna var rétt hjá Birni að bregðast við. Annað hefði verið ábyrgð- arleysi.... í sporum Harald- ar Jo- hannes- sen myndi ég velta varlega ir mér að axla ábyrgð með því að segja af mér emb- ætti. En auð- vitað þurfa menn þess ekki ef þeir eru innmúraðir og inn- vígðir. dagsins Össur Skarphéðinsson alþingismaður ritar á ossur.hexia.net. Dr. Gunni spáir í næsta skref launaþróunarinnar. Um: Ójöfnuð „Allt það besta í lífinu er ókeypis. Þetta er fínn frasi til að slá á gremju almúgans, sem horfir með sam- blandi af undrun og öfund á vell- auðuga yfirstétt landsins, sem nú er að spretta upp - tja, það á nú eiginlega að kalla þetta „langtyfir- stétt" frekar. Já, ókei, allt það besta er frítt, en samt... Hversu ljúft væri það nú ekki að vera með 6 millur á mánuði, þó það væri ekki nema í einn mánuð. Maður gæti þá allavega greitt niður yfirdráttinn. Ef okkar dvergsamfélag sættir sig við það að sumir séu með laun og fríðindi sem þorri landsmanna á ekki möguleika á nema vinna í Víkingalottóinu, þá er samfélagið um leið að segja: Þetta fólk er betra en þú og á skilið betra líf. Þannigi hefúr samfélaginu hrakað í það ástand að einn gaur - segjum kannski gaur sem á pabba sem fékk hluta af auðlindum þjóðarinnar að gjöf fyrir nokkrum árum - er að lifa á launum sem fimmtíu gjaldkerar í banka eru að lifa af, eða áttatíu leikskólakennarar. Ég hef ekki heyrt neina viðhlítandi réttlætingu fyrir þessu ástandi. Er þetta ríka lið áttatíu sinnum duglegra en einn leikskólakennari - eða hvað er málið? Það hafa alltaf verið til ríkir og ekki ríkir og jafnvel fátækir í þessu landi. Fyrir stuttu var samt ekíd meiri munur en svo að talað var um stéttlaust samfélag. Það sjá all- ir að það er hlægilegt kjaftæði að halda því fram í dag. En jæja. Samfélaginu - fyrir utan nokkra minnuga leigubílstjóra og bitra vinstrimenn, sem þó þagna um leið og þeir komast á spena, bara einhvem spena - verður smátt og komið á þá skoðun að svona geðveikur ójöfnuð ur sé bara allt í lagi, óhjákvæmilegur í þessu „samkeppnisumhverfi". Svæfandi blístr- ið um að „þetta sé í takt við þróun erlendis" mun smám saman lægja reiðiöldumar. Og þegar endanleg sátt hefur náðst um að sumir séu hér valsandi um á jjÞað ,gengur nátt- “rJe£Ta ekki til aSSP&ae fSVwSBRSB ‘S'tagi í sinni 3 svortu hexnou eiiand?1 °9 9í3SÆ?us* 80 sinnum hærri launum en aðrir, verður næsta skref í átt að þúsund ára ríki kapítalismans stigið. Þá mun Kári Stefánsson birtast eins og frelsari með rán- dýra aðferð til að lengja líf þeirra ríkustu - „litninga- lenging" verður það kallað og bætir öld við hvem skrokk. Fjandinn hafiða, það gengur náttúrlega ekki til lengdar að dauðinn sé þama alltaf að flækj- ast fyrir uppgangi og útrás þeirra moldríku, eins og glottandi verkalýðsforingi í sinni svörtu hempu, sveiflandi ljánum og eigandi endalaust lokaorðið. Nei, það segir sig sjálft að stórmenni með 6 milljón- ir á mánuði verða að lifa mun lengur en lág- launapakkið. Hvers vegna í ósköpunum ekki? 1 Dr. Cunni SEFUR ALDREI Viðtökumvið fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrirbesta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er xz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.