Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDACUR 13.JANÚAR2006 Fréttir DV Hollina Um 70 manns söfnuðust við Höllina í Vestmanna- eyjum klukkan fimm í gær og kveiktu á kertum til sýna samstöðu með eigendum og vekja athygli á þeirri stöðu sem komin er upp með gjaldþroti stærsta samkomuhúss Eyja. Grím- ur Gíslason, einn af stofh- endum og annar aðaleig- andi Hallarinnar, var á staðnum og þakkaði hann stuðninginn sem væri þeim mikils virði. Hann sagði að unnið væri að því að koma matvælavinnslunni af stað þannig að fólk héldi vinn- unni og sagðist hann von- ast til þess að aftur yrðu dansleikir í Höllinni. 275 milljóna leikskóli Tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla að Erlurima 1 á Selfossi. Skólinn var boðinn út í alútboði að því er fram kemur á vefnum sunn- lenska.is. Um er að ræða sex deilda leikskóla. Er heildarkostnaður 275 millj- ónir króna samkvæmt verk- samningi við JÁ verktaka sem buðu lægst og fengu jafnframt hæstu einkunn fyrir útfærslu. Var verk- samningur milli sveitarfé- lagsins og JÁ verktaka und- irritaður á síðasta ári. Flottirá Akureyri Lið lagadeildar Háskól- ans á Akureyri sigraði lið lagadeildar Háskóla íslands í undankeppni Jessup-mál- flutningskeppninnar. Kepp- nin, sem var mjög jöfrt og spennandi, var haldin í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í vik- unni. Ásgeir Helgi Jóhanns- son lögmaður þjálfaði liðið. „Þetta var í fyrsta sinn sem undankeppni fer fram fyrir þessa alþjóðlegu Jessup- keppni," segirÁsgeir ánægð- ur með árangur liðsins. í síðasta mánuði sagði DV frá Eddu Magnúsdóttur öryrkja sem seldi verðbréf á síðasta ári til að kaupa sér bíl. Nú ætlar Tryggingastofnun að refsa Eddu fyrir hagnaðinn af sölunni. Á nýjasta launaseðli hennar frá Tryggingastofnun kemur fram að hún fái engar örorkubætur. Sundurlí&cjrel^sJu Nýjasti launaseðill Eddu Þar má sjá að hún fær engar beetur frá Trygginga- stofnun fþessum mánuOi. „Ég fékk engar örorkubætur um síðustu áramót. Það stóð núll krónur á launaseðlinum mínum," segir Edda Magnúsdóttir ör- yrki. Hún segir ríkið vera að refsa sér fyrir að leysa út verðbréf á síðasta ári. Fyrir hagnaðinn af bréfunum keypti Edda sér bil. „Að jafnaði hef ég verið að fá tæpar 30 þúsund krónur á mánuði í örorkubætur en ég sé ekki fram á að fá neitt á næstu mánuðum á meðan Tryggingastofnun refsar mér fyrir að selja þessi verðbréf," segir Edda Magnúsdóttir öryrki. Edda er mjög ósátt Við það hvernig stjórnvöld koma fram við öryrkja í landinu. Neyddist til að hætta að vinna Edda var metin 75 prósent örytki fyrir fjórum árum. Alvarleg stoð- kerfisvandamál leiddu til örorku hennar og neyddist hún til að hætta að vinna. f viðtali við DV14. desem- ber síðastíiðinn segir Edda að hún hafi ekki viljað hætta að virma því þá fengi hún ekki riægar lífeyris- greiðslur. „Stefna stjómvalda virðist bara vera i eina átt. Að auka bilið milli ríkra og fátækra.‘ „Ég vissi hversu lélegar örorku- bætumar voru og þess vegna vildi ég eigaI lífeyrissjóði," segir Edda. Ömurleg kjör Edda segist vilja stíga fram í dags- ljósið til að vekja athygli á lélegum kjörum eldri borgara og öryrkja í landinu. „Steftia stjórnvalda virðist bara vera í eina átt. Að auka bilið milli ríkra og fátækra," segir Edda og bendir á að þótt hún fái engar ör- orkubætur séu fleiri sem hafi það verra en hún. Edda Magnúsdóttir Hun vill stlga fram og vekja at- hygli á ömurlegum kjörum öryrkja I landinu. „Eg er gift en það em ekki allir í þeirri stöðu. Það er fjöldi fólks sem get- ur ekki leitað á náð- ir neins þegar fé- lagslega kerfið bregst með þessum hætti,“ segir Edda sem finnst íslenskt al- ____ manna- trygginga- kerfi til skammar. svav- ar@dv.is 14. desember 2005 DfV Útrás inn Svarthöfði fékk sér splunkunýtt netsamband um daginn. „Rosafínt með háhraða,“ sagði sölustúlkan. Nú getur Svarthöfði fengið útrás fyr- ir fréttafíknina án þess að bíða, nag- andi á sér neglumar, á meðan síð- urnar hlaðast inn. Og haft margar síður í gangi í einu án þess að kerfið hrynji. I kjölfar nýrra tíma talaði Svarthöfði við tölvuvininn sinn. Sá er vel inni í tölvu- og netheimum og veit upp á hár hvernig bera skal sig að á þeim slóðum. Tölvuvinurinn var fljótur að benda Svarthöfða á að byrja að ná sér í tónlist, sjónvarpsþætti og bíó- á við Svarthöfði myndir á netinu. Þannig skyldi bera sig að og enginn skyldi halda annað. Þetta kom á óvart. Svarthöfði hefur í gegnum tfðina lesið fjölda fregna þar sem plötu-, kvikmynda- og sjónvarpsmógúlar barma sér yfir skrílnum sem stelur af þeim daglega á netinu. „Ekki stela!" segir á undan bíómyndunum sem Svarthöfði nær sér í úti á vídeóleigu. Tölvuvinurinn sagði ekkert mark á þessu takandi. Þetta lið væri bara að reyna að væla. Hvernig hefur þú það? „Mér liöur mjög vel,"segir Ólafur Þór Eiríksson sem rekur vefsíöuna netsaga.is. „Framtiöin er björt þrátt fyrir háan aldur, svo er heilsan fin. Heimasíöan gefur manni tilgang ílífíð og fyrir vikiö vakna ég alltaf brosandi. Ég vakna alltaf eldsnemma og sofna snemma þannig að ég er hress og kátur, svo fer maöur mikiö útá meðal fóiks- ins, það kætir." Þannig að Svarthöfði fór á stúf- ana. Náði sér í forrit og fór að leita að uppáhaldstónlistinni og skemmtilegum bíómyndum. Og viti menn, af nægu var að taka og úrval- ið gerði það að verkum að Svart- höfði freistaðist til að ná sér í. Hugs- aði síðan málið í kjölfarið og komst fljótlega að sömu niðurstöðu og tölvuvinurinn. Af hverju eru þeir, sem gefa út tónlist, kvikmyndir, sjónvarps- þætti og tölvuleiki, að barma sér yfir því að sífellt fleira fólki henti W. iPVHp n BitTiorrent m 27: - vraw-toniUtJs Velkontín a lónHeUa •J- Eitond tónku . ... ( Kjmina sUrf« í «id tsnlnUifgh 09 nýtui h*gsmun**ðiU um «Í4« vaióU H«i «i hngl «4 iplU 0« tmkji ftasU utn itUiukui ag Nýskrénino •tUndui MnlnUi i«m fúnUgt •■ 4 Hahnu. 41* þ«o 44 hÚ4 hl •igin g«isl44uk4 að ná sér í afþreyinguna í gegnum tölvurnar? Af hverju bregst þetta lið ekki frekar við nýjum tíma? Lausnin er einföld. Það eina sem þarf að gera er að vera einfaldlega besta veitan. Sjá til þess að fólk viti að ef það er að leita sér að afþrey- ingu sé þeirra síða, netgátt eða vef- ur besti staðurinn. Þetta er sáraeinfalt mál. Svart- höfði hvetur framtakssama íslend- inga til að taka af skarið. Það yrði sko útrás í lagi. Líka inn á við. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.