Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 Fréttir DV Samkeyra lífsýni Fyrirtækin Urður Verð- andi Skuld og íslensk erfða- greining hafa fengið leyfi Persónuverndar til að sam- keyra skrár sínar yflr fólk sem tekið hefur þátt í krabbameinsrannsóknum á vegum fyrirtækjanna tveggja. Samkvæmt upplýs- ingum frá Persónuvernd er átt við skrár sem hafa að geyma heilsufarsupplýsing- ar, lífsýnaupplýsingar, ætt- fræðiupplýsingar, erfða- upplýsingar og mæliniður- stöður úr umræddum krabbameinsrannsóknum. Upplýsingarnar munu verða auðkenndar með dulkóðuðum kennitölum. Skuldafen á Húsavík Heildartekjur Húsavíkur- bæjar eru áætlaðar 1.429 miMjónir á árinu 2006. Heildargjöld eru áætluð nokkuð hærri, eða 1.535 milljónir króna. Samkvæmt íjárhags- áætlun Húsavíkur- bæjar sem samþykkt var í síðasta mánuði er enn fremur gert ráð fyrir að afborganir lána sveitarfé- lagsins verði 245 milljónir en reiknað er með að ný lán bætist við. 2.373 manns búa á Húsavík og nema því af- borganir lána sveitarfélags- ins um 103.000 krónum á mann á hveiju ári að við- bættum nýjum lánum. Mqnnfjöldi á íslandi k —Sfa*- Á ■'i •«'. Páll Júlfus Kristinsson herra Island 2004. „Ég held að lífsskilyrði á Is- landi séu orðin betri og að það sé dstæða fyrir svona mikilli fjölgun. Ungt fótk erí meiri mæli að eignast börn núna. Það er líka auðveldara að koma sér upp heimili I breyttum aðstæðum Iþjóðfé- laginu - ég held að bankalán- in spili þar stórt hlutverk en þau geta einnig komið fólki í koll." Hann segir / Hún segir „Ég held að fjölgun Islendinga stafi afaukinni velsæld I þjóð- félaginu. Ég held að feðraor- lofið skipti þar miklu máli en nú ermeira jafnræði til barn- eigna. Orlofið skiptir gríðar- miklu máli. Síðan eru llka auknir möguleikar til náms og vinnu að ógleymdri barna- pössuninni, svo eitthvað sé nefnt." Hildur Kristjánsdóttir Ijósmóðir. Gísli Guðmundsson hefur verið ákærður af Lögreglustjóranum í Reykjavík fyrir að aka um á skriðdreka. Hann segir að þetta sé ekki skriðdreki heldur beltafarartæki og er verulega brugðið yfir ákærunni. Einar Þór Sverrisson, lögfræðingur Gísla, segir þetta vera algjört steypumál. Bóndi ákænður fyrin að aka um á skriðdreka | Skriðdreki? Gísli segir aðengin ógn stafi af faratækinu. 1 pHp,. y' y‘ JJ ■1 1 „Þeir eru að eyða púðri í smáfugla,“ segir Gísli Guðmundsson, bóndi á Suðurlandi, en hann hefur verið ákærður fyrir vopna- lagabrot þegar hann flutti inn skriðdreka til landsins svo hann gæti komist á milli staða á landi sínu. Gísli á yfir höfði sér fjár- sekt verði hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Drekinn hefur verið gerður upptækur af Lögreglunni í Reykjavík. „Landið mitt er torfarið því þar er mikill sandur og það getur orðið erfitt að komast á milli um hávetur," segir Gísli Guðmundsson bóndi sem keypti skriðdreka í Bandaríkjunum. Gísli segir að farartækið sé í raun og veru ekki skriðdreki heldur frekar beltafarartæki enda er tækið að sögn Gísla eftirlíking af raunverulegum skriðdreka til þess að nota í skrúð- göngum í Bandaríkjunum. Myndi ekki duga í orrustu „Það er rör framan á honum en ekki skothlaup," segir Gísli og tekur sem dæmi að þetta sé eins og að Einar Þór Sverrisson Lögfræðingurinn segirmáliö tóma.steypu. setja rörhólk framan á venjulegt farartæki og kallað það vopn. Gísli segir að meginmunurinn á beltafarartækinu sem hann á og skriðdreka sé sá að það fyrrnefnda er ekki skothelt og myndi sennilega endast stutt í orrustu. Gott fyrir búskapinn „Maður myndi halda að réttar- kerfið hefði eitthvað betra að gera en að eltast við mig,“ segir Gísli undr- andi yfir ákæru Lögreglustjóra enda tækið engin ógn að sögn Gísla. Hann segir sér líða eins og bjána vegna þess að þetta hafi verið það síðasta sem hann bjóst við. Beltagrafan er einungis notuð tfi bústarfa enda sérlega hentug á landi Gísla. Þar skiptist á fjara og flóð og því getur verið erfitt að ferðast um 5öruna. Skoplegt mál „Þetta er bara algjört steypu- mál,“ segir Einar Þór Sverrisson, lögfræðingur Gísla bónda, hlæj- andi. Málið hefur vakið athygli undan- farið og verið rætt á göngum Hér- aðsdóms Reykjavíkur enda hlýtur það vægast sagt að teljast mjög sér- stakt. Einar segir að svona mál kæri lögreglan sjálfkrafa. Hann bætir við að málið sé skoplegt í heild sinni því þetta sé að sjálfsögðu enginn skrið- dreki eins og notaður sé í írak held- ur eftirlíking og ætti frekar að kalla beltagröfu. valur@dv.is Samkynhneigðir ósáttir við orð séra Karls Sigurbjörnssonar Flýja undan biskupi í Fríkirkjuna „Ég veit ekki hver fjölgunin er en það hafa margir haft samband við mig í byrjun árs og tilkynnt mér að þeir séu gengnir til liðs við Fríkirkjuna," segir séra Hjörtur Magni Jóhanns- son fríkirkjuprestur. Séra Hjörtur segir að fjölgunin í Fríkirkjunni komi að einhverju leyti í kjölfar nýárspredik- unar biskups Islands, séra Karls Sigurbjöms- sonar. í predikun sinni hvatti biskup alþingismenn til að bíða með að sam- þykkja lög sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. „Ég er ósammála orðum biskups og finnst að þjóðkirkjan eigi að taka samkynhneigðum jafnt sem gagnkynhneigðum og veita þeim sömu kirkjulegu athafnir. Því miður hefur þjóðkirkj- an oft verið dragbítur og staðið í vegi fyrir ýmsum framfaramál- um er varða mannrétt- ndi í samfélaginu. Þessu þarf að breyta," seg- ir séra Hjörtur. Sr. Karl Sigurbjörnsson Bisk sagði í nýárspredikun að alþing menn ættu að blða með að san þykkja lög sem heimila hjónabi samkynhneigðra. Fríkirkjan er grastrótarhreyfing sem stofnuð var af fjölskyldum ís- lenskra verkamanna árið 1899. Að sögn séra Hjartar játa meðlimir Frí- kirkjunnar sömu trú og meginþorri landsmanna, undir merkjum víð- sýni og umburðarlyndi. Séra Hjörtur segir að trúfélög á borð við Fríkirkjuna njóti sífellt meiri vinsælda í heiminum. Frí- kirkjan, sem telur um sjö þúsund sóknarbörn, hefur samt ekki að- gang að ríkissjóði líkt og þjóðkirkj- an: „Þjóðkirkjan fær um það bil fjóra milljarða frá ríkinu á ári hverju og meinar öðrum trúfélög- um aðgang að þeim sjóðum," segir Hjörtur sem hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag. svavar@dv.is Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson SegirFri- kirkjuna boða kristna trú undir merkjum við- sýni og umburðarlyndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.