Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 Sport DV ÍR-vefurinn bestur í desember Vefur ÍR-inga var besti vefur körfu- boltans í desem- ber að mati sér- stakrar dóm- nefndar á vegum KKÍ. Á heimsíðu KKÍ segir að það hafi einkum verið frábært jóladagatal sem gerði út- slagið í valinu að þessu sinni. „Frumlegar og skemmtilegar myndir Gunnars Sverrissonar ljós- myndara og aðstoðarþjálf- ara meistaraflokks karla, gáfu jóladagatalinu fag- mannlegan blæ,“ segir í nið- urstöðu dómnefndar en KR- vefurinn hafði hlotið þessi verðlaun átta mánuði í röð. ÍR fékk einnig þessi verð- laun fyrir desember 2003. Arnór Atlason gerði allt sem í hans valdi stóð til að kveða niður gagnrýnisraddir um íslenska handboltalandsliðið með góðri frammistöðu gegn Noregi í gær. ís- lenska liðið vann leikinn 31-30 og voru Arnór og Guðjón Valur Sigurðsson marka- hæstir íslendinga með sex mörk. Arnór segir umræðuna um „vandræðastöðu“ ís- lenska landsliðsins hvetja sig áfram. Eim sigurinn „Mér finnst leiðin- legt að hlusta á þessa umræðu um hvað þetta sé mikil vandræðastaða." NewYork unnið alla leiki ársins Lið NewYork Knicks, sem vann aðeins 7 af fyrstu 28 leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur, hefur unn- ið fimm fyrstu leiki sína á árinu 2006. Nú síðast vannliðið 117-115 sigurá Dallas í fram- lengdum leik í Madison Square Garden í fyrrinótt. Þetta var 999. sigur þjálfar- ans Larry Brown í NBA. Alma Rut og Rannveig inn Guðjón Skúlason, lands- liðsþjálfari kvenna í körfu- bolta, hefur val- ið Ölmu Rut Garðarsdóttur í lið sitt fyrir Stjömuleik kvenna sem fram fer á morgun í DHL- höllinni. Alma Rut kemur inn í liðið í stað Signýjar Hermannsdóttur sem verður erlendis. Þá hef- ur Ágúst Björgvinsson valið Rannveigu Randversdóttur úr Keflavík í stað Jericu Watson sem einnig er meidd. Enn fleiri breytingar í karlaleiknum EinarÁmi Jóhannsson, þjálfari stjörnuliðs karla, hefur valið menn í stað Jóns N. Hafsteinssonar, Arnars Freys Jónssonar og Fannars Ólafssonar sem em meidd- ir. í stað þeirra valdi Einar Árni þá Omar Sævarsson úr ÍR, Kristin Jónasson úr Haukum og Pálma Frey Sigurgeirsson úr KR. Herbert Arnarson, þjálfari stjörnuliðs erlendra leik- manna, hefur valið Dimitar Karadzovski frá Skallagrími í stað Mario Myles úr Þór sem er s, meiddur. Arnór Atlason Stóð sig vel í stöðu vinstriskyttu með íslandi í gær og skor- aðisexmörk. Noregsferð íslenska handboltalandsliðsins byrjaði vel í gær er liðið vann góðan sigur á heimamönnum, 31-30, eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Þetta var fjórði sigur Islands á Noregi í fimm leikjum á skömmum tíma. Norðmenn höfðu undirtökin í leiknum strax frá upphafi þó svo að aldrei hafa skilið mikið á milli lið- anna. Leikurinn var ekkert sérstak- lega hraður en Norðmenn reyndu hvað þeir gátu til að stjóma leiknum og halda hraðanum niðri. Staðan í hálfleik var 13-12, heimamönnum í vil, og ekki voru markverðir liðanna að verja mörg skot. En íslenska liðið náði aldrei undirtökunum í leiknum og reyndi hvað það gat til að elta það norska. Eltingarleikurinn hélt áfram í síð- ari hálfLeik en þá hafði Viggó Sig- urðsson landsliðsþjálfari skipt inn á Hreiðari Guðmundssyni í stað Birkis ívars Guðmundssonar, sem varði mark íslands í fyrri hálfleik. Ekki tókst honum betur að verjast skot- um norsku landsliðsmannanna og brá Viggó á það ráð að skipta Birki ívari aftur inn á. Þá hrökk hann í gang og varði nokkur skot í röð, sem reyndist vera vendipunktur leiksins. íslenska liðið jafriaði og komst tvö mörk yfir og var nánast búið að tryggja sér sigurinn þegar tvær mín- útur vom eftir. Lokaíölur vom 31-30 og fjórði sigur íslands á Norðmönn- um í fimm leikjum á skömmum tíma staðreynd. Amýr Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson vom markahæstfr ÍS- lenska liðsins með sex mörk hvor. Einar Hólmgeirsson skoraði fimm, flest í síðari hálfleik. í norska liðinu var línumaðurinn Frank Löke lang- atkvæðamestur með tíu mörk en sóknarleikur norska liðsins gekk * miJdð út á að spila inn á Löke. „Þetta var tiltölulega góður leikur miðað við að þetta var fyrsti leikur sem liðið spilar síðan það kom aftur saman," sagði Amór Atlason í sam- tali við DV Sport eftir leikinn. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna leikinn og ég held að spilamennska okkar hafi verið ásættanleg." Amór segir sóknarleik íslenska liðsins hafa gengið ágætlega en að herslumuninn hafi vantað í vörn- inni. „Við vomm að fá á okkur ódýr mörk og markvarslan var h'til sem ekki nein í fyrri hálfleik. En Birkir ívar gerði gæfumuninn í seinni hálf- leik og gerði okkur kleift að ná foryst- unni." Mikil umræða hefur verið um vinstri sóknarvæng íslenska lands- liðsins eftir að Markús Máni i . Michaelsson, Logi Geirsson og Bald- * vin Þorsteinsson heltust úr lestinni t og þá er enn tvísýnt hvort Jaliesky Garcia verði klár í tæka tíð. En Amór lætur þessa umræðu sem vind um eyru þjóta og notar hana sem hvatn- ingu til að standa sig enn betur. „Mér finnst leiðinlegt að hlusta á þessa umræðu um hvað þetta sé mikil vandræðastaða. Ég geri mitt besta til að láta þessa umræðu niður falla og spilaði ég ágætlega í dag þó maður geti ailtaf gert betur." Mörk íslands: Arnór Atlason 6, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Einar Hólmgeirsson 5, . Ólafur Stefánsson 4, Ró- beri Gunnarsson 4, Alex-! * » ander Pettersons 3, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sig- ■— urður Eggertsson 1. eirikurst&dv.is Birkir ívar Guðmunds- son Markvarsla hans í síð- ari hálfleik var vendipunktur leiksins. DV-mynd Pjetur Norski landsliðsmarkvörðurinn Steinar Ege verður ekki með í leikjunum gegn íslandi Steig á bolta og var fluttur á sjúkrahús Norski landsliðsmarkvöðurinn Steinare Ege var heppinn að missa ekki af Evrópumótinu í Sviss þegar hann meiddi sig mikið á ökkla á síð- ustu æfingu norska landsliðsins fyrir tvo leiki gegn íslandi. Norska liðið spilaði vináttulandsleik við íslenska liðið í gær og liðin mætast síðan aftur á æfingamóti norska handboltasam- bandsins á sunnudaginn. Það er óhætt að segja að það hafi farið um norsku landsliðsmennina í lok æfingarinnar. Ege heyrði smell í ökklanum og áttaði sig á að eitthvað væri farið og Evrópumótið þar með út úr myndinni. Farið var með mark- vörðinn snjalla upp á sjúkrahús þar sem teknar voru röntgenmyndir. Þar kom í ljós að Ege væri óbrotinn og læknir norska liðsins hefur trú á því að Ege geti verið með í Sviss. „Hann steig á bolta og missteig sig um ökklann. Við setjum hann í með- ferð og hann ætti að vera orðinn klár fyrir fyrsta leik," sagði læknir norska liðsins, Thomas Torgalsen, við net- miðilinn Nettavisen. Ege sjálfur var ekki alltof bjarisýnn skömmu eftir slysið en landsliðslæknirinn var ekki á æfingunni þegar þetta gerðist. „Eg var hræddur um að þetta væri eitthvað stórt og það var gott að fá að vita að þetta væri ekki alvarlegt. Ég næ mér örugglega góðum fyrir Evrópu- mótið," sagði Ege. Steinar Ege átti mjög gott heims- meistaramót í Túnis fyrir ári og varði þá 89 bolta í 7 leikjum, eða 12,7 að meðaltali í leik. Ege varði alis átta víti í þessum leikjum og norska landsliðið náði 7. sæti á mótinu. Ege spilar með þeim Guðjóni Val Sigurðssyni og Ró- berti Gunnarssyni hjá þýska liðinu Gummersbach en aÚt bendir til að hann spili í dönsku deildinni á næsta tímabifi. Frábær markvörður Steinar Ege ték frábærlega með Norðmönnum á síöasta HM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.