Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 Fréttir DV 1 Dúkkaði upp í eigin útför Angela Saraiva mætti óvænt í eigin jarðarför - sprelllifandi. Móðir hinnar tvítugu argentínsku konu hafði tilkynnt hana horfna eftir áramótaveislu, en Saraiva segist einungis hafa verið í burtu í rúman sólar- hring. Móðirin hafði borið kennsl á lík sem líktist mjög dóttur hermar og var í miðri jarðarför þegar dóttirin dúkkaði upp. „Þetta gerði mér ljóst hversu mikið íjöl- skylda mín og vinir elska mig og sakna," segir Saraiva sem ædar sér að lifa mun lengur. Fjórum rænt í Nígeríu Fjórum erlendum verka- mönnum hjá olíufyrirtæki hefur verið rænt í suðurhluta Ní- geríu. Vopnaðir menn réðust um borð í bát sem flytur starfsmenn olíu- risans Royal Dutch Shell. Fyrirtækið hefur ekki upp- lýst hvaðan gíslarnir eru, en fregnir herma að um sé að ræða í það minnsta einn Breta og mann frá Hondúras. Mannrán af þessu tagi eru algeng í Ní- geríu þar sem lausnargjalds er krafist af fyrirtækjum eða aðstandendum. Pöndupólitík Sem vott um vinsemd og virðingu hefur Kína boð- ið Taívönum tvo pandabirni, karl- kyns og kvenkyns. Boðið hefur hins vegar valdið uppnámi í Taívan þar sem menn telja að þekkist þeir boðið séu þeir um leið að viður- kenna að ríkið sé enn hluti af Kína, því samkvæmt reglum um dýr í útrýming- arhættu má ekki gefa þess konar dýr milli landa. Yfir- völd í Kína líta á Taívan sem óaðskiljanlegan hluta Kína sem eigi að lúta þeirra stjórn. Taívanar eru þó ekki á þeirri skoðun og munu að öllum líkindum afþakka pöndurnar. „Það er alltafheilmikið að ger- ast á Hornafírði," segir inga Jónsdóttir, myndlistarmaður á Hornafíröi.„Við opnum sýn- inguna Auður Austurlands í húsnæði Jöklasýningar á Landsímiim Hún gengur útáað sýna og kynna fjölbreytta muni sem unnir eru úr hráefni sem tengist Austur- landi eins og hreindýraskinni, hreindýrshorni og beini, lerki og líparíti. Þar verður líka kynnt samkeppni innan Nest- verkefnisins sem er fjölþjóð- legt verkefni sem vinnur að eflingu ferðamannaiðnaðar á norðlægum slóðum." Gestum Grafarvogslaugar brá heldur betur í brún þegar erlendir verkamenn sem staddir eru hér á landi stungu sér til sunds á nærbuxunum. Áttu þeir engar sund- skýlur. Að sögn gesta var mikil ólykt af mönnunum. Hafliði Halldórsson, forstöðu- maður Grafarvogslaugar, segir gesti hafa kvartað við baðvörð vegna lyktarinnar. A nærbuxunu Nærbuxur Gestir í heitum potti Grafar- vogslaugar voru ekki sáttir við litlar nxrbux- ur verkamanna *Sm HP - jtm wmmmmmM: ♦ ...................................................- ;•-? i — i. i y -r ■ ■■■ ■ ■ W :: Hafliði Halldórsson For- stöðumaður sundtaugar- innar segir starfsmenn hafa fengið kvartanir vegna ólyktar og litilla nærbuxna. in Erlendir verkamenn, sem starfa hjá einu af stærri verktakafyrir- tækjum á íslandi, brugðu sér í Grafarvogslaug nú á dögunum. Gestum laugarinnar leist ekki á blikuna þegar mennirnir gengu út úr búningsklefunum á nærbuxunum og stungu sér til sunds. „Þú ert væntanlega að hringja út af útlendingunum sem komu hing- að í gær,“ sagði Hafliði Halldórsson þegar blaðamaður DV hafði sam- band við hann vegna málsins. Gestir laugarinnar kvörtuðu til baðvarðar sem ræddi við íslenskan mann sem var með þeim og borgaði fýrir þá í sund. Ólykt af þeim „Það voru viðskiptavinir sem kvörtuðu við baðvörðinn um að það væri svo mikil ólykt af þessum mönnum," segir Hafliði. „Baðvörðurinn ræddi þá við ís- lendinginn sem var með þeim en hann vildi ekkert kannast við þá og neitaði fyrir það að hafa komið með þeim í sundlaugina," segir Hafliði en á meðan baðvörðurinn og íslend- ingurinn ræddu saman gengu verkamennirnir ofan í laugina á nærbuxunum. Á nærbuxunum „Þeir fóru alla leiðina ofan í, við hefðum átt að læsa hurðinni og koma þeim í skilning um að þeir gætu ekki farið ofan í án sundfata," segir Hafliði en það var hins vegar ekki gert og fóru þeir því ofan í laug- ina á nærbuxunum. „Einn af þeim var í minni teg- undinni af nærbuxum og það voru þess vegna ekki allir sáttir í heita pottinum," segir Hafliði. Töluðu um pungalykt Hafliði segir þó að ekki sé hægt að áfellast verkamennina, þeir eigi bara einfaldlega ekki sundföt en bendir þó á að starfsfólkið hefði átt að leigja þeim þann fatnað. „Svo þegar annar starfsmaður ræðir við Islendinginn sem með þeim var seinna játar hann að verka- mennirnir séu skjólstæðingar hans. „Einn afþeim varí minni tegundinni af nærbuxum og það voru þess vegna ekki allir sáttir í heita pottinum." Starfsmaður minn lendir þá í rifrildi við þennan mann og miður falleg orð um meðal annars pungalykt, svona lykt og hinsegin lykt eru látin falla," segir Hafliði og bætir við að næst verði rétt farið að málinu svo menn stingi sér ekki til sunds á skítugum nærbuxunum. atii@dv.is Strætó gerir úrbætur á leiðakerfinu Leið 12 tekin í gagnið á ný „Við erum ekki komin með endan- lega dagsetningu en við stefnum á að breyta leiðakerfinu um mánaðamót- in febrúar-mars," segir Ásgeir Eiríks- son, framkvæmdastjóri Strætós. Frá því að nýtt leiðakerfi var tekið í notk- un síðastliðið haust hefúr staðið yfir vinna við úrbætur á kerfinu. „Úrbæturnar eru byggðar á ábendingum farþega og vagnstjóra og farþegatalningu sem við höfum framkvæmt. Við reynum að koma til móts við athugasemdir og óánægju- raddir," segir Ásgeir. Strætó stefnir á útgáfu á nýju kynningarefni og leiðbeiningum með úrbótunum. Eins og fram hefur kom- ið í fréttum DV reyndi Ingi Gunnar Jó-' hannsson landfræðingur að selja Strætó hugmynd sína að einföldu leiðakorti. Hann náði ekki samning- um við Strætó og gaf leiðakortið út sjálfur með hjálp auglýsingastyrkja. „Við höfum verið í samningavið- ræðum við Inga Gunnar síðustu daga og það er aldrei að vita nema við göngum til samninga við hann og kaupum af honum kortið," segir Ás- geir. Ingi Gunnar staðfesti við DV að samningaviðræður milli hans Strætó hefðu átt sér stað. í nýju og úrbættu leiðakerfi eru þrjár nýjar leiðir. „Við setjum inn leið sem er í líkingu við leið 12 og gengur frá Efra-Breiðholti niður á Hlemm. Svo er ný leið sem svipar til leiðar 7 og fer frá Grafarholti niður á Hlemm. Að síðustu kemur inn ný innanbæjarleið í Kópa- vogi," segir Ásgeir um nokkrar af þeim breyt- ingum sem fyrir- y hugaðar eru á leiðakerfinu. df svavar@dv.is 1 12 og Ásgeir Eiríksson Fram- kvæmdastjóri Strætós hefurhlustað á óánægjuraddir og breytt leiðakerfinu eftir þeim. Ingi Gunnar Jóhannsson Hannaði leiðbeiningakort fyrir Strætókerfið og gafút á eigin vegum eftir árangurs- lausar viðræður við Strætó. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.