Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 17
DV Sport FÖSTUDAGUR13. JANÚAR 2006 17 Fer Indriði til Stoke í sumar? Allt útlit er íyrir að landsliðsmaður- inn Indriði Sigurðs- son, leikmaður Genk í Belgíu, fari frá félaginu eftir að tímabilinu í Belgíu lýkur í vor. Það stað- festi hann í samtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að Johan Bos- kamp, knattspymustjóri liðsins, hafi áhuga á að fá hann þá þar sem félagið þurfi ekki að greiða neitt fyr- irhann. „Okkur vantar sár- lega vinstri bakvörð og Ind- riði er að verða samnings- laus," sagði Boskamp. Eggert gefur kostásér Eggert Magnús- son mun áffam gefa kost á sér í for- mannsembætti Knattspymusam- bands íslands, sem hann hefur gegnt frá 1989. Kosið er í embættið á árs- þingi KSÍ sem fer næst fram þann 11. febrúar og verður það 60. í röðinni. Ekki er búist við að Eggert fái mót- framboð en kjörið er til for- mannsembættisins á tveggja ára fresti. VA Samningurinn lögmætur Norskir dómstól- ar úrskurðu í vik- unni að samningur Nígeríumannsins Johns Mikels Obi við norska knatt- spymufélagið Lyn hafi verið lögmætur og stendur því samningurinn sem Obi undirritaði í apríl síðastliðnum, sem segir að hann hafi orðið liðsmaður Manchester United frá og með nýliðnum áramótum. Fljótlega eftir undirritunina skipti Obi um skoðun og vildi fá að ganga til liðs við Chel- sea. Búist er við að annað hvort norska knattspymu- sambandið eða FIFA taki málið næst til umfjöllunar. Argentínumenn í vandræðum? Svo virðist sem landslið Argentínu sé I hinu mesta basli. Ekki nóg með að margir af lykilmönnum liðsins eigi við erfið meiðsli að stríða, svo sem Gabriel Heinze, Roberto Ayála, Javier Mascher- ano og Juan Pablo Sorin, heldur er þjálfari liðsins, Jose Pekerman, afar umdeildur. Frá því aö hann tók við fyr- ir tveimur árum hefur hann notað 50 leikmenn og virðist eiga f mestu vand- ræðum með að velja sitt besta byrjun- arlið. Það sem venra er, landsliðið á að- eins eftir einn leik í undirbúningi sín- umfyrirsjálft mótið í sumar þar sem lið- ið er í afar erfiðum riðli með Hollandi, Fílabeinsströndinni og Serbíu. George Graham KnattspymustjóriArsena sem varrekinn frá féiaginu fyrir mútuþægni áriðms. Hann er fyrir miöri mynd. Mike Newell, knattspyrnustjóri Luton, hefur lofað því að stíga fram og nefna þá aðila á nafn sem tengjast mútustarfsemi í knattspyrnuheiminum. Segir hann í samtali við fréttastofu BBC að það séu margir aðilar sem þiggi mútur frá umboðs- mönnum knattspyrnumanna sem svífast einskis. „Margir þeirra sem eru í sam- bandi við umboðsmennina og ganga frá samningum þiggja eitt- hvað í eigin vasa,“ sagði Newell sem hefur áður gagnrýnt enska knatt- spymusambandið fyrir að hafa ekki stjóm á starfsemi umboðsmanna. Þeir em þymir í augum margra framámanna í knattspymuheimin- um. Einn þeirra, Eggert Magnússon formaður KSÍ og meðlimur í fram- kvæmdastjórn UEFA, sagði þá vera „Ulgresi knattspymunnar" í samtali við DV Sport. Richard Scoudamore, aðalfram- kvæmdastjóri deildarinnar, hvatti Newell til að stíga ffam og nafri- greina þessa aðila. „Geti hann stutt sín orð með sönnunargögnum er það frábært," sagði Scoudamore. „Ég mun gera það, það er ekkert vandamál. Ég óttast það ekki," sagði Newell í kjölfarið í öðru viðtali. Plága knattpyrnunnar „Enska knattspymusambandið verður að spila stærra hlutverk en það hefur gert hingað til," sagði Newell. „Umboðsmenn eru plága á íþróttinni." Aðspurður hvort honum hafi verið boðnar mútur þegar hann hafi samið um leikmannakaup játti hann því. „Að sjálfsögðu. En ég myndi aldrei taka við þeim. Ef ég væri opinn fyrir því myndi þetta koma reglulega upp. Það eina sem ég þyrfti að segja væri: Hvað græði ég á því?" Árið 1995 var George Graham knattspymustjóri Arsenal og komst upp um að hann hefði þáð greiðslu í tengslum við leikmannaviðskipti. Hann var í kjölfarið rekinn frá félag- inu og dæmdur í eins árs bann frá íþróttinni. „Það kæmi mér mjög á óvart ef George Graham væri sá eini sem hefði gerst sekur um að þiggja mút- ur á síðustu tíu árum. Ef knatt- spymuyfirvöld geta ekki komið upp um sumt af því sem á sér stað mun það ganga af íþróttinni dauðri." Milljónir punda týndar Eggert Magnússon sagði í sama viðtali við DV Sport að margir um- boðsmenn knattspymumanna hirtu peninga sem annars hefðu farið í ungliða- og grasrótarstarf. Newell tekur í svipaðan streng og segir að það sé aðeins einn aðili sem standi uppi sem sigurvegari í þessu máli. „Ég hef séð hvaða upphæðir umboðsmennimir þéna í 1. deild- inni og get aðeins ímyndað mér hversu mikið það er í úrvalsdeild- inni. Það em svo margir leikmenn sem hafa komið og farið og hafa engum tilgangi þjónað, hvorki í íþróttinni né hjá félögunum sem keyptu þá. En umboðsmennirnir verða að fá sitt og það er okkar enska knattspyrna sem hefur liðið fyrir það. Milljónir punda hafa sog- ast úr knattspyrnunni og þessi pen- ingur kemur aldrei aftur." Forráðamenn enska knatt- spymusambandsins hafa sett sig í samband við NeweU og munu þeir hittast vegna þessa máls snemma í næstu viku. eirikurst@dv.is Mike Newell Knattspyrnustjóri Luton Town sem segir aö mútustarfsemi sé al- geng I knattspyrnunni og aO hann sé ekki hræddur viö aö nefna nöfn Ófáir framámenn í knattspyrnuheiminum hafa horn í síöu umboðsmanna knatt- spyrnumanna og segja margir þeirra þá vera að gera út af við íþróttina. Einn þeirra, knattspymustjórinn Mike Newell, segist ætla að nefna þá á nafn sem hann viti til þess að hafi komið nálægt mútustarfsemi umboðsmannanna. aö skemma bojtann meö mutustarfsemi „Ef knatt- spyrnuyfirvöld geta ekki kom- ið upp um sumt afþví sem á sér stað mun það ganga afiþrótt- inni dauðri." Harry Redknapp styrkir lið Portsmouth Keypti þrjá menn frá Spurs Portsmouth hefur gengið frá kaupum á þremur leikmönnum Tottenham, þeim Sean Davis, Pedro Mendes og Noe Pamarot. öllum gekk þeim illa að fóta sig undir stjóm Mart- ins Jol og er talið að stjóri Ports- mouth, Harry Redknapp, hafi borgað um 7,5 milljónir króna fyrir þríeykið. Eftir að Edgar Davids og Jermaine Jenas vom keyptir til Tottenham í haust hafa þeir Mendes og Davis fá tækifæri fengið. Þá hefur vamarmað- urinn Pamarot aðeins komið tvívegis við sögu í liði Tottenham á leiktíðinni. Þeir verða allir gjaldgengir í lið Ports- mouth sem mætir Everton á heima- velli á morgun. Hið sama má segja um framherjana Benjani Mwamwari og Emmanuel Olisadebe sem Ports- mouth keypti á dögunum. Óhætt er að segja að Redknapp hafi ekki verið lengi að nýta sér þá fjármuni sem Nýr liðsmaður Benjani Mwaruwari, hand- salar samninginn við Alexandre Gaydamak. komu inn í félagið með nýjum eig- anda, rússneska auðkýfingnom Alex- andre Gaydamak. „Ég er hæstánægð- ur með að fá þrjá úrvalsleikmenn sem ég þurfti virldlega á að halda og vildi fá,“ sagði Redknapp. „Það þarf nauð- synlega að styrkja liðið og ég vissi alltaf að ég þyrfti að setja saman lið sem myndi koma því aftur á beinu brautina." Danskur varnarmaður til Liverpool Benifez yfir sig hrifinn Knattspymustjóri Liverpool, Rafa- el Benitez, er í skýjunum með nýja varnarmanninn, Danann Daniel Agg- er. Hann kemur frá Bröndby og er 21 árs en talið er að hann hafi kostað Evrópumeistarana um 5,8 milljónir punda. Benitez reyndi að krækja í piltinn síðastliðið sumar en það gekk ekki í gegn fyrr en nú. Þetta er í annað skiptið sem Liverpool fær til sín nýjan leikmann í mánuðinum, áður gekk hollenski vamarmaðurinn Jan Krom- kamp til liðs við félagið. Agger skrifaði undir samning sem tryggir vem hans á Anfield út leikti'ð- ina árið 2010. Söluverðið er þó talið vera háð því að Daninn ungi leiki ákveðið marga leiki fyrir Liverpool. Þegar hann verður búinn að spila 100 leiki mun upphæðin verða greidd að fullu. „Þegar við sömdum við Jan Krom- kamp vissum við að við þyrftum að Daniel Agger eitt mesta efni sem hefur komiö fram lengi I Danmörku. gera meira. Við erum sífellt að ijíéý reyna að styrkja liðið," sagði Beni- tez. „Það er mikilvægast að reyna að ná í réttu menninna, ekki hversu lengi það tekur að fá hann."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.