Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 22
J2 FÖSTUDACUR 13. JANÚAR 2006 Flass DV ikarans Jamie Foxx er soluhæsta platan i y ~ ríkjunum aðra vikuna í röð. Foxx leikur í nni Jarhead og bíómynd byggðri á Miami Vice-þattunum. . EKKI LENGE AÐJAFNA SIGÁSKILNAÐINUM Grínhundurinn og spreliikallinn Mike Myers er farinn að slá sér upp með gullfal- legri yngri konu, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa tilkynnt um skilnað, en hann skildi við konu sína til 12 ára, hana Robin Ruzan. Þau áttu þó engin böm saman þrátt fyrir 12 ára hjónaband. Það sást tíl Myers á dögunum á mjög nánu stefnumótí með óþekktri ungri konu á matsölustað í New York. Parið beið í dágóða stund eftír einkaherbergi til að snæða í, jafnvel þó að nóg væri af Jausum borðum á staðnum. Segist nafa seð brjóstin á Scarlett ■ Leikarinn Jonathan Rhys-Meyers segist hafa seð i brjóstin á Scarlett Johansson þar sem þau eru að leika saman í myndinni Match Point. Leikkonan fagra var búin að biðja hann að líta jaðra átt meðan hún var að skipta um föt, en hann stóðst ekki mátið. Rhys-Meyers sem er 28 ára leikari hefur verið að leika á móti Scarlett í myndinni Match Point, þar sem þau m.a. leika í ástaratriði. „Ég get ekki annað sagt en að það hafi verið mjög létt að leika í ástaratriðunum á móti henni, ef ég segði annað væri ég að ijúga." Óskarsverðlaunahafinn Jamie Foxx er á toppi vinsældalista vestanhafs yfir mest seldu plöturnar. Platan hans Unpredictable hefur verið að gera það gott og er á toppnum í Bandaríkjunum aðra vikuna í röð. Kallinn er funheitur og seldi heil 130.00 eintök á einni viku og skaust fram fyrir Mary J. Blige og Eminem. New York- sveitin The Strokes komst í fjórða sæti listans með því að selja 88.000 eintök af þriðju plötunni sinni, First Impressions of Earth. Leikarinn sem hlaut óskarsverð- laun fyrir leik sinn í Ray stúderaði tónlist í háskóla og gaf út sína fyrstu plötu 1994. Hún bar hið skemmtilega nafn Peep This. Aðrir tónlistarmenn sem eru inni á topp tíu listanum í Bandaríkjunum eru til dæmis Idol-stjarnan Carrie Und- erwood með plötuna Some Hearts. Mariah Carey, sem átti söluhæstu plötu síð- asta árs, er ennþá á topp tíu með plötuna sína Emancipation of Mimi. Foxx leikur í myndinni Jarhead sem frumsýnd er í kvikmyndhúsum hérlend- is um helgina. Hún er byggð á samnefdri metsölubók og fjallar um átök ungra hermanna í Persaflóastríðinu í upphafi tíunda áratugarins. Það er nóg að gera hjá Foxx þessa dagana því hann hefur nýlega lokið við að leika í mynd sem er byggð á hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Miami Vice. Þættirnir voru funheitir á níunda áratugnum. Það er enginn annar en ofurfol- inn Colin Farrell sem leikur með Foxx í myndinni. Sem sagt ekkert nema hiti þar á ferð. ^ ^ ihi að missa tiusið Courtney Love, fyrrverandi kona Kurts Cobain sem tók sitt eigið líf 1994, hefúr misst húsið sitt f Los Angeles vegna van- greiddra skulda. Fyrirtæki sem sér um að innheimta íbúðaláns- skuldir tók húsið hennar upp í skuldir. Love hætti að borga af húsinu í desember 2003 og skuld- in fór til lögfræðinga á sfðasta ári því hún gerði ekkert í málunum. Skuldin var orðin 386.000 dollarar í heildina. Hún keypti þetta hús árið 1997 fyrir sig og fjölskyldu sína. Söngkonan hefði getað komist hjá þessu leiðinda- máli ef hún hefði borgað skuld- imar sfnar. Eminem með leyfi til Eminem hefur fengið leyfi Michigan-fylkis í Banda- ríkjunum til þess að giftast fyrrverandi eiginkonu sinni upp á nýtt. Það er hin eina sanna Kim, sem Eminem hefur oft ort um, sent er sú heppna en þau skildu árið 2001 en tóku sarnan aftur í fyrra og eiga saman dótturina Haley. Giftlngin mun eiga sér stað á laugardegi í þessum mánuði, í heimabæ þeirra Uetroit, en ekkert er víst um hvar né akkúrat hvenær. mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.