Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Sandkorn 1
L Óskar Hrafn Þorvaldsson □
• Rapparinn góðkunni, Erpur Ey-
vindarson, dvelur nú í Tælandi þar
sem hann drepur
tímann áður en
hann heldur til Kína
þar sem hann ætlar
að kenna ensku í
Sjanghæ. Erpur er
mikill ævintýramað-
ur og hyggst fara í
svaðilför þar sem
hann ætlar að skoða tígrisdýr. Erp-
ur fór einnig á Mu-tæ bardaga-
keppni á dögunum en það er al-
vörubardagakeppni þar sem blóð-
slettur frussast yfir fólk á fremstu
bekkjum. Alvörublóð fyrir alvöru-
• Bjöm Ingi Hrafnsson, sem býð-
ur sig fram í 1. sæti á lista Fram-
_________ sóknarflokksins í
komandi sveitar-
stjórnarkosning-
um, leggur mikið
upp úr því að hafa
andrúmsloftið sem
notalegast á kosn-
ingaskrifstofu
sinni á Suður-
landsbraut. Björn Ingi bendir á þá
staðreynd á heimasíðu sinni að
hægt sé að horfa á ensku knatt-
spyrnuna og Idolið á risaskjá í
boði hans sjálfs. Menn þurfi því
ekki endilega að rata inn vegna
áhuga á stjórnmálum eða Fram-
sóknarflokknum...
• í umfjöllun Kastljóssins um
málefni DV í fyrra-
kvöld voru tekin
viðtöl við margt
fjölmiðlafólk og það
spurt um álitsitt á
fréttaflutningi
blaðsins. Allir þeir
sem rætt var við og
sýndir voru í inn-
slaginu voru neikvæðir í garð hans
en Kristján Þorvaldsson, ritstjóri
Séð og heyrt, sem var jákvæður í
garð blaðsins var klipptur út úr
innslaginu. Hann hlaut af ein-
hverjum ástæðum ekki náð fyrir
augum upptökustjóra Kastljóss-
ins...
• Sjónvarpsrásin
Fjölsýn í Vest-
mannaeyjum er á
milli tannanna á
fólki þessa dagana.
Karli Gauta Hjalta-
syni, sýslumanni í
Vestmannaeyjum,
hefur verið legið á hálsi fýrir að
hafa kæft kærumál sem Stöð 2
höfðaði á hendur Fjölsýn vegna
ólöglegra útsendinga frá erlendum
stöðvum þar sem hann á sumar-
bústað með Amari Sigmundssyni
og Ólafi Elíassyni sem báðir eru
stórir hluthafar í Fjölsýn. Karl
Gauti neitar töfum en málið hefur
tekið þrjú ár í vinnslu sem þykir
ansi langur tími...
• Leikarinn og leikstjórinn Gísli
öm Garöarsson dvelur nú í
London þar sem hann æfir fyrir
uppsetningu á
bresku leikriti. Gísli
örn mun leika
Bandaríkjamann í
sýningunni en litl-
um frægðarsögum
fer af amerískum
hreim Gísla. Leik-
ritið gerist í lok 19.
aldrar og ku Gísli kynna sig til leiks
sem einn af fyrstu Vestur-íslend-
ingunum sem fóru yfir hafið...
Stærsta bílasýning ársins fer þessa dagana fram i Detroit í Bandaríkjunum. Þar
keppast bilaframleiðendur við að kynna bila framtiðar fyrir almenningi á sem
áhrifarikastan hátt. Náttúruvernd virðist vera þema sýningarinnar i ár - með
nokkrum undantekningum þó.
Hugmyndaflóra híla-
M Meihenda blémstrar
Bflasýningin verður opnuð
almenningi á morgun, en
hingað til hafa blaðamenn og
fagaðilar einungis haft aðgang
að henni. Margir hafa kynnt
tvinn-bfla, sem ganga bæði
fyrir rafmagni og hefðbundn-
um orkugjöfum. Aðrir einblína
á lúxus og hátækni.
Nyrjeppi frá Chrysler
Chrysler kynnir Aspen til sögunnar á sýning-
unni. Þetta er fyrsti jeppinn frá Chrysler, en
Cherokee er framleiddur undir merkjum
Jeep. I Aspen er meðal annars boðið upp á
sömu 5,7 lítra HEMI-vél og Cherokee hefur.
Aspen tekurátta manns í sæti og býður upp
á fjarræsingu, DVD-spilara með skjám og
tvískiptu fjórhjóladrifi.
'S'í'hí’.íin »*« * h*ls“
Hann er með dlsel/raf-mótor sem notar sólarorku til viðbótar. Samein.ng| þessara orku-
gjafa hámarkar eldneytisnýtinguna sem framleiðandinn telur geta num.ð um
metra á hvern Ktra. Rafmótor er staðsettur ----------...........;.r-—----------_
við aftara hjólasettið og veitir bílnum þannig
fjögurra hjóla drif. Raforkan er geymd í liþf- j....
um-rafgeymum, svipuðum og nú þekkist ; r
best I farsfmum. Annar „grænn" eiginleiki ORlvrt^ .
bflsins er að notað er gúmmf úr notuðum x v
strigaskóm sem einangrun í bílinn til að
minnka hljóð og hristing innan f bílnum.
Nýr kínverskur
Blaðamenn skoða
kínverska fram-
leiðslu sem ætlað er
að markaðssetja á
amerískum markaði
eftir tvö ár. Þetta er
fyrsti kínverski fram-
leiðandinn sem sýn-
ir á sýningunni í
I Detroit.
- BA/IW X3 tvinn-bíll
~ BMW kynnti til sögunnar tvinn-vél
í X3-jepplingnum. Orkan sem jafn-
ast á við f bestu bensínbílum kem-
ur frá bæði bensíni og rafgeymum.
Þessi bíll verður væntanlega kom-
inn á markað innan skamms. X3
Hybrid nær 100 km/klst hraða á
um 6,7 sekúndum og eyðir 20%
minna en fyrri X3-bílar, eða um 9,4
1/100 km.
Kaffibolla, einhver?
Þessi nýi bíll frá Audi - Roadjet
- er þeim gæðum búinn að hafa
innbyggða kaff.vél við aftursæt-
I in. Audi-menn telja það óneit-
I anlega ágætis hugmynd að
geta fengið sér bolla af nýlög-
uðu kaff. án þess að stöðva bíl-
Iinn. Hinvélin skilar um 300
hestöflum með sína 3,2 lítra.
Ekki er vitað hversu margra lítra
kaffivélin er.
Mercedes GL
^ Spánnýr jeppi frá Mercedes Bens, fram-
SHHSBB leiddur samhliða M-línunni í Arizona í
Bandarfkjunum. Hann er með sjö stiga
' sjálfskiptingu og fjölda nýrra öryggisat-
„ riöa' svo sem PRE-SAFE-kerfið sem boðið
verbur UPP á í aukahlutapakka. Það geng-
B ur ut á að sameina upplýsingar fengnar úr
H hinum ýmsu skynjurum bflsins til að há-
pgESQI marka öry99i 1 akstri- Eins verður jeppinn
BHSISlSmeð ioftPúðafjöðrun sem getur hækkað
bílinn UPP > allt að 30 sm hæð yfir vegi.
Framleiðendurnir telja bflinn afarhag-
.ýgp" kvæman í rekstri, með einstaklega lítilli
; J eyðslu miðað við vélarstærð.
III -------
Ferrari FXX
800 hestöfl undir húddinu þeyta þessum b.l
áfram með feyknakrafti. Hann hefur tólf s F
indra vél uPP á 6,3 Iftra. Gírskiptmgferram
með samskonar skiptingu og er í Fl-b.lnum
0g tekur innan við 100 millisekúndur. Honnun
bflsins gengur mikið út á loftflæði, en vængur
- á baki er stillanlegur eftir óskum bllstjórans og
I nær allt að 40% meira þrýstiafli n.ður a við en
’ / áður þekktist. Einungis um 20 stykki verða
P 'j framleidd af bllnum sem mun kosta um 120
W!L milljónir króna stykkið - að ótöldum skottum
ef hann skyldi verða fluttur hingað inn.
Dómsmálaráðherra Danmerkur rís upp
Harka gegn barnaníðingum
Ef dómstólar í Danmörku sinna
ekki verki sínu segist Lene Espersen
dómsmálaráðherra ætla að grípa
inn í.
„Ef við höldum áfram að sjá væga
dóma fyrir alvarleg brot þar sem
menn hafa misnotað kornungar
stúlkur er ég reiðubúin að taka
frumkvæði í átt að breyttum lög-
um,“ segir Espersen í samtali við
danska dagblaðið B.T.
„Þetta er hreint og beint hræði-
legt," segir dómsmálaráðherrann
um nýlegan dóm í máli manns sem
misnotaði 10 ára stúlku. Hann fékk
eins og hálfs árs fangelsisdóm.
Espersen hefur beðið ríkissak-
sóknarann um að gera úttekt á dóm-
um í kynferðisafbrotamálum til að
finna samhengi milli alvarleika
brota og þyngd dóma.
„Það er ekki bara þetta einstaka
mál frá Tonder sem veldur mér
áhyggjum, heldur er þetta almennt
séð áhyggjuefni," segir Espersen.
Hún bendir einnig á að nýlega sam-
þykkti danska þingið hækkiin á há-
marksrefsivist til handa brotamönn-
um í kynferðisafbrotamálum í 12 ár.
„Sú heimild hefur ekki verið nýtt
sem skyldi," segir ráðherrann.
Stór hluti Qármagns til hjálparstarfs eftir
Hjálparpeningar óhreyfðir
Frá Srí Lanka Flóöbylgjan kostaöi um 300.000 manns lífið.
Einum þriðja hluta þess fjármagns
sem safnaðist í neyðaraðstoð í Bret-
landi til handa fómarlömbum flóð-
bylgjunnar þann 26. desember 2004
hefur verið notaður. Hinir tveir þriðju
hlutamir em enn á bankabókum
hjálparfélaga á meðan fólk hefst enn
við í tjöldum á hamfarasvæðunum.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu DEC,
sem em samtök hjálparstofnana í
Bretlandi.
Andvirði um 37 milljarða íslenskra
króna safnaðist í Bretlandi. Skýrt er frá
því í skýrslunni að margt megi betur
fara í starfi stofriana. Hún segir neyð-
arhjálpina snúast að mestu um hvað
sé hægt að gera strax, frekar en það
hvað ætti að gera.
Dæmi séu einnig um að pening-
amir rati ekki endilega á réttan stað.
Indónesía varð fýrir 60% þess tjóns
sem varð í flóðbylgjunni, en á að fá
aðeins 31% fjármagnsins sem safiiað-
ist.
í skýrslunni er tekið fram að þekk-
ingu starfsmanna hjálparstofnana sé
ábótavant, sérstaklega hvað varðar
neyðarhúsaskjól og byggingar.