Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 13 Slökkvilið Vestmanna- eyja var kallað út 14 sinn- um á síðasta ári að því er fram kemur á vef sunn- lenska.is. í fimm tilfellum var kallað út í íbúðarhús, tvisvar vegna elds í skipum og þrisvar vegna grunscun- legs reyks á vinnustöðum. Einnig hefur slökkviliðið verið kallað út vegna minni háttar atvika, svo sem vegn.a elds í bílum, sinubruna og rusls við Sorpu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ragnars Þórs Baldvinssonar slökkviliðs- stjóra fyrir síðasta ár. Freyfaxi töltiráís Félagar í hestamannafé- laginu Freyfaxa standa fyrir stórmóti í ístölti á Lagar- fljótinu síðasta laugardag- inn í janúar. „ístölt Aust- urland fer fram í Eg- ilsstaðavík í fallegri náttúru þar sem áhorfendabrekkur frá náttúrunnar hendi umlykja svellið," segir í tilkynningu ‘ frá Freyfaxa. „í ár hafa margir af nafntoguðustu knöpum landsins boðað þátttöku sína og þess vegna má búast við að Istölt Aust- urland treysti sig í sessi sem stærsta útimót vetrar- ins í hestaheiminum.“ Sérfræðingar í öryggis- málum forrita hafa upp- götvað þóra al- varlega öryggis- galla í fjölmiðl- unarforritinu QuickTime frá Apple. Forritið er nauðsynlegt til nota á lagaveitu Apple, iTunes. Gallarnir gera „hökkurum" kleift að yflrtaka tölvukerfl í gegnum forritið. Þetta getur valdið fjölda fyrirtækja og stofn- ana ómældum vandræðum þar sem starfsmenn hafa hlaðið forritinu niður á tölvur sínar. Apple hefur þegar tekið á málinu og gefið út nýja útgáfu forrits- ins sem fáanleg er á heima- síðu fyrirtækisins. Charles Róbert Onken er ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir alvarlega líkamsárás. Charles er betur þekktur sem Bad Boy Charlie og var með fyrstu karl- kyns strippurum íslands. Hann lék líka í fyrstu og einu ljósbláu kvikmyndinni sem gerð hefur verið á íslandi. Charles Róbert Onken, eða Bad Boy Charlie eins og hann er bet- ur þekktur, er ákærður fyrir tvær alvarlegar líkamsárásir í sept- ember á síðasta ári. „Ég tala ekki við þig," sagði Charles Róbert Onken þegar blaða- maður hringdi í hann. Charlie er gefið að sök að hafa gefið manni hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og höfuð hans skall i gangstétt svo hann hlaut talsverðan skaða af. Einnig er hann ákærður fyrir að hafa gefið öðrum manni sama kvöld hnefahögg þannig að maðurinn nefbrotnaði. Charlie er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur á meðal kvenna vegna vaxtarlags síns og goðsagnakennds limaburðar en hann var vinsæll strippari í veislum og uppákomum kvenna. Ljósblár leikari Ásamt því að vinna sem strippari lék Charlie í fyrstu og einu ljósbláu kvikmyndinni sem gerð hefur verið á íslandi, Skýrslumálastofiiun ríkis- ins, sem Davíð Þór Jónsson leik- stýrði. Sú mynd markaði ákveðin tímamót í íslenskri kvikmyndasögu. Charlie hlaut talsverða frægð í kjölfarið og sat mikið fyrir enda van- ur sem nektarmódel. Hann var vin- sæll sem aldrei fyrr hjá kvenþjóð- inni. Nokkrum árum síðar var gerð heimildamynd um líf Bad Boy Charlie. Keyrði formúlubíl Charlie hefur snúið baki við strippinu og rekur nú go kart-leigu við Smáralind. Hann er mikill aðdá- andi hraðskreiðra bíla og hefur not- ið þeirra forréttinda að keyra for- múlu eitt bíl á Englandi. Charlie mun vera eini íslendingurinn sem keyrt hefur slíkt tryllitæki. „Ég fékk að keyra tíu hringi og komst upp í 200 kílómetra hraða," sagði Charlie um þessa einstöku reynslu sína. Ævintýramaður Það er ekki nóg fyrir Charlie að aka formúlubíl. Hann er líka skráður í fræga keppni sem nefnist Gumball 3000 og á að fara fram í apríl á þessu ári. „Þá langaði að fá svona íslenskan víking í keppnina," hefur Charlie sagt um þetta. Aðeins þátttökugjald- ið í keppninni hleypur á mUljónum. Charlie sagði í viðtali við DV að hann væri með sterkan bakhjarl á bak við sig sem borgaði gjaldið. Keppnin er sögð ævintýraleg. Auðmenn og furðufuglar aka 3 þús- und mílur á átta dögum í gegnum mörg lönd. Ökumennirnir eru þekktir fyrir að virða ekki hámarks- hraða og hafa nokkur slys átt sér stað í keppninni. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.