Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Blóðbankinn auglýsir grimmt þessa dagana eftir fólki sem vill gefa blóð. Kanadamaðurinn Francis Mason varð því skiljanlega hissa þegar fjöldinn allur af Pólverjum, sem vinna verkamannavinnu hér á landi, fékk ekki að gefa blóð í bankann þar sem þeir skildu ekki spurningalista sem allir blóð- gjafar þurfa að skila. Svarthöfði Launahækkun ersprengja Heimir Hafsteinsson og Þröstur Sigurðsson, sem eru í minnihluta í hreppsráði Rangárþings ytra, segjast andvígir launahækkunum til leikskólakennara. Hækkanir voru ákveðnar í hreppsráði með hiiðsjón af heimild Launanefndar sveitarfélaga um að hækka megi laun með því að flýta launa- flokkahækkunum ásamt mánaðarlegum eingreiðsl- um auk tilfærslna upp um launaflokka. „Undirritaðir sitja hjá við afgreiðslu þessa máls og telja að verið sé að varpa sprengju inn í kjara- mál sveitarfélaga almennt með ófyrirséðum afleiðing- um,“ bókuðu Heimir og Þröstur. Ætla að rífa Blönduskála Hinn frægi áningarstáður Blönduskáli mun brátt heyra sögunni til í núver- andi mynd. Bæjarráðið á Blönduósi hefur samþykkt ósk Olíuverzlunar fslands um að fá leyfi fyrir því að rífa niður skálann og íjarlægja. Blönduskáli stendur við hringveginn þar sem hann liggur í gegn um Blönduós rétt sunnan við brúna yfir Blöndu. Skálinn var gerður ódauðlegur í Stuðmanna- myndinni Með ailt á hreinu þar sem sungin var lofgjörð um franskar, sósu og salat. Hunsa foreldra í Hafnarfírði Foreldrar leikskólabama í Hafnarfirði þurfa að sætta sig við að leikskólum bæjar- ins verði lokað í tvær tilteknar vikur af sumar- leyfistíma bam- anna. Heil 95 prósent foreldr- anna svömðu því til í könnun að þeir væm andvígir þessari sumarlokun og vilja frekar fá að velja sjálfir hvenær bömin em tekin út af leikskólunum til að fara í sumarleyfi. Úr- slitum réð að meirihluti starfsmanna leikskólanna er hlynntur sumarlokuninni. Þetta var ákveðið í fræðslu- ráði bæjarins í gær. Komum til dyranna eins og við erum klædd Allt er á öðmm endanum eftir að Eurovision-lag Silvíu Nóttar lak út á netinu og allir gátu hlýtt á. Það er víst bannað. Rætt er um að vísa Silvíu úr keppninni og er það vonum fyrr. Sjálfur hefur Svarthöfði stundum haft gaman af uppátækjum Silvíu Nóttar þó hún komist ekki með tærnar þar sem Johnny National hafði hælana. Silvía Nótt er ekki annað en eftirlíking af Johnny; bara í kvenmannslíki. Af því einu þykir Svarthöfða við hæfi að vísa Silvíu úr Eurovision- keppninni. Þar er um sóma og sæmd þjóðarinnar að tefla og við slíkar aðstæður á fólk að koma til dyranna eins og það er klætt. Hvern- ig hefði landsmönnum fundist ef Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein, Einar Ben. og Jónas Hallgrímsson hefðu ort og unnið sín afrek í dular- gervi líkt og Silvía Nótt gerir nú. Silvía Nótt heitir í raun Ágústa Eva Erlendsdóttir og var söngkona í hljómsveitinni Ske áður en hún breytti um persónuleika og útlit á hálu svelli frægðarinnar. Hún má ■g hefþaö rosalega gott, Þetta yar mjög gottígær og ég er heilli maöur fyrir vikiö gir Curver Thoroddsen iistamaður, sem breytti nafni sínu í gær.„Nú er ég búinn að meina aukasjálfm i eitt sjálf. Það er búið að vera virkilega gaman og ganga vel upp. argir góðir vinir hafa hjálpað til og mér líður mjög vel. Mig langar bara til að þakka þjóöinnikærlega fyrirað taka svona velIþetta." „Við gerum ekki upp á milli fóiks vegna upp- runans. Það er hins vegar mikilvægt skil- yrði að gjafar tali ís- lensku eða ensku." kynningarefni bankans er á (ís- lensku) en einnig sé mögulegt að taka á móti þeim sem tala og skilja ensku. „Þetta er mjög í takt við það sem gerist í öðrum löndum. Það er ekki við hæfi að hafa túlk enda ber okkur skylda að ræða við blóð- gjafann í einrúmi áður en hann gefur blóð. Auðvitað væri draumur- inn að hafa öfluga sveit þýðenda og hafa spurn- inglistann á sem flestum tungumálum en við erum fjársvelt opinber m íhpr stofnun og höfum ekki bolmagn til þess." íslendingar sjálfir sér nógir Sveinn sagðist aðspurður ekki vera svekktur yfir því að geta ekki nýtt sér blóð heilsuhraustra Pól- verja því reglur bankans byðu ekki upp á það. „Við eigum öfluga sveit blóðgjafa og enn sem komið eru fslendingar sjálfum sér nógir. Við gerum ekki upp á milli fólks vegna upp- runans. Það er hins vegar mikilvægt skil- yrði að gjafar tali íslensku eða ensku, svo að við get- um sinnt ríkri upplýsinga- skyldu okkar við gjaf- ana, og móttekið mikilvægar upplýsingar þeirra," sagði Sveinn. Francis Mason Skilur ekkert Iþvlaf hverju heilsuhraustir Pólverjar fái ekki að gefa blóð þegar Blóðbankinn aug- lýsir eftir meira blóði. DV-myndGVA Eva Erlendsdóttir fylli það skarð sem þá myndast. Ef „Silvía Nótt" treystir sér ekki til að vera hún sjálf á hún ekki að fá að vera með. íslendingar eiga að senda alvöru fólk í úrslitakeppni Eurovision. Ekki eftirlfkingar eða skopstælingar sem eiga sér ekki rætur í íslenskri þjóð- menningu eins og hún gerist best og fegurst. Svarthöfði 3að eru ekki allir sem geta gefið blóð á íslandi. Að því komust Lim tuttugu Pólverjar fyrir skömmu þegar þeir ætluðu að svara calli Blóðbankans og gefa blóð. Þeim var hafnað þar sem þeir ikildu ekki spurningalista sem blóðgjafar verða að fylla út. Yfir- maður þeirra, hinn kanadíski Francis Mason, sem hefur búið á fslandi undanfarin 23 ár, segir Pólverjana vera reglumenn sem eyki hvorki né drekki og séu í afar góðu líkamlegu formi. „Blóðbankinn auglýsir dag eftir dag og vantar blóð. Eg get því alveg ómögulega skilið af hverju þessu góða fólki er neitað um það að gefa blóð. Þetta fólk reykir hvorki né drekkur og er heflsuhraust. Eina vandamálið er að það skilur ekki íslensku og getur því ekki svarað því á íslensku í 'hvort það reyki eða drekki. Ég mátti ekki einu sinni þýða fyrir fólkið. Þetta er alveg ótrúlegt," sagði verkstjórinn 1R Sveinn Guðmundsson Yfirleeknir Blóðbankans segir reglur bankans vera strangar og þvl geti fólk sem tali hvorki íslensku né ensku ekki gefið blóð. DV-mynd Valli Francis Ma- son en Pól- verjar undir hans stjórn fengu ekki að gefa blóð í Blóðbankanum fyrir skömmu. Engin svör Francis sagði að hann þekkti til um 70 Pólverja sem væru allir boðnir og búnir til að gefa blóð. „Þetta er gott fólk og ég fékk í raun og veru engin svör frá Blóðbank- anum þegar ég leitaði eftir þeim. Það fóru allir undan í flæmingi og ég fór burtu án þess að skilja hvernig í ósköpunum stendur á því að þetta fólk fékk ekki að gefa blóð," sagði Mason. íslenska og enska Sveinn Guðmundsson, yfir- læknir hjá Blóðbankanum, sagði í samtali við DV í gær að reglur bankans væru skýrar að því leyti að annað hvort þyrfti blóðgjafinn að geta skilið eða gert sig skiljanlegan á íslensku eða á því tungumáli sem svo sem koma fram sem slík á skemmtunum og í eigin sjónvarps- þáttum ef einhver nennir að hlusta og horfa en aldrei í Eurovision. Þar á fólk að vera það sjálft en ekki eitt- hvað annað. Það hlýtur því að vera samdóma álit allra sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti að Silvíu Nótt verði vísað úr Eurovision-keppninni og Ágústa Hvernig hefur þú það? f Shilja ekk i islensku -—1 Fengu ekki að gefa blóð Pól- verjarnir Marek Gibala, Krzysztof Bania, Wojciech Zarnowski, Jaroslav Swiergosz og AntoniStef anczyk fengu ekki að gefa blóð i Blóðbankanum þar sem þeir skilja hvorki íslensku né ensku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.