Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 32
j1 Viðtökum n fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndarergætt. j-"r1 Q r“ fjQ Q SKAFTAHLlÐ24,105REYKJAVlK [STOFNAÐ1910] SÍMI5505000 5 690710 111117 ffnalaup & Slaingrimnr Vinstri-grænir hafa tekið upp þann sið að gefa upp laun og eignir þingmanna sinna á heimasíðu flokksins. Vekur þar eftirtekt að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, er hluthafi í Efnalaug Suðurlands. Efnalaugin er með höf- uðstöðvar á Selfossi og með útibú í Hveragerði en Steingrímur er úr Þistilfirði. ^ „Steingrímur er kvæntur systur minni og þau eiga þennan hlut saman eins og aðrar eignir," segir Kristinn Marvinsson, framkvæmda- stjóri og aðaleigandi Efnalaugar Suðurlands, en Kristinn er bróðir Bergnýjar Marvinsdóttur, eiginkonu Steingríms. „Þetta er fjórtán ára gamalt fyrir- tæki og þegar við hjónin stofnuðum það var ekki eins auðvelt að fá lánsfé og í dag. Þess vegna lögðu systir ^ínog mágur okk- ur lið,“ segir Kristinn í Efnalaug Suðurlands. Ekki vill Kristinn slá á hversu verðmikill hlutur Steingríms er í efnalauginni en samkvæmt bók- haldi Vinstri-grænna er hann skráð- ur á 202 þúsund og fimm hundruð krónur. „Þetta er lítið fyrirtæki á lands- byggðinni sem mallar þokkalega og er réttu megin við núllið. Þetta hef- ur sem bet- ur fer geng- ið ágæt- lega," segir Kristinn sem sjálfur starfar í fyr- irtækinu ásamt eig- inkonu sinni og er með sex til sjö manns í vinnu. „Nei, Steingrímur kemur ekki með fötin sín hingað í hreinsun , aipda búsettur í Reykjavík. Menn eins og hann setja stundum smott- erí í hitt og þetta en mér segir svo hugur að Steingrímur mágur minn hafi ekki ailtaf riðið feitum hesti frá þeim viðskiptum sínum. Hann er ekki þannig," segir Kristinn. Auk þess að vera hluthafi í Efna- laug Suðurlands á Steingrímur J. Sigfússon hlutabréf í Fjallalambi, 1 lífcljalaxi, fslandsbanka, Landssíma íslands og Marel. Þá átti hann 1,7 milljónir í Hraðfrystistöð Þórshafn- ar sem hann seldi í upphafi ársins 2005 þegar til innlausnar kom. Eða svo segir á heimasíðu Vinstri- grænna. Steingrímur J. Hljóp undir bagga með mági sinum á Selfossi. Verða hreinsanir íflokknum? • Elín Gestsdóttir fegurðar- samkeppnaforsprakki hefur ekkert viljað segja eftir að hún svipti Ólaf Geir titlin- um herra ísland. Nafn Elín- ar hefur áður komið upp í tengslum við fegurðarupp- hlaup og hneykslismál því fyrir nokkrum árum flúði urðardrottningum frá Úkraínu við illan leik. Þær töldu ljóst að úkraínska mafían liti svo á að þátt- takendur í fegurðarsam- keppninni væru eins kon- ar sending leikfanga fyrir sig... ungfrú ísland ásamt nokkrum feg- • Elín Gestsdóttir mun hafa litið á flóttann sem hálfgerðan eymingjaskap í stúlkun- um og þær hafi átt að klára dæmið. Átti sú ung- frú Island ekki upp á pall- borðið hjá Elínu. Ef til vill skýrist gallhörð afstaða og krafa Elínar Gestsdóttur um flekkleysi og fegurð til þátttakenda í fegurðarsamkeppn um á því að samhliða rekur hún hundahótel að Leirum ásamt eiginmanni sínum Hreiðari Karlssyni. Þar rækta þau hjón einnig írsk- an og enskan setter með af- bragðsárangri undir nafninu „Eðal". Hafa hundar þaðan einmitt staðið sig sérlega vel í hlýðniskólum... TÆKI. ®896-5944 / A V Körfubíl Bómu utmngar oðvar Vatnsdælur LEIGA / SALA www.taeki.is *>■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.