Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 16
7 6 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 Sport DV Island endar í 7. sæti á EM Eftir lokaleiki milliriöilsins i gær er ljóst hvaða lið spila um sæti á Evrópu- módnu. Þjóð- verjar og Rússar spila um 5. sæt- ið en undanúr- slitaleikirnir verða á milli Spánverja og Dana annars vegar og Frakka og Króatíu hins vegar. Þá er líka röð hinna liðanna ljós eða þeirra liða sem hafa lokið keppni i Sviss. ísland er í 7. sæti, Slóvenía er í 8. sæti, Nor- egur er í 9. sæti, Serbía er í 10. sæd, Pólland er í 11. sæd og loks er Úkraína í 12. sæti EM að þessu sinni. Danir léku sér að Rússum Danir léku sér að Rússum í lokaleik ís- lenska milli- riðilsins og tryggðu sér þar með sætí í undanúrslitunum. Danir unnu að lokum leikinn með sjö marka mun, 35-28, eftir að hafa komist mest níu mörkum yfir. Leikurinn var jafn framan af og staðan var 13-13 í hálfleik. Danir áttu hins vegar frábæran seinni hálfleik sem þeir unnu með sjö mörkum, 22-15. Línu- maðurinn Michael Knudsen skoraði 10 mörk úr 10 skotum fyrir Dani í leiknum. Króatar kláruðu Serba í seinni Strandaglopar hálfleik Efdr jafnan og spennandi fyrri hálfleik þá stungu Króatar nágranna A sína í Serbíu og ■ Svarttjallalandi af í seinni hálfleik og tryggðu sér sæti í undanúrslit- um með 4 marka sigri, 34-30. Staðan var 16-16 í hálfleik og 20-20 þegar 19 mínútur voru eftir en þá skoruðu Króatar sex mörk í röð á aðeins fjórum mínútum. Goran Sprem og Ivano Balic (maður leiksins) nýttu 17 af 20 skotum sínum í liði Króata og Vlado Sola varði 19 bolta. Fjórði sigurleik- ur Frakka í röð Frakkar spila betur með hverjum leiknum og þeir tryggðu sér sæti í undanúrslit- unum með 10 marka sigri á Úkraínu. Kvöldið áður höfðu Frakkar einnig burstað Pólverja með 10 marka mun og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Joel Abati skoraði mest eða 7 mörk en það vakti athygli að maður leiksins, Didier Dinart skaut ekki á markið í leiknum, en átti stórleik í vöminni og varði sjálfur meðal annars 4 skot Úkraínumanna. Það var eldsneytislítil íslensk vél sem keyrði áfram íslenska liðið á Evrópumótinu í Sviss í gær. Vélin hefur orðið fyrir hverju högginu á fætur öðru á undanfömum dögum og sigldi hún, bókstaflega, í . strand gegn Norðmönnum. Einn leikmaður, Kjetil Strand, skoraði m'tján mörk í leiknum sem er fáheyrt í alþjóðlegum handbolta. Ásgeir öm Hallgrímsson var í byij- unarliði fslands eins og í fyrradag og fékk hann hlutverk bakvarðar í vöm- inni, sem er ábyrgðarmikil staða. Kristían Kjelling hefur verið hættuleg- asta skytta Norðmanna á mótínu og var það hlutverk Ásgeirs að gæta hans. Ekki byijaði það reyndar gæfú- lega því hann fékk brottvísun strax eftir tveggja mínútna leik. Það var vitað að Ásgeir er ekki sterkastí vam- armaður liðsins og þegar hann fær öðm sinni brottvísun á 18. mínútu gat hann eigin klaufaskap um kennt. En hann sýndi nokkra ágæta takta í sókninni og skoraði tvö mörk auk þess að gefa lúmskar sendingar á línu. Ótrúlegur Strand En maður fyrri hálfleiksins var án efa Kjetil Strand. Hvað eftír annað skoraði hann af 6 metra færi, ýmist yfir hausinn eða framhjá skrokknum á Amóri Atlasyni. Amór, rétt eins og Ásgeir, er ungur og á margt ólært en hann hefur sýnt það á þessu móti hvers hann er megnugur. En á þessari 21 mínútu þar sem Strand skorar m'u af fyrstu ellefu mörkum Norðmanna hefur Amóri sjálfsagt ekki liðið neitt sérstaklega vel. Þegar yfir lauk, var Strand búinn að skora m'tján mörk sem er vitanlega ótrúlegt afrek. Óþekkjanlegur varnarleikur Þrátt fýrir öli þau skakkaföll sem liðið hefur orðið fyrir og þá mikla orku sem undanfamir leikir hafa kostað íslensku leikmennina er það aðdáunarvert að þeim tókst að ná yfirhöndinni í leiknum eftír að Norð- menn byrjuðu betur. Sóknarleikurinn gekk ágætlega með þá Ólaf og Snorra Stein í fararbroddi en mistök í vöm kosta það að Norðmenn náðu að hanga í leiknum. íslensku leikmenn- irnir vom aUtof duglegir við að gefa Norðmönnum vítí og fá tveggja mín- útna brottvísanir. Þetta var ekki sá varnarleikur sem íslensku leUcmenn- imir hafa sýnt á mótinu. Vannýtt tækifæri Besta tækifæri íslands tíl að taka af skarið og byggja upp almenrúlega for- ystu var þegar að Norðmenn missa tvo leikmenn af veUi með skömmu miUibili. En rétt eins og í lokamínút- unum gegn Króötum tekst þeim ekki að nýta það tækifæri og Norðmenn ná að halda jöfnu. En góðar lokamín- útur tryggja íslendingum tveggja marka forystu í hálfleUc. Birkir Ivar áttí ágætan leik í fyrri hálfleik og var sérstaklega óheppinn í mörgum skotum Norðmanna þar sem hann missti hreinlega boltann í markið eða náði ekki að halda frá- kastinu. Það var einnig jákvætt að markaskorun íslenska Uðsins dreifð- ist á átta menn á meðan aðeins þrír Norðmenn sáu um að skora mörk þeirra. Strand var búinn að fara ham- forum og hefði Viggó átt að leggja meiri áherslu á að stöðva hann. Hræðilegur hálfleikur Síðari hálfleUarr var í stuttu máli sagt hræðUegur hjá okkar mönnum. Varnarleikurinn hrundi og markvarsl- an var U'tíl sem engin. Strand fékk að leUca lausum hala og skoraði hvert markið á fætur öðru. f fyrri hálfleUc voru i'slendingar búnir að misnota tvö vítí en þau hafa verið eitt sterkasta vígi liðsins á mótinu. Emi jákvæði punkt- urinn í leUcnum kom þegar Ólafi Stef- ánssyni tókst að skora úr vítí í sinni fyrstu tílraun en þetta var hans 1090. mark með íslenska landsliðinu og sló þar með markamet Kristjáns Arason- ar. Það var sorglegt að þessi merldlegi áfangi kom í leUc sem þessum. Dýrkeypt mistök Arnórs Þegar 20 mínútur voru eftir og staðan var 20-20 fær Arnór Atlason dæmt á sig vítí og þar að auki er honum vísað af velli í tvær mínútur. Amór var ragur í sókninni og gerði sig sekan um mörg mistök í vörninni og eftir þetta náðu Norðmenn undirtök- unum í leiknum og létu forystuna aldrei af hendi. íslendingar fengu að vísu tækifæri tíl að komast yfir skömmu síðar en nýttu það ekki. Þegar Norðmenn eru manni færri tekst þeim að komast tveimur mörkum yfir með einu markinu tíl frá Strand og greinilegt að okkar menn „Tækifærin voru tilstaðar og með smá heppni hefðu okkar menn getað farið mun lengra eru sprungnir. Okkar menn reyna hvað þeir geta tU að hanga f leiknum með því að skora nokkur góð mörk en Norðmenn svara aUtaf strax aftur með marki. Islenska vömin var orðin eitt stórt gatasigtí. Sorglegur endir Niðurstaðan er sorglegur endir á annars góðu móti hjá okkar mönn- um. Tækifærin voru tíl staðar og með smá heppni hefðu okkar menn getað farið mun lengra. En stór skörð voru höggvin í íslenska leikmannahópinn og var fjarvera Alexanders Petersson einfaldlega of stór bití fyrir íslenska liðið. Einar Hólmgeirsson áttí afltaf eftir að ná sér á strik á mótinu og hefði hann getað gert gæfumuninn í leikn- um í gær. En höfúðhögg hans gegn Króötum sá tíl þess að hann fékk aldrei tækifæri tU að sýna sitt rétta andlit. Okkar menn voru sprungnir og þreytan var augljós. Engu að síður börðust þeir hetjulega ffam á síðustu stundu og geta þeir borið höfuðið hátt við heimkomuna. eirikurst@dv.is Minnti um of á HM íTúnis Sigurður Sveinsson er sérfræð- ingur DV Sports í umfjöllun blaðsins um Evrópumótið í Sviss. Hann, rétt eins og aðrir íslendingar, var fremur niðurlútur eftir leikinn gegn Norð- mönnum f gær. Hann segir þó að | okkar menn hafi byrjað leUdnn ágæt- lega. „Ég veit þó ekki alveg með þessa vöm ksem Viggó stUltí upp. Ivörnin var slæm og Ivarði ekki nema einn Ibolta allan leikinn. Það var afleiðing þess að menn vom að verjast einn á mótí einum sem bar ekki mikinn árangur. Við fengum ódýr mörk á okkur og markvarslan verður eftir því. Það er svo sem ekki hægt að taka neinn sökudólg fyrir en það má einfaldlega ekki gerast að einn maður skori m'tján mörk í einum leUc á stórmótí í handbolta. Ég veit ekki hvort þreytan var að segja tíl sín en menn virtust ekki hafa rrúkla trú á sér í vamarleik liðsins. Það vom engar lausnir að finna á varnarleik okkar og var það ekki fyrr en í lokin sem eitthvað var reynt að bregða út af vananum. En hraðaupp- hlaupin komu aldrei og vomm við þar að auki of mikið af velli. En þrátt fyrir aUt þetta áttum við möguleika í leUcnum en hann nýttum við ekki. Það var greinUegt að Amór Atla- son var ekki að finna sig. En þá mátti Viggó láta hann vita að hann ættí að taka nokkur skot á markið fyrst hann spUaði aUan leikinn. Hann áttí ekki að vera þama tíl að spUa einungis boltanum tíl félaga sinna. Guðjón Valur hefði átt að fá tækifærið fyn í skyttustöðunni. En það virðist sem að þeir spUi aUtaf vel, Róbert, Óli, Guðjön Valur og Snorri Steinn. En í svona stórri keppni verða aðrir menn að geta tekið við endmm og eins. Undir lokin fór spilamennska okkar manna að minna um of á HM í Túnis þar sem leikmenn gerðu of mUdð af því að bíða eftír að sjá hvað Óh myndi gera. Ég er annars sannfærður um að ísland hefði farið aUa leið í undanúr- sUt með þá Einar og Alexander inn- anborðs. En það er ekki hægt að taka það af leikmönnum að þetta var frá- bært mót en lukkan var einfaldlega ekki á okkar bandi." ý j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.