Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 Sport 33V Bjarnitil Banda- ríkjanna Bjami Guðjónsson er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann kemur til með að skoða aðstæður hjá bandaríska úr- valsdeildarliðinu Metro Stars. Hann fékk sig lausan undan samningi hjá Plymouth í fyrradag eftir að Tony Pulis, stjóri liðsins, neitaði honum að fara til annars ensks liðs, sem hafði áhuga á að fá hann. Ef Bjami semdi við Metro Stars yrði hann fyrsti íslendingur- inn til að leika í MLS, banda- rísku úrvalsdeildinni í knatt- spymu. Souness rekinn Graeme Souness var í gær rekinn sem knatt- spyrnustjóri enska úrvals- deildarfélagsins Newcastle. Glenn Roeder, fyrrverandi þjálfari West Ham og ung- lingaþjálfari hjá Newcastle, tekur tíma- bundið við starfinu og verður Alan Shearer að- stoðarmaður hans. Souness tók við Newcastle í septem- ber árið 2004 eftir að Sir Bobby Robson var sagt upp störfum. Hann náði félag- inu aldrei á flug enda hafa þrálát meiðsli plagað leik- mannahóp liðsins. ánægður með Fowler Robbie Fowler Iék sinn fyrsta leik í búningi Liver- pool í fimm ár er hann kom inn á sem varamaður í leik gegn Birmingham í fyrra- dag. Fowler skoraði meira að segja ótrúlegt mark með bakfallsspyrnu í uppbótar- tíma er staðan var 1-1 en var markið dæmt af vegna rangstöðu. Ætlaði allt um koll að keyra á Anfield þeg- ar þetta gerðist. En Benitez var ánægður með Fowler. „Það hefði verið fullkominn endir á leiknum ef hann hefði skorað þetta mark." Sanchezvill byrja á íslendingum Lawrie Sanchez, lands- liðsþjálfari Norður-íra, sagði í samtali við frétta- stofu BBC í vikunni að hann vildi fá að hefja keppni í undankeppni EM 2008 gegn þjóð sem Norð- ur-írar geta náð súgi af. „Það væri h'nt að fá Lettland, fsland eða Liechten- stein," sagði Lawrie. „Og mér er alveg sama hvort það verði heima eða að heiman. Við töpuðum 3-0 fyrir Pólverjum í fyrsta leik okkar í síðustu und- ankeppni og vil ég ekki að slík staða komi upp aftur." Guðjon Valur Sigurðsson á erfitt með sig að loknum leik íslands og Noregs í gær. Sigfús Sigurðsson gengur að Guðjóni til að hughreysta félaga sinn. Éf’ m Nordic Photos/AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.