Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Side 21
DV Lífið
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 21
EinarTöns-
berg kallar
sig Eberg og
er á hraðri
uppleið í tón-
listarbransan-
um í London.
ÉMllI
ddTLr
n
Einar Tönsberg var í Cigarette
með Heiðrúnu önnu á sínum tíma
en undanfarin ár heíúr hann starfað
undir nafninu Eberg. Fyrsta platan
hans heitir Plastic Lions og kom út
fyrir þrem árum, en nú er komin út
smáskífa og ný stór plata, „VoffVoff",
er væntanleg í mars.
Á samingi hjá goðsögn
„Ég hef búið hérna í London í
átta ár,“ segir Einar. „Búinn að dútla
og gramsa í tónlist og vinna á tökk-
um í hljóðverum. Þegar ég kom
hingað fyrst fór ég í upptökuskóla og
kynntist þar strákum sem ég stofn-
aði rokkhljómsveitina Lorien með.
Við gáfum út plötu og fengum ágæt-
is athygli. Mugison var í þessum
upptökuskóla líka og ég man eftir
því að í gegnum Friðrik Karlsson
fengum við ágætisdfl í diskaverk-
smiðju. Við vorum að gefa út fyrstu
sólóplöturnar okkar á sama tíma og
vorum mikið í sambandi við Friðrik
út af samböndum hans.“
Eberg er nú á mála hjá útgáfufyr-
irtækinu Instant Karma. „Þetta
merki er rekið af Rob Dickinson sem
er goðsögn í bransanum," segir Ein-
ar. „Hann var aðalmaðurinn hjá
Warner Bros og réð t.d. Madonnu og
Rod Stewart. Karlinn hætti hjá
Warner eftir tæplega 30 ára feril og
stofnaði þá Instant Karma. Hann
hefur gefið út t.d. Panjabi MC,
Helicopter Girl og I Monster.
Kannski engin megabönd en hafa
verið að standa sig þokkalega."
Útgáfutónleikar á íslandi
Nýja platan með Eberg heitir
„VoffVoff" og kemur út á Englandi 3.
apríl. Nú þegar er komin tveggja
laga smáskífa sem fengið hefur fína
dóma og góða spilun á útvarps-
stöðvum. „VoffVoff er beint fram-
hald af Plastic Lions, en kannski vin-
samlegri og auðveldari áheyrnar.
Þetta eru í raun næstum því hefð-
bundin popplög sem ég klæði í
skemmtileg föt." Einar yppir öxlum
þegar á hann er gengið með áhrifa-
valdana en viðurkennir þó að hafa
lengið verið Depeche Mode-aðdá-
andi og að hann fíli Four Tet.
Eberg hefur verið að hamra járn-
ið á klúbbum í London og er sveitin
bókuð á nokkur festivöl í sumar.
Einar kemur fram með sellóleikara,
trommara og tölvu. „Tja, það er nú
eiginlega búið að reka tölvuna því
hún hefur verið að láta illa. Er alltaf
annað hvort full eða feimin."
Eberg hefur spilað tvisvar á
Airwaves og þá er tónleikahald hans
á íslandi upptalið. Nýja platan kem-
ur út á íslandi hjá 12 tónum í apríl og
Einar segist pottþétt ætla að halda
útgáfutónleika hér. „Það er líka
kominn sá tónn í mig að flytja
heim," játar hann. „Ég veit samt ekíd
alveg hvað maður ætti að gera
heima. En það skemmtilega við
þetta að um leið og maður lendir
kemur alltaf eitthvað upp í hend-
urnar á manni."
-mssi
Maður í Utah-fylki í Bandaríkjunum fór nið-
ur á lögreglustöð í bænum Orem og bar kennsl
á 186 gramma graspoka, sem hann sagði vera
sinn. Maðurinn var samstundis handtekinn og
ákærður fyrir að eiga fíkniefnin sem hann við-
urkenndi að hafa ætlað að selja. Málið hófst
þannig að maðurinn gerði lögreglunni viðvart,
eftir að fíkniefnum hafði verið stolið af heimili
hans. Hann sagðist hafa ætlað að selja öðrum
manni fíkniefnin, þegar hann tók eftir því að
brotist hafði verið inn til hans og graspokanum
stolið. Lögreglan var ekki lengi að hafa hendur í
hári innbrotsþjófsins, en hann fannst heima
hjá mömmu sinni,
með grasiö og blóðugar
buxur, en hann skar sig á glerbroti í
innbrotinu. Innbrotsþjófurinn var ákærður fyr-
ir innbrot, þjófnað, og eign á fíkniefnum sem
hann væntanlega hugðist selja. „Jafhvel
heimskustu glæpamennirnir eru yfirleitt gáf-
aðri en þetta," sagði lögreglumaðurinn Doug
Edwards. Lögreglumennimir vom undraðir á
þeim sem átti efnin, en það gerist ekki oft að
maður ekki aðeins viðurkenni að hafa átt í
fíkniefni, heldur einnig að hann hafi ætlað sér
að selja þau, í einni og sömu semingunni.
Kannabis Mað-
urinn varmeð 186
grömm afgrasi
og lét lögreglu
vita.þegar þvi var
stolið af honum.
Jóhann Bachmann Ólafsson, trommari (
Skítamóral, er 30 ára í dag.
„Ástin litar tilveru hans
í björtum og ekki síð-
ur fögrum litum og
honum líkar það
vel. Hanner einn af
þeim sem kunna þá
list að leyfa hverjum
fugli að fljúga eins og
hann er fiðraður og tekur
hlutunum með jafnaðargeði."
Jóhann Bachmann
Mmber'm (20. jan.-18.febr.)
Ekki leyfa tilfinningum eins
og hégómleika og afbrýðisemi að hafa
áhrif á þig á nokkurn hátt. Skap þitt
kann að flækjast fyrir þér um þessar
mundir (helgina framundan). Ef þú
finnur fyrir pirringi eða óþægindum
innra með þér ættir þú að huga að því
að hvíla þig og huga að því jákvæða. 41
Fiskamirfíft febr.~20. mars)
Alls ekki búast við því að fólk-
ið í kringum þig sé fullkomið eða viti
hvað það þráir að upplifa. Þú ert fær
um að heilla hvern sem nýtur þeirra
forréttinda að njóta nærveru þinnar ef
marka má stjörnu Fiska.
Hrúturinn Qlmars-naprll)
Þegar jafnvægið fer úr skorð-
um áttu það til að flnna fyrir vanlíðan
og jafnvel biturleika af einhverjum
ástæðum. Þér er um þessar mundir
ráðlagt að efla líkamlegan styrk þinn.
Nautið (20.april-20.maí)
Fagnaðu hverri stund lífs þíns.
Ekki gefa neinum færi á að særa þig
næstu misseri og hafðu hemil á þér ef
þú finnur fýrir neikvæðni.
|ff| lV\bmm(21.mai-21.júnl)
Lífið leikur við fólk fætt undir
stjörnu Tvíbura. Þú berð sterka
ábyrgðartilfinningu gagnvart fjöl-
skyldu og vinum og mundu að leiða
allt það neikvæða sem verður á vegi
þinum frá þér og huga að þeim smá-
atriðum sem tengjast þínum nánustu.
faabbm(22.júnl-22.júll)
Skoöaðu líf þitt sem krafta-
verk ef þú kýst að þroskast (rétta átt.
Þér er líka ráðlagt að breyta lífi þ(nu til •
hins betra með því að gefa eigin til-
finningum gaum.
LjÓnÍðeJ.yii//-a<f9iisíj
Talan sex er þín tala fyrri
hluta árs 2006. Heimurinn var skapað-
ur á sex dögum. Talan tengist dugnaði
þínum og sköpurargleði en hér birt-
ast vandamál/hindranir sem virðast
flækjast fyrir þér.
Meyjan (23. ðgúst-2isept.)
Ef þú hefur verið að skipta þér
af málum sem koma þér ekki við, ættir
þú að draga þig til baka. Gakktu I þau
mál sem varða þig og eingöngu þig.
Dugnaður, skipulag og breytingar eru
áhersluorð dagsins hjá fólki borið í
heiminn undir stjörnu Meyju.
VoqiO (23. sept.-23.okt.)
Ekkert fær hindrað að þú
komist þangað sem þú ætlaðir þér og
aðstæður fara batnandi. Þú skalt vera
þolinmóð(ur) og draga andann djúpt
ef þú flnnur fyrir streitu eða álagi.
Sporðdrekinng4.ob.-j/.fl<iy.j
Atburðir sem þú upplifir um
þessar mundir einkennast af umburðar-
iyndi, krafti og ánægju hjá stjörnu þinni.
Þú ert tilbúin/n að leggja allt í sölumar til
að láta drauma þína rætast.
Bogmaðurinn (22 n<fe-2/.<fcj
Leyfðu þér að vera einlæg/ur,
áhyggjulaus og kær gagnvart þeim sem
skipta þig máli.
Steingeitin (22. fe.-?ftjan.j
Ekki láta vandamálln fara i
taugarnar á þér. Hvíldu þig og safn-
aðu kröftum því margt mun breytast (
nánustu framtíð. Nánast allt fer eins
og þú óskar.
SPÁMAÐUR.IS