Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Page 8
I ! urver Thoroddsen situr inni á Hamborgarabúllunni og heilsar virðulega. Hann er úða í sig einu tilboði aldarinnar plús kokteilsósu. Erindið er að ræða nýút- kominn disk hljömsyeitarinnar Ghostdigital - In cod we trust sem er kominn út hérlendis en kemur út um allan heim þann 7. mars næstkomandi. Sveitina skipa Curver og Einar örn Benediktsson, fyrrum Sykurmoli og sölu- hæsti karlsöngvari þjóðarinnar. Hann er ókominn. Curver tekur upp símann og hringir í Einar. „Hvar ertu? Nei, rólegur ég var bara að kanna hvar þú vær- ir. Ok. Ég heyri í þér. Bless. Hann er að koma,“ segir Curver. í sömu andrá kemur Einar örn þeysandi inn á Búlluna og segir með glott á vör: „Hvaða æsingur er þetta?" Bibbi svarar um hæl. „Hvað er þetta? Þú mátt ekki ofmetnast þó þú sért söluhæsti karlsöngvari þjóðar- innar," segir hann og allir hlæja. Ljósmyndari Sirkus kemur inn í sömu andrá og þá er mál að finna rétta stað- inn fyrir forsíðumyndatökuna. Það er kalt en þetta hefst á endanum. Þeir kunna að sitja fyrir. BYRJAÐI UPPFRÁ101 REYKJAVÍK Síðasta myndatakan fer fram fyrir utan Sægreifann og kemur Sægreiflnn sjálfur í dyrnar og býður öllum að ganga í bæinn. Þar með er staðurinn fyrir viðtalsstund- ina fundinn. Einar pantar sér humarsúpu og þá er allt klárt. Hvað segið þið strákar. Hvemig byrjaði þetta alltsaman? „Þetta byrjaði allt árið 2001. Einar söng inn á lag hjá Mínus og uppfrá því gerði ég eitthvað remix sem var í 101 Reykjavík, lög sem Einar og Damon (Albarn)höfðu verið að gera. Einar fílaði noise technoið sem ég var að gera og ég röddina hans. Þannig leiddust hestarnir saman. Svo kom Einar í heimsókn og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað project saman," segir Curver og Einar tek- ur upp þráðinn. „Svo tók það okkur nokkra mánuði að hittast aftur," segir hann en blessunarlega náðu þeir að mæla sér mót á endanum. ANDVÖKUNÆTUR AÐ BAKI Curver segir að þeir félagar hafí þurft tíma til að læra hvor á annan. Hann vissi ekki hvað Einar vildi fara langt með hið svokallaða hávaða beat. Það kom hins vegar á daginn að Einar vildi fara með það alla leið og var ávallt að biðja um meira. Nú er hins vegar önnur plata Ghost- digital orðin að veruleika eftir talsverða vinnu og við- veru. „Það eru ansi margir klukkutímar á bakvið hana," seg- ir Curver. „Frá fyrsta vísi að þessari plötu eru liðnir átján mánuðir. Við vorum kannski ár eða eitthvað svoleiðis með þessa fyrstu. En um átján mánuði með þessa. Við höfum unnið í þessu jafnt og þétt undanfarna sex mán- uði. Það má því segja að það liggi margar andvökunætur að baki," segir Curver en þá grípur kollegi hans inn í: „Nei nei, ég svaf mjög vel," segir hann og bætir við: „Við vinnum kannski ekki mikið í einu, en það sem er eftir í minningunni eru ansi margar andvökunætur." ENDURSKILGREINA POPPIÐ Þegar Curver og Einar hófu að vinna í plötunni voru þeir með um 70 grunna að lögum en þeim fækkaði smátt og smátt þar til þeir stóðu uppi með ellefu lög tilbúin á plötuna. Er þetta noise teknó? „Það er miklu minna noise á þessari plötu en síðustu. Hún er aðgengilegri en um leið skrítnari," segir Curver. Einar er sammála því að fleiri ættu að geta hlustað á þessa plötu en þá fyrri. „Þetta er poppplata frá okkur, lít- ur miklu frekar lögmálum poppsins. Við erum að endur- skilgreina poppið," segir Einar. „VÁ ÞIÐ ERUÐ BARA AÐ GEFA ÚT ALLS STAÐAR." Nú er platan að koma út í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi ekki satt? „Hún kemur bara út um allan heim. Maður tiltekur þessa aðalmarkaði svo fólk geti sagt: „Vá, þið eruð bara að gefa út alls staðar."," segir Einar og bætir við. „Það er bara verið að gefa hana út alls staðar. Við sjáum síðan bara hvað verður. Það er orðið eðli þess að gefa út tónlist að maður leggur ekki í tónleikaferð þá og þegar. Okkar tónlist er líka þannig að hún þarf að vera lengur í hillun- um áður en fólk tekur við sér. Við vitum alveg af því." i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.