Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 Fréttir DV Mótmæla Davíð Garðarsson sem nauðgaöi stúlku hrottalega í nóvember 2004 flúði land í desember síðastliðnum til að komast hjá refsingu. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti íslands. Stúlkan sem hann nauðgaði er búsett í Nor- egi en samkvæmt Smára Sigurðssyni hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra er afar auðvelt fyrir Davíð að ferðast á milli Norðurlandanna. -............................... ■■ skattlagningu hjálparfjár" Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem skattlagn- ing ríkissjóðs á geisladiskinn Hjáipum þeim er gagnrýnd. „Allir sem lögðu hönd á plóg, laga- og textahöfund- ar, listamenn, tæknimenn, söluaðilar og frumkvöðlar, gáfu vinnu sína og enginn virðisauki myndaðist annar en sá góði hugur sem fylgdi verkinu og stuðningur al- mennings. Engin rök em því fyrir því að ríkið skattleggi þessa neyðaraðstoð,“ segir í fréttatilkynningunni. Stoppaðir í Varmahlíð Lögreglan á Sauðárkróki stoppaði 10 ökumenn við Varmahlíð á sunnudags- kvöldið fyrir of hraðan akstur. Lögreglan var í reglubundnu eftirliti við radarmælingar og virtust ökumenn gleyma sér vegna þess hve færðin hefur verið góð að undanförnu. Tveir ökumannanna vom stopp- aðir þegar þeir keyrðu í gegnum byggðina í Varma- hlíð en þar er einungis leyfilegt að keyra á 50 kíló- metra hraða á klukkustund. Svíarfástyrk frá Dalvík Kórinn Svanholm Sing- ers frá Lundi í Svíþjóð fær 190 þúsund króna styrk frá vinabænum Dalvík vegna heimsóknar til íslands í næsta mánuði. Sótti sænski kórinn um styrk til að borga rútuferðir frá Kefla- vík til Dalvíkur og skoðun- arferð til Húsavíkur og Mý- vatns auk kvöldverðar með Karlakór Dalvíkur. „Fjöldi gesta frá Svíþjóð er 22, rútukostnaður er áætlaður kr. 175.000 og kostnaður vegna sameiginlegs kvöld- verðar er óviss en verður stillt í hóf, gróf áætlun er 50.000 til 70.000 krónur," segir í fundargerð bæjar- ráðs. Sterling tapar stærsta samningi sögunn- ar í Danmörku Tvær stúlkur hröktust um hálendið í þrjá tíma vegna símasambandsleysis Fengu ekki hjálp Hlutabráf í FL Group falla á Lögreglan á Sauðárkróki segir það mikið vandamál að ekki sé far- síma- eðan NMT-samband á Þver- árfjallsvegi. Tvær stúlkur lentu í því í byrjun mars, um klukkan hálftvö eftir miðnætti, að dekk sprakk á bíl þeirra og lend bifreiðin utan vegar. Engin umferð var um veginn á þess- um tíma og þar sem ekkert sfma- samband er á þessari leið, gátu stúlkurnar ekki hringt eftir aðstoð. Þurftu þær því að ganga í þrjá tíma þar til þær fengu aðstoð. Þverárfjallsvegur styttir mikið leiðina til Reykjavíkur fyrir þá sem fara frá Sauðárkróki og Siglufirði. Segir lögreglan að umferð um veg- inn geti verið allt að 300 bílar á sólar- hring. Ekki sé því stætt á því að koma ekki upp endurvarpa til að símasamband náist um þessa leið. Um er að ræða 47 kílómetra leið og segir lögreglan að vegurinn sé mun meira notaður en upphaflega var gert ráð fyrir. Endurvarpa sem þessum þarf að koma fyrir Til að slmasamband náist á Þverár- fjallsvegi. markaðinum Danska blaðið Politiken fjallar um það í gær að Sterl- ing, dótturfélag FL Group, hafi tapað stærsta ferðaþjón- ustusamningi sögunnar. Sterling varð undir í barátt- unni við SAS um leiguflug á vegum Star Tours. Alls er um að ræða 200.000 farþega á næstu tveimur árum og talið að samning- urinn sé um fjögurra milljarða króna virði. Þetta hafði þau áhrif að hlutabréf í FL Group féllu um 5% á markaðinum. Fjölmiðlafulltrúi Sterling, Niels Brix, er „gulur og grænn" af ergelsi eins og Politiken orðar það yfir því % Sterling Tapaður samningur hjá Sterling leiddi til þess að hluta- bréf IFL Group féllu. að hafa misst samning- inn. „Við vorum ánægðir með saming- inn sem við höfðum við Star Tours en gátum ekki boðið betra verð en SAS,“ segir hann í samtali við Politiken. Sölustjóri Star Tours, Stig Elling, segir að um stærsta leiguflugsamn- ing í sögu Danmerkur sé að ræða. Samningurinn samsvari því að Star Tours sé með þrjár fullar flugvélar hjá SAS á hverjum degi á meðan á samningstímanum stendur. er stödd I heimsókn I Berlín í augnablikinu og það tiggur kannski helst á að koma sér heim til Eyja segir Kristín Jóhannsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi Vest- mannaeyja. Ég er hér á síðustu stundu að versla mér hitt og þetta. Þótt gengið hafí fallið er ailt hérþrefalt ódýrara en heima." Davíð Garðarsson sem dæmdur var fyrir að nauðga stúlku hrottalega flúði land í lok desember á síðasta ári til að forðast refsingu. Davíð var fyrr í mánuðinum dæmdur í Hæstarétti fs- lands í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa neytt stúlkuna til munnmaka. Stúlkan er búsett í Noregi en alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra vill, vegna rannsóknarhagsmuna, ekki gefa upp hvert Davíð flaug eða hvar talið er að hann haldi sig. ■■ far kæru hennar á hendur Davíð of- sótti hann bæði stúlkuna og fjöl- skyldu hennar. Hún sagði fyrir dómi að hann hefði hótað bróður hennar, sem þá var tólf ára, skorið á hjól- barða á bif- reið hennar og brotist inn á heimili foreldra hennar. Hún reyndi margsinnis að fá nálg- unarbann á hann en allt kom fyrir Davíð, sem lék knattspyrnu með Val og Leikni á árum áður, var dæmdur til refsivistar fyrir að hafa í nóvember 2004 lagt dúkahníf að hálsi stúlku sem hann hafði áður átt í ástarsambandi við og neytt hana til munnmaka. Davíð neitaði sök stað- fastlega og áfrýjaði tveggja ára dómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur til Hæstaréttar íslands. Þar þótti ástæða til að þyngja dóm hans um hálft ár og var hann því dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi, án skilorðs. Síafbrotamaður Davíð, sem er tæplega fertugur, á langan og fjölbreyttan sakaferil að baki. Hann hefur verið dæmdur fyr- ir fíkniefnamisferli, líkamsárásir og nú undir það síðasta hræðilega nauðgun. Davíð er vel þekktur í undirheimunum þar sem hann hef- ur verið nefndur í tengslum við handrukkara og ofbeldismenn. Dómar yfir honum gefa þó ekki til kynna að hann sé viðriðinn slíka starfsemi. Samtals hefur Davíð setið inni í sjö ár. „Dæmdir menn eru frjálsir þar til þeir eru boðaðir í afplánun. “ Auðvelt að flýja land „Dæmdir menn eru frjálsir þar til þeir eru boðaðir í afplánun," segir Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra en ekkert er gert til þess að koma í veg fyrir að dæmd- ir menn flýi land og komi sér hjá refsingu. Hann segir að alþjóða- deildin hafl fengið tilkynningu 9. janúar um að Davíð hefði yfir- gefið landið en vill hvorki gefa upp hvert hann flaug né hvar hann hugsanlega gæti verið. ekki. Ekki er vitað hvort Davíð er staddur í Evrópu eða Bandaríkjun- um þar sem systir hans býr. Auðvelt að ferðast Davíð er eftirlýstur í Schengen- kerfmu og af Interpol. Smári sagði í viðtali að Davíð gæti auðveldlega komist á milli ríkja á Schengen- svæðinu vegna þess að vegabréf eru ekki nauðsynleg innan þess. Það gerir honum nokkuð auðvelt að ferðast um Skandinavíu, Mið- Evrópu og fleiri lönd án teljandi vandræða. vaiur@dv.is Býr í Noregi Stúlkan sem Davíð nauðgaði svo hrottalega er búsett í Noregi. í kjöl- Leifsstöð Ekkert er gert til þess að koma I veg fyrir að dæmdir menn flýji land Davíð Garðarsson Nauðgaði stúlku hrottalega og flúði land. Davíö stunninn af Hvað liggur á?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.