Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 Menning DV Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdöttir hrefna i'-ds/.is Þegar ég var fjórtán ára gamall var faðir minn svo fá- vís að ég þoldi vart að hafa j gamla manninn nálægt mér. En þegar ég varð tuttugu og j eins varð ég furðu lostinn yfir því, hversu mikið hon- rnn hafði tekist að læra á sjö árum. (Mark Twairi) [ Thor Vilhjálms- son Lesúrverkum sínum á Skálda- spirukvöldi. Thorsýnirásér nýjar hliðar Skálda- spírukvöld verður haldið í Iðu í kvöld kl. 20. - nánar til- tekið í bóka- rýminu fræga með gula eggstólnum. Upplesari kvöldsins er enginn annar en Thor Vil- hjálmsson, sem að sögn að- standenda sýn- ir á sér nýjar hliðir í kvöld. Thor mun einkum lesa ljóð og flæðitexta og opna fyrir skapandi umræðu um verk sín. Rýnt verður í myndmálið í verkum Thors, sem teygir sig í myndlistina og fjallað um nýafstaðna sýningu á verkum hans í Gerðubergi, þar sem sam- spil myndlistar og hins ritaða máls lék I höndum hans. Skipuleggjandi þessa 57. skáldaspírukvölds er Benedikt S. Laíleur og sem fyrr er aðgangur ókeypis. Garður gleði og sorga Annað kvöld kl. 20 verða tón- leikar í Salnum með Elísabetu Waage hörpuleikara og félögum úr Caput-hópnum. Þessir tónleik- ar hverfast um hörpuna. Þótt harpan sé fomt hljóðfæri hefur hún ekki alltaf notið hylli tón- skálda. Á 20. öldinni breyttist þetta og stöðugt fleiri tónskáld uppgötva nú möguleika hörp- unnar sem hefúr ekki bara hinn engilblíða mjúka hljóm sem hún er þekktust fýrir, heldur á hún líka mun dekkri og dáralegri hlið- ar. Harpan nýtur sín sérstaklega vel í kammermúsík. Á tónleikunum verða flutt tvö dúó; annað eftir Japanann Toshio Hosokawa: Arc-Song fyrir óbó og hörpu og hitt eftir Atla Ingólfsson: The Juggler’s Tent (í tjaldi boltarans) fyrir horn og hörpu. Einnig verða leikin þrjú tríófyrir pr fl jjggjgT Elísabet Waage hörpuleikari Leikur með félögum úr Caput- hópnum íSalnum. flautu, víólu og hörpu. Fyrst Garten von Freuden und Traurigkeiten (Garður gleði og sorga) eftir Sofiu Gubaidulinu, þá „And Then I Knew't Was Wind" eftir Toru Takemitsu. Og að lokum verður flutt Sónata Claude Debussy sem festi þessa hljóðfæraskipan í sessi með dá- samlegri litablöndun hljóðfær- anna þriggja. Það er elsta verkið á tónleikunum, samið í upphafi 20. aldarinnar. Hin verkin em öll skrifuð á síðustu árum þeirrar aldar og þrjú þeirra hafa ekki ver- ið flutt áður á íslandi. Flytjendur auk Elísabetar em Kolbeinn Bjamason á flautu, Guðmundur Kristmundsson á víólu, Eydís Franzdóttir á óbó og Emil Friðfinnsson á hom. Alma Mahler, ekkja tónskáldsins Gustavs Mahler, varð viðskila við hjartfólgið málverk þegar hún flúði Vínarborg árið 1938 og náði ekki að endurheimta það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Nú hefur barnabarn hennar Marina Mahler tekið til við baráttuna. Mshler berst fvrir Munch Þegar Marina Mahler, bamabarn tónskáldsins Gustavs Mahler og konu hans, ölmu Mahler, stóð fyrir ffaman uppáhaldsmálverk ömmu sinnar í fyrsta sinn, þá gat hún vart lýst tilfinningunum sem heltóku hana. Hún stóð lengi sem steinrunn- in fyrir framan verkið. „Mér fannst eins og ég fengi að kynnast ömmu minni í fyrsta skipti. Þetta verk skipti hana svo óendanlega miklu máli." Málverkið, sem hafði svo djúp- stæð áhrif á Mahler-konumar, er Sumamótt á ströndinni eftir Edvard Munch, sem nú hangir á austumska ríkislistasafninu í Vínarborg, ásamt mörgum öðmm verkum sem máluð vom í upphafi tuttugustu aldar. Sumarnótt á ströndinni eftir Vincent van Gogh Fallegt verk, sem nú hangir á i listasafninu IAusturrlki. Nasistar seldu málverkið Alma Mahler var æði merkileg kona. Hún var hæfileikaríkt tónskáld eins og maður hennar, en Gustav þrábað hana um að vera sér eigin- kona, en ekki kollegi, og hún varð við þeirri ósk. Eftir lát Mahlers giftist hún tvisvar. Á eftirstríðsárunum, þegar Marina var að alast upp í Bandaríkjunum, umgekkst hún ömmu sína og segir hana hafa verið ólíka öllum öðmm konum. Þegar skriðdrekamir óku inn í Vínarborg árið 1938 var Alma gift rit- höfundinum Franz Werfel, sem var gyðingur, og því þurftu þau að flýja land. Stjúpfjölskylda ölmu (nasistar sem fyrirfóm sér í stríðslok) sló eign sinni á dót þeirra og þau seldu meðal annars Munch-málverkið til ríkislistasafnsins, án þess að spyrja leyfis. Alma settist að í Bandaríkjunum og eftir stríðið hófst hún þegar handa við að reyna að endurheimta málverkið. Síðan þá hefúr málið reglulega verið tekið fyrir hjá dóm- stólum. Harmurinn Alma Mahler viðurkenndi aldrei að rfkislistasafn Austurríkis væri réttmætur éigandi málverksins. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa tónleika. Þeir vom beinlín- is fullkomnir. Erling Blöndal Bengts- son er óviðjafnanlegur snillingur. Tæknilega leikur hann sér að hljóð- færinu. Öryggið er algjört og vald hans á öllum sellókúnstarinnar regl- um er með þvílíkum yfirburðum að sjaldan heyrist annað eins. Oft finnst I manni mikið til um þegar svona tæknibrellumeistarar leika lisúr sínar á tónleikum. Það fylgir þvi svipað kikk og að sjá menn á ólympíuleik- unum taka margföld heljarstökk aft- ur á bak og áfram með skrúfum og alls kyns krúsidúllum. Maður fellur í stafi yfir allri þessari lipurð og liðlegheitum. En ekki á þessum tónleikum. Yfir þessu féll enginn í stafi. í leik Erligs Blöndals er þetta tæknilega ofurvald nefnilega aðeins umbúðir utan um annað og miklu meira: Tónlistina sjálfa. Áheyr- endur féllu hins vegar í stafi yfir því ótrúlega næmi og skilningi sem kom fram í leik listamannsins, djúpum og geðríkum tilfinningum, dularfullri óþreyju þar sem gefið er í skyn eitt- hvað órætt og óhöndlanlegt, mann- legri tign sem ber vitni frelsi handan við venjulegt mannlíf og spá- mannlegri andagift sem lyftir öllu al- veg bókstaflega upp á æðra plan. Allt jafn frábært Allri þessari gleði fylgir þó sár harmur og tregi. Lífið er svo stutt og þymum stráð. Allt tekur enda og líð- ur undir lok. Líf sérhvers manns. En mikil list lifir lengur og í henni geta kynslóðimar mæst og skilið hverja aðra og jafnvel leyst sjálfa lífsgátuna. Ekki skal þó farið lengra út í þá sálma. En þetta er nú samt sem áður það sem allra mestu listamönnum er fært að gera. Erling Blöndal Bentsson Verkið hafði að sögn mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir hana, vegna þess að annar eiginmaður hennar, Walt- er Gropius, gaf henni það þegar hún fæddi honum dótturina Manon, en sú dótúr lést einungis átján ára göm- ul úr lömunarveiki. Það var engu lík- ara en málverkið yrði í huga ölmu tákn fyrir stutta jarðvist stúlkunnar og væri henni huggun í sorginni, enda barðist hún fyrir verkinu þar til hún andaðist, árið 1964. Barnabarnið Marina tapaði mál- inu enn á ný árið 1999, en þá úr- skurðaði sérstök nefnd að þetta ein- staka mál gæfi ekki tilefni úl þess að verkinu yrði skilað - og safnið væri réttmætur eigandi Sumarnætur á ströndinni. Gott fordæmi Um þessar mundir leggur Mar- ina Mahler enn og aftur fram form- lega beiðni þess efnis að ríkislista- safnið í Vínarborg skili verkinu. Lög- maður hennar er bjartsýnn og segir það mikinn sigur fyrir réttvísina ef þau vinni málið. Það eykur á bjart- sýni þeirra að stjórnvöld í Þýska- landi tilkynnm nýlega að 202 mál- verkum að verðmæti 50 milljónum dollara yrði skilað til afkomenda safnarans og gyðingsins Jaques Á laugardagskvöldið voru haldnir hátíð- artónleikar Erlings Blöndal Bengtssonar sellóleikara í Salnum. Sigurður Þór Guð- jónsson varð yfir sig hrifinn. Óviðjafnanlegur snillingur q Alma Mahler Varsterk kona og glæsileg, en mál-1 verkið var henni sérlega mikilvægt aftilfinninga- legum ástæðum. Goudstikker. Einnig tapaði austur- ríska ríkið máli fyrir kalifomískum dómstólum, þar sem eigandi Klimt- málverks endurheimti verk sitt eftir áralanga baráttu. Fulltrúar austurrískra stjórnvalda létu hafa efúr sér á dögunum að rík- ið hafnaði enn kröfum Maliler-fjöl- skyldunnar, en við spyrjum að leikslokum. (Byggt á Guardian) f I Erling Blöndal Bengtsson | j sellóleikari „Sál hljóðfæris- I ins birtist íóendanlega fjöl- | breyttum myndum" segir I m.a. í umsögn Sigurðar Þórs. IglgP: ‘ Hátíðartónleikar Erlings Blön dal Bengtssonar sellóleikara i tilefni þess að 60 ár eru liðin frá fyrstu tónleikum hans hér á landi. Efnisskrá: Bach, Selló■ svíturnr. 7 og 6; Atli Heimir Sveinsson, Dal regno del si- lenzio; Niels Viggo Bentzon, 16 æfingar. Salurinn í Kópa- vogi 7 7. mars. ★ ★★★★ Tónlist er einn þessara örfáu. Jafnvel virtúósaæfingamar eftir Níels Viggo Bentzon urðu að dýrlegri tónlist þar sem sál hljóðfærisins birúst í óend- anlega fjölbreyttum myndum, en sál einhvers hljóðfæris er ekkert annað en endurvarp allra þeirra mannlegu sálna sem hafa skapað það og þróað með umhyggju sinni og ást. Geng- inna tónlistarmanna og liðinna menningarskeiða sem hafa komið á undan okkur og lagt líf sitt í lisúna. Það er til lítils að fjalla um flutning einstakra verka á þessum tónleikum. Allt var jafn frábært. Einn galli var þó á tónleikunum: að þessi einstaki snillingur skuli ekki hafa leikið allar sellósvítur Bachs, en þær em eins og allir vita göfugustu tónverk sem til em fyrir þetta ágæta hljóðfæri. SiguiöuiÞór Guöjónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.