Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 13
I>V Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 13 Steinn, skæri, blað Flórídabúinn Jason Wood hefur nú tryggt sig áfram í úrslitakeppni í leik sem er gjarnan nefndur steinn, skæri, blað. Leikur- inn er vinsæl aðferð ungs fólks til þess að skera úr um deiluefni. Tveir keppa og búa til merki með höndunum; stein, skæri eða blað. Steinninn brýtur skærin, blaðið grípur steininn og skærin klippa blaðið. Því er það algjör- lega tilviljun háð hver vinnur. Wood heldur nú til Las Vegas þar sem úrslita- keppnin fer fram. Sigur- launin eru tæpar fjórar milljónir króna. Hörð ummæli öryggismálaráðherra íraks um Bandaríkjamenn vekja athygli Vilja Bandaríkjamenn borgarastyrjöld? Ný tegund af evrum hefur komist í umferð í Þýskalandi. Reyndar eru þetta ekki evrur, heldur heitir þessi gjaldmiðill eros, eftir gríska ástarguð- inum. í staðinn fyrir stjörn- ur í merki Evrópusam- bandsins eru hjörtu. Á seðlunum eru svo myndir af berbrjósta konum og stæltum karlmönnum. Hægt er að fá seðla að upp- hæð 300, 600 og 1000 eros. Lét blekkjast 1 Fæðing seld á eBay Hin bandaríska og jafn- framt ófríska Asia Francis seldi auglýsingu á maga sinn á uppboðsvefnum eBay. Einnig seldi hún að- gang að fæðingunni, það er að segja útsendingarrétt frá fæðingunni. Netfyrirtæki frá Kalifomíu keypú réttinn. Sýnt verður frá fæðingunni á vefnum. Búist er við að Francis muni eiga á næstu dögum. í fyrra seldi banda- rísk kona auglýsingarétt á enninu á sér, í einn mánuð, og fékk tæpar þrjár milljónir fyrir. „Sannleikurinn er sá að Banda- ríkjamenn vilja ekki að við verðum nógu færir og hugrakkir til þess að kveða niður uppreisnina sjálfir. Þeir vilja vera hér áfram," segir öryggis- málaráðherra íraks, Abdul Karim al- Enzyl, í viðtali við ástralska dagblað- ið The Herald. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði ný- I gamla daga Rumsfeld dtti einnig I erfið- leikum með Saddam. verið að samheldin þjóðstjórn allra trúarbrota er nauðsynleg ef írakar vilja koma í veg fyrir borgarastyrj- öld. Bandarískir erindrekar í Irak telja að forsendan fyrir samheldn- ari þjóðstjórn sé aukin valddreifing en shitar eru í meirihluta í núver- andi þjóðstjórn. Bandaríkjamenn hafa þrýst á að hinn núverandi íraski innanríkisráðherra, sem er shiti, ségi af sér og fulltrúi annars trúarbrots taki við embættinu. Shitar líta á tillögu Bandaríkja- stjórnar sem afskipti af innanríkis- málum landsins. „Síðast þegar ég vissi' var Bayjan Jabr innanríkisráðherra íraks. Hann er einn af okkar bestu mönnum og þetta eru afskipti af okkar málum," sagði al-Enzy. Hann segir Banda- ríkjamenn vera í frak til að vemda eigin hagsmuni. „Stór hluti olíu- birgða heimsins er á svæðinu og þeir Bandarískir hermenn Vill þessi hermaður borgarastyrjöld? vilja nota Irak sem orrustuvöll í stríðinu gegn hryðjuverkum." Al-Enzy nefndi einnig að margir Irakar trúa því að bandarísk yfirvöld vilji borgarastyrjöld í von um að hún grafi undan áhrifum trúarhópanna sem em að reyna að mynda starf- hæfa ríkisstjórn. Hann tekur þó fram að þetta sé orðrómur götunnar en ekki skoðun ríkisstjórnarinnar. Klámevrur Þrátt fyrir að klámevr- urnar svokölluðu í Þýska- landi séu frábrugðnar hin- um hefðbundnu evrum hafa menn látið blekkjast og talið þetta vera alvöru gjaldmiðil. Bernd Fried- helm, sem rekur litla versl- un í Köln, er einn af þeim sem lét blekkjast. „Einn viðskiptavinurinn borgaði með 600 eros seðli. Hann sagði mér að þetta væri ný tegund af peningum. Ég seldi honum tvo sígarettu- pakka og hann fékk 543 evrur tilbaka." Pelorus / eigu hins rússneska Romans Abramovich, sem er I i.rikasti maður heims. Rising Sun 453 feta snekkja f eigu Larrys Eiiison, 15. rík- asta manns i heimi. Octopus 414 feta snekkja í eigu Pauls Alien, sjötta rik- asta manns i heimi. * — íl* Tímaritið Forbes birti lista yfir milljarðamæringa í heiminum. Þeim flölgar ört. Bill Gates er ennþá ríkastur, metinn á 3.500 milljarða króna. Á topp 10-listanum má finna þrjá nýliða. Flestir milljarðamæringarnir koma frá Bandarikjunum, næst- flestir frá Þýskalandi. diii liates er ennpa langríkasti maður heims Tímaritið Forbes gaf út fyrir helgi lista yfir ríkustu menn í heimi. Þeim sem teljast milljarðamæringar í bandarískum dölum hefur fjölgað um 102, upp í 793. Ríkasti maður heims er ennþá Bill Gates, tólfta árið í röð. Bilið á milli hans og „keppinauta" hans hefur breikkað frá því í fyrra. Þrír menn eru nú á topp 10-listan- um í fyrsta skipti. Það eru þeir Bernard Arnault frá Frakklandi, sem er í sjöunda sæti, Kenneth Thomson frá Kanada, í níunda sæti, og Li Ka-Shing frá Hong Kong, sem vermir 10. sætið. Bandaríkin eiga flesta milljarða- mæringa, 371. Þjóðveijar koma þar á eftir, með 55 einstaklinga sem teljast milljarðamæringar í bandarískum dölum. Alls vom 78 konur á listanum. New York er borgin íyrir milljarða- mæringa; 40 slíkir búa í borginni. Moskva og London em einnig vinsæl- ar meðal þeirra ríku, í Moskvu búa samtals 25 milljarðamæringar og í London búa 23. Hversu lengi mun Wal-Mart mala gull? Athygli vekur að Walton-fjölskyld- an, sem er að baki Wal-Mart verslun- arkeðjunni í Bandaríkjunum, hefur það mjög gott. Samanlagt er fjölskyld- an metin á 5523 milljarða króna. Þau em í 17. til 21. sæú, öU hvert í sínu lagi. Þrátt íyrir að vera á Ustanum fer gróði fjölskyldunnar minnkandi og hafa viðskiptaspekingar hvatt fjölskylduna úl þess að selja fyrirtækið. Barist um stærstu snekkjuna Meúngur er á miUi miUjarðamær- inganna um að eiga stærstu og flott- ustu snekkjuna. Eins og er hefur Larry EUison vinninginn, en hann er 15. rík- asú maður heims. Snekkjan hans, Rising Sun, er 453 feta og afar glæsi- leg. A henni er körfuknattleUcsvöUur, tvö þilför sem em úr gleri og margt fleira stórkosúegt. Paul Allen, sjötú ríkasú maður heims, á næststærstu - og næstflott- ustu - snekkjuna. The Octopus er 414 10 ríkustu Hér er iisti yfir tíu ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. Á hverju högnuöust þeir og hvað eru þeir metnir á í milljöröum króna: 1. Bill Gates, 49 ára Microsoft, Bandaríkjunum 2. Warren Buffett, 75 ára Berkshire Hathaway, BNA 3. Carlos Slim Helu, 66 ára Telekom, Mexikó 4. Ingvar Kamprad, 79 ára IKEA, Svíþjóð 5. Lakshmi Mittal, 55 ára Stáliðnaður, Indlandi 6. Paul Allen, 53 ára Microsoft, BNA 7. Bernard Arnault, 57 ára Vínfyrirtæki, Frakklandi ■■■rcTin 8. Prins Alwaleed Alsaud, 49 ára Fjárfestir, Sádi-Arabíu ■KKTiIil 9. Kenneth Thomson, 82 ára Útgáfufyrirtæki, Kanada mmwm 10. Li Ka-shing, 77 ára Fjárfestir, Hong Kong ■■raiij ©2006 KRT Heimild: Forbes magazine feta stór. Á henni má finna tvo þyrlu- paUa, stofu með glergólfi, upptölótver og 39 feta kafbát. Roman Abramovich á einnig stóra snekkju. Peloms er 377 feta löng. Á henni em tveir þyrlupaUar og kvik- myndasalur. Abramovich á tvær aðr- ar snekkjur, Le Grand Bleu, sem er 370 feta, og Ectaessa, sem er 282 feta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.