Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 10
7 0 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 Fréttir DV Kostir & Gallar Magnús er fyrst og fremst frábær listamaður. Hann fer ótroðnar slóðir, þykir frábær félagi og er traustur með eindæmum. Gallar hans eru þeir aö hann getur látið smámuni angra sig, getur veriö sérvitur í skapi og þykir einnig helst til ofaf- kastamikill sem veiðifélagi. „Magnús er mjög fær tónlistarmaður, það ligg- ur alveg I augum uppi. Hann ersérviturá tónlist, fer aðrar leiðir en gengur og gerist.Alveg óhætt að segja aðhann fari ótroðnar slóðir. Hann erlíka alveg einstaklega hitt- inn ágóð lög. Einnig þykir hann vera smekkmaöur mikill, tildæmis mikill sérfræðingur I tedrykkju. Hvað gallana varðar er hann mjög sérvitur i skapi, hann er ekki allra. Hann fer slnar eigin leiðir. Enþaðer auðvitað lika afhinu góöa, sérvitr- ingarná alltaf lengst." Kristinn T. Haraldsson, betur þekktur sem Kiddi rót, vinur Magnúsar og veitingamað- „Hann Magnús er fyrst og fremst góður drengur. Hann er mjög heiðarlegur mað- ur.Svoerhann líka ákaf- lega skemm tilegur og góðurfélagi. Hann er einnig frábær listamað- ur í alla staði, eins og þekkt er. Hvað gallana varöar þykir mér ekki gottað fara í veiðiferðir meðhon- um. Ástæðan fyrir þviersúað hann veiðir alla fískana sjálfur. Annars er hann fínasti veiðifélagi." Pétur Hjaltested tónUstarmaöur. Magnús er mikið náttúrubarn og fyrir utan að vera frábær tónlistarmaður og skemmtilegur félagi er hann trausturog stefnu: fastur.Magnúsgetur verið mjög drífandt og hrífur fólk með sér. Hann hefur varðveitt barnið í sjálfum sér og er mikill fjölskyldumaður, skarp- skyggn með góðan húmor og laus við hégóma. Þáað göllunum. Maggi áþaðtilað vera smá prófessor á stundum, er þá gleyminn og utan við sig og get- ur látið óþarfa smámuni angra sig.“ Jóhann Helgason tónlistarmaður. Magnús Þór Sigmundsson fæddist 28. septem- ber 1948. Hann er einn afkastamesti lagahöf- undurþjóöarinnar. Eftir hann liggja mörg þekkt lög, til dæmis ísland er land þitt, Ást, JörO- in sem ég ann og Ást viö fyrstu sýn. Magnús komst í fréttimar á dögunum fyrir aö semja lag um heimabæ sinn, Hverageröi, og syngja þaÖ á bæjarstjórnarfundi. Fimmtugur fasteignasali úr Grafarvogi, sem kærður hefur verið fyrir að hafa nauðgað konu ítrekað á heimili sínu í febrúar, reyndi að flýja til Tælands á laug- ardagsmorgun. Fórnarlamb mannsins fór sjálf upp á Leifsstöð og kom í veg fyrir að hann kæmist af landi brott. smm. Stöðvaði sjálf tlótta kvalara síns „Ég vil að manninum verði refsað svo hann geti ekkigert svona Meint fórnarlamb nauðgunar Sýndi fá- dæma hugrekki með þviað fara sjálf upp á flugvöll. Fimmtugur fasteignasali sem er kærður fyrir að hafa haldið konu nauð- ugri á heimli sínu í níu tíma og nauðgað henni ítrekað reyndi að flýja land á laugardaginn. Fórnarlambið heyrði að hann ætlaði að flýja til Tælands og fór sjálf upp á Leifsstöð þar sem hún benti lögreglunni á Keflavíkurflugvelli á manninn. Hann var handtekinn í kjölfarið og leiddur fyrir rétt þar sem hann var úrskurðaður í farbann. „Ég vil að manninum verði refs- að svo hann geti ekki gert svona aft- ur,“ segir fórnarlamb mannsins um ástæðu þess að hún fór sjáif upp á flugstöð til þess að stöðva mann- inn. KvÓldið áður fékk hún skilaboð um að maðurinn ætlaði að taka næsta flug til Tælahds og koma sér þannig hjá hugsanlegri refsingu. Hún lét lögrégluná vita en vildi vera viss um að hann kæmist ekki úr landi ef ske,kynni að hann væri með fajgaðVegabréf. Fór sjálf upp á flugvöll „Eg vildi ekki að að hann kæmist upp með það sem hann gerði mér," segir kon- an, sem er brugðið eftir at- burði helgarinnar. Hún segir að hún hafi farið með tveim- ur vinkonum sínum upp á flugvöll til þess að benda lögreglunni á manninn. Hún segir að þegar hann hafi komið á laugardagsmorgn- inum hafi lögreglan beðið hans og gert vegabréfið upp- tækt. í kjölfarið var farið með hann fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur og þar var hann dæmdur í farbann. Reynt áður að fá farbann Réttargæslumáður konunnar, Helga Leifsdóttir, reyndi að fá far- bann á manninn stuttu eftir að hann var kærður fyrir nauðgunina. Ekki fékkst farbann á hann þá þrátt fyrir að fórnalambið teldi að mik- il hætta væri á að hann yfirgæfi landið til þess að komast hjá hugsanlegri refsingu. Hræðileg nauðgun Maðurinn, sem er um fimmtugt, er kærður fyrir að halda konunni nauðugri heima hjá sér í níu tíma og nauðga henni ítrekað í febrúar síðastliðn- um. I viðtali, sem DV tók við hana stuttu eftir atburð- | inn, lýsti hún hrylli- legri lífs- reynslu Hún sagði að maðurinn hafi lamið sig, kæft með kodda og nauðgað sér margoft. Það var ekki fyrr en hún gat gert vini sínum viðvart í gegnum SMS að lögreglan var send á staðinn. Sam kvæmt lög- reglu var að- koman ljót því mikið blóð var úti um alla íbúðina og konan afar illa leikin. Hættulegur maður „Ég óttast þennan mann dag- lega," segir konan, sem er ekki sátt við að maður sem fremur svona af- brot sé ekki í gæslu lögreglunnar. Konan mun ítrekað hafa fengið skilaboð frá manninum eftir at- burðinn. Hún segir að lögreglan hafi beðið hann sérstaklega að hætta því. Maðurinn sé mjög hættulegur og hún geti ekki gengið örugg um götur borgarinn- ar þegar hann sé laus. Maðurinn neit- ar sök og segir að konan hafi samþykkt að hafa mök við sig. valur@dv.is Meintur nauðgari Reyndi Wf-l að flýja til Tælands áðuren I mál hans var dómtekið P Kristján Pálsson, fyrrverandi alþingismaður, skellti sér til Tansaníu fyrr á árinu XÁHA' SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 Glæsilegt úrval af handsmíðuðum íslenskum skartgripum Kristján Pálsson á toppi Kilimanjaro f gær gaf Kristján Pálsson Reykja- nesbæ mynd af sér á toppi fjallsins Kilimanjaro í Tansaníu. Á myndinni sem hann gaf bænum sést hann með merki Reykjanesbæjar og því óhætt að segja að Kristján hafi haid- ið merki bæjarins bókstaflega á lofti í Tansaníu í ferðinni sem hann fór í lokjanúar. I samtali við DV segir Kristján að ferðin hafi verið farin í tilefni af sex- tugsafmæli bróður hans, Ólafs K. Pálssonar. Með þeim bræðrum í för var Eiríkur Einarsson. Kristján segir ferðina hafa verið afar athyglisverða. „Við flugum út til Keníu og gistum eina nótt í Naíróbí. Þaðan keyrðum við til Tansaníu." Ferðin upp á topp tók fjóra daga. „Já, við vorum með J0 innlenda aðstoðarmenn með okkur. Þetta var frábær reynsla. Erf- iðast þótti mér að venjast því hversu loftið var þunnt þegar maður var kominn langt upp fjailið." Kristján segir að allir sem hafi verið með í för hafi komist á toppinn. „Já, þangað komumst við allir. Þarna uppi var kalt, enda alltaf kalt á toppnum, eins og þeir segja." Ferðin niður tók tvo daga. Eftir það héldu Kristján og ferðafélagar f tvo þjóðgarða. „Við heimsóttum meðal annars Maashai-þjóðflokk- inn. Þeir eru frægir fyrir að vera með hjarðir úti á mörkinni. Þeir verja dýrin sín fyrir árásum rándýra. Fal- legt fólk, mjög hátt og grannt. Það segist vera svo hraust sem raun ber vitni því það drekki blóð." Kristján segist hafa orðið vitni að mikilli fátækt á svæðinu. „Fátæktin sést hvert sem maður fer. En þrátt fyrir það er vegakerfi bæði í Tansaníu og Keníu betra en í mörg- um öðrum Afríkuríkjum. Ég hitti ákaflega gott fólk, sem tók vel á móti okkur og var höfðingjar heim að sækja." Kristján hefur í nógu að snúast þessa dagana. Meðal annars er hann að leggja lokahönd á lokaverkefni í sagnfræði um áhrif komu varnar- liðsins á Suðurnesin. Einnig rekur hann fyrirtæki, er formaður UMFN og ferðamannasamtaka Suðurnesja. kjartan@dv.is fjgs&ŒSS}. Kalt á toppnum Kristján seg- ir að það hafi verið kalt á toppi Kilimanjaro. Hér sésthann með merki bæjarins á lofti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.