Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 31
I>V Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 31 Spurning dagsins Hvernig líst þér á vatnsfrumvarp ríkisstjórnarinnar? Það er ekki hægt að setja eignarrétt á vatn „Alveg fráleitt. Þessar grundvallarþarfir eins og vatn og loft eiga ekki að ganga kaupum og sölum. Allir eiga að hafa aðgang að þessari auðlind. Það er ekki hægtað setja eignarrétt ávatn" Júlíus Valdimarsson húmanisti. „Mér t ekki vel á það." na Elísabet estsdóttir nemi. Jg hef ekki kynnt mér frumvarpið." Þóra Þorgeirs- dóttir nemi. „Gott og slæmt. Það þarfað vera skýrara. Ganga úrskugga um öll vafaatriði. Ég er samt sáttur við flest atriði frumvarpsins." Jóhann Krist- sson nemi. , „Mér finnstþað ömur- legt. Með frum- varpinu er verið að ste/a afokkur vatninu." ' VésteinnVal- I garðsson sagn- 1 fræðingur. fcttr------— Óvild Moggaritstjóra ígarðVa gerðar „Samskipti mín við ritstjóra Morgun- blaðsins hafa á stund- um verið erfið og höf- um við oft skipst á skoðunum á opinberum vettvangi um ýmis mál- efni. Hafa skiptar skoð- anir jafnan varðað hve langt stjórnvöld ættu að ganga í laga- og reglusetningu gagnvart íslensku atvinnulífi og fjármálamarkaði. Hef eg talið skynsamlegast fyrir okkur ís- lendinga að viðskiptaumhverf- ið hér á landi væri í sem mestu samræmi við það sem gerist innan Evrópusam- bandsins. Ritstjóri Morgunblaðsins vill ganga miklu, miklu lengra. Skömmu eftir að ég tók við embætti ráðherra barst mér boð ritstjóra Morg- unblaðsins um að eiga með honum fund. Við hittumst á skrifstofu hans í Morgun- blaðshúsinu og snæddum saman hádegisverð. Á þeim fundi gagnrýndi ég ritstjór- ann fyrir það hve ná- tengdur hann væri Sjálfstæðisflokknum og hvernig hann, að minu mati, beitti blað- inu í þágu flokksins. Rit stjórinn lagði áherslu á að við gætum átt reglulega einkafundi í framtíðinni. Ég hafði hins vegar ekki áhuga á þvi og höfum við ekki átt slikan fúnd síðan.“ Þröngsýni Styrmis „Eins og fyrr segir hef ég síðan oft tekist á við ritstjóra Morgun blaðsins og fyrir vikið uppskorið ótrúlegar árásir af hans hálfu. í blaðinu í dag, laugardag, er m.a. fjallað um undirritaða með þeim hætti að ég.hafi ekki þekkingu til að fjalla um Evrópumál og að gera verði þá kröfu að ráðherrar sm. „hafi lágmarks- þekkingu á þeim málaflokki, sem þeim hefur verið trúað fyrir.“ Ritstjórinn er einn þeirra sem lítið vill fjalla um og athuga framtíðarsamskipti við Evr- ópu. Hann sakar þá um van- þekkingu sem vilja líta til allra átta en er það ekki einmitt hans eigin vanþekk- ing og þröngsýni?11 \ Lætur ekki þennan karl vaða yfir sig „Ég hef stundum velt fyrir mér af hverju óvild ritstjóra Morgunblaðsins í minn garð stafar. Hún virðist per- sónuleg. Kannski er hann af þessum eldgamla skóla og á einfaldlega erfitt með að eiga í skoðanaskiptum við konur án þess að tala niður til þeirra? Ég hef séð sama tón hans birtast i garð formanns Samfylking- arinnar. Ég held þó að skýringin sé fremur sú að hann telur mig ekki sýna sér sæmandi virðingu, m.a. með því að mæta ekki á einkafundi með honum með reglubundnum hætti. Það er leitt til þess að vita hvernig komið er fyrir Morg- unblaðinu. Það er iðulega notað sem málgagn Sjálfstæðisflokks- ins og oft notað til árása á ráð- herra samstarfsfiokksins. Ég er hins veg- ar ekki sú manngerð sem lætur þennan karl , vaða yfir sig l :' ítrekað með niður- lægjandi ummæl- um og mun áfram svara fyrir mig þeg ar ég tel ástæðu til.“ i Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ritar á valgerdur.is Guðbergur Bergsson skrifar um Vatnalögin íslandi eru^ f petta álverin í eigu utlendinga sem munu crera sífellt s3nau, eri hvað varðar tií fiernf’? fZrir Þjóð v oÍtUÍ6 -nnum V og menningu. “ Önqþveitisstjórn íslands í umræðu um vatnalagafrumvarpið gat þingmaður þess að Alþingi mundi sitja fram að afmælisdegi Karls Marx, án þess að það komi málinu við. Kannski er þetta rétt, en hið merkilega er það sem hann hefur ekki komið auga á, að 25. júní árið 1853 skrifaði Karl Marx í The New York Times grein um svipað efni og hann og félagar hans voru að fjalla um. í henni ræðir Marx um það hvernig einræðið hefur frá upphafi notað yfirráð yfir vatninu til að tryggja og stöðu sína. í fomöld vom yfirráðin not uð til áveitna, og sovétstjórnin hélt því áfram, sameinaði vatnaleiðir og fljót, einskisnýta skurði, reisti orkuver, eyði- lagði náttúmna og olli því að einkum þjóðir í Mið-Asíu glötuðu sérkennum sín um og menningu. Að vísu er ekki einræði hér heldur eins konar öngþveitisstjórn og flestir þingmenn okkar bera svipuð byrjendaeinkenni og stjómendur Sovétríkjanna. íslensku lögin . em ekki til þess gerð að veita V íí vatni á þurrt land, að )/É . þessu leyti falla þau ekki a\'. y,’ 'N að kenningu Marx, heldur er tilgangur þeirra sá að miðstjórnarvaidið (sem Marx talar um og er í þessu tilviki í Reykjavík) hafi frjálsar hendur við að selja „öðrum fyrirtækjum" eiginleika vatnsins. Á íslandi em þetta álverin í eigu útíendinga sem munu gera okkur sí- fellt snauðari hvað varðar tilfinningu fyrir þjóðerni, sér- kennum og menningu. Samkvæmt kenningu Marx þurfa stjórnendur orkuvaldsins að geta gripið skjótt til lausgangandi vinnuafls, hann taiar um þræla, hér er það erlent vinnuafl, á meðan hið innlenda flýr ráðvillt fremur en það festi bet- ur rætur í heimahögunum, andstætt því sem látið var í skína hjá miðstjórnarvaldinu í upp- I hafi, til að festa þar byggð og auka atvinnu. Engin kenning, hvorki frá Marx eða öðmm, fellur alveg að veruleikanum eða segir fyrir um ramtíðina, en vert er að hafa í huga orð vel- unnara þjóða áður en jafii glámskyggnir menn og þeir sem fólk kýs yfir sig rjúka í eitthvað og draga ættlandið með sér í fallinu og verk þeirra verða bölvun. Sovésku vatnalögin vom það. m Kj a.lla.ri Guðbergur Bergsson 10.000.-krónur fyrir góða frétt Viðtökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.