Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 Fréttir V Stal barna- vagni Hurð var brotin upp í sameign stiga- gangs í Breið- holti og barna- vagni stolið. Atvik- ið átti sér stað á mánudagseftirmiðaag og engir sjónarvottar voru að þjófnaðinum. Lögreglan í Reykjavík segir að ekki sé búið að ná þjófnum og enginn er grunaður enn sem komið er. Tvö slys í Bláfjöllum Ung stúlka á 19 ári slas- aðist í Bláfjöllum um kvöld- matarleytið á mánudags- kvöld. Stúlkan var að renna sér á snjóbretti og datt og fékk áverka á hálsi. Hún var flutt á spítala til Reykjavík- ur. Seinna slysið átti sér stað sama kvöld um klukk- an hálf tíu. Unglingur á 16 ári féll í brekkunni af snjó- bretti sínu og fékk slæma byltu. Drengurinn missti meðvimnd og var fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabif- reið. Fjölgun víkingasveitar- manna Þórarinn Einarsson, / ritstjórn vefritsins gagnauga.is „Nei! Sérsveitir Björns Bjarna- sonarmunu aöeins verða not- aðargegn pólitískum andstæð- ingum hans eins og mótmæl- endunum við Kárahnjúka síðast liðið sumar. Hann virðist vera að safna liði fyrir framtíðarátök við umhverfisverndasinna og stríðsandstæðinga. Hann Björn er lítið hrætt barn gagntekinn af uppbyggingu varna gegn ímynduðum óvinum. Hann vill ólmur vera með I alþjóölegu strlði gegn hryöjuverkum og nú hefurhann loksins fundiö óvini til að kljást við. Vikingasveitin er sóun á almannafé og ógnun við lýðræðið.“ Hann segir / Hún segir „Ég hefekkert náð að fylgjast með umræöunni um þetta mál þarsem ég hefveriö mikið er- lendis að undanförnu. En viö fyrstu sýn held ég að þetta sé ekkert slæm hugmynd. Alla vega ætti að þjálfa menn I þessar stöðurþannig að sá möguleiki sé fyrir hendi að fjölga I sveitinni efaðstæður breytast. Ég uppliföi ýmislegt I lögreglunni á Keflavík- urflugvelli sem ég tel að réttlæti aukið eftirlit Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi lögreglukona. Sigurður Jónsson, dæmdur barnaníðingur, hrellir mæður i írabakka með nærveru sinni. Sigurður var dæmdur í árs fangelsi á siðasta ári fyrir að misnota tvo drengi. Velferðarsvið Reykjavikur úthlutaði honum ibúðina. Sigurður Kr. Friðrikssson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir að barnaniðingar eigi ekki að búa i barna- blokkum en hann geti engu að siður ekkert gert. írabakkl Mikillótti hefur gripið um sig hjá mæðrum i Irabakka. vm t f: I Sigurður Jónsson Var dæmdur I árs fangelsi fyrirað misnota tvo drengi. Barnaníðingi úhlutað íbúð í barnablokk Óttaslegnar mæður, sem búa í félagslegum íbúðum í írabakka í Breiðholti, segjast logandi hræddar við Sigurð Jónsson sem er dæmdur barnaníðingur. Sigurður var dæmdur í árs fangelsi í júní síðastliðnum fyrir að misnota tvo drengi. Rétt áður en hann átti að afplána dóminn nauðgaði hann 17 ára pilti, sem var and- lega vanheill, ásamt öðrum manni. Félagsþjónusta Reykjavíkur úthlutaði honum íbúðina í „paradís barnaníðinga" eins og ein móðir orðaði það. „Við erum allar logandi hrædd- ar um börnin okkar," segir áhyggjufull móðir, sem vill ekki láta nafns síns getið af ótta við manninn. Maðurinn lauk afplánun fyrir nokkrum vikum og úthlutaði þá Velferðarsvið Reykjavíkur honum íbúð. Maðurinn hefur ekki brotið af sér aftur en móðirin segir að það sé aðeins spurning um tíma og þá vilji hún ekki að hennar barn verði fyrir barðinu á honum. Paradís níðinga „Þetta er paradís barnaníð- inga,“ segir móðirin og ítrekar að mikið af börnum séu að leik í stór- um garði við blokkina. íbúð Sig- urðar er á neðstu hæð og er hann með gott útsýni yfir leiksvæði barnanna, sem bakdyrnar hans snúa að. Móðirin segir að þaðan geti verið mjög auðvelt fyrir mann að lokka barn inn til sín án þess að nokkur taki eftir því. Vita ekki um fortíð mannsins „Mín persónuiega skoðun er sú að dæmdir barnaníðingar eiga ekki að vera í sama fjölbýlishúsi og böm,“ segir Sigurður Kr. Friðriks- son, framkvæmdarstjóri Félagsbú- staða. Hann segir að Félagsbústað- ir viti ekki um fortíð manna þegar þeir útvega þeim húsnæði heldur er það Velferðarsvið Reykjavfkur og því erfitt fyrir þá að koma í veg fyrir að svona vandamál komi upp. Ótti og hræðsla „Við höfum að sjálfsögðu skyld- ur gagnvart honum líka,“ segir Sig- urður Kr. um stöðuna sem er kom- inn upp og áréttar að það séu til úrræði fyrir hann, svo sem milli- flutningur í annað húsnæði sem gæti hentað honum betur. Sigurður Kr. segir að tekið sé „Mín persónulega skoðun er sú að dæmdir barnaníðing- ar eiga ekki að vera í sama fjölbýlishúsi og bórn" fullkomlega tillit til skoðana sem koma frá íbúum og bætir við að hann skilji að það geti verið óþægi- legt ef mæður eru með börnin sín úti að leika fyrir utan gluggann hjá þessum manni. „Fólk á ekki að upplifa ótta og hræðslu þar sem það býr,“ segir Sigurður Kr. um áhyggjur mæðra í írabakka yalur@dv.is Ágúst Ólafur leggur fram nýtt mál á Alþingi Líffæragjöf skráð í ökuskírteinin Lagt hefur verið fram á Alþingi þingmál um að upplýsingar um líf- færagjafir komi fram í ökuskírtein- um einstaklinga. Fyrsti flutnings- maðurinn er Agúst Ólafur Ágústs- son, varaformaður Samfylkingar- innar. „Á íslandi eru líffæragjafir fátíðari en annars staðar á Norður- löndunum," segir Ágúst Ólafur. „Hér á landi fara helmingi fleiri einstaklingar árlega á biðlista eftir líffærum en þeir sem fá líffæri. Á Vesturlöndum deyja nú fleiri sjúk- lingar sem bíða líffæragjafar en þeir sem fá líffæri. Mikilvægt er því að fjölga íslenskum líffæragjöfum en hver líffæragjöf getur bjargað allt að sex mannslífum. Fram til ársins 1991 gátu íslendingar ein- ungis þegið líffæri frá öðrum þjóð- um en ekki lagt þau til sjálfir skv. lögum." Ágúst Ólafur segir að því sé nauðsynlegt að upplýsingar um vilja til líffæragjafa verði sem að- gengilegastar. Vandfundin er betri leið en að notast við upplýsingar á ökuskírteini viðkomandi og er það til dæmis gert í Bandaríkjunum. Skráning þessara upplýsinga á ökuskírteinum er einnig heppileg þar sem það eru oft látnir öku- menn sem koma til greina sem líf- færagjafar. Með því að áskilja slíka skrán- ingu á ökuskírteini þarf fólk að ákveða hvort það kærir sig um að gefa líffæri. Hér á landi hafna ætt- ingjar líffæragjöf ættmenna sinna í um 40% tilvika en á Spáni er þetta hlutfall helmingi lægra. Það er því ástæða að auðvelda upplýsinga- gjöf viðkomandi einstaklings hvort hann kæri sig um að gefa líffæri sín eða ekki. Ágúst Ólafur Ágústsson „Hér á landi fara helmingi fleiri einstaklingar árlega á biðlista eftir liffærum en þeirsem fá líf- færi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.