Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 31
DV Síðasten ekki síst MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 31 Spurning dagsins Hvernig líst þér á nýja heilbrigðis- málaráðherrann? Jþetta embættihefði þurft þungavigtarmann" „Glæsilegur ráðherra sem á flott mótorhjól. Töffkona. Hins vegar líst mér ekki vel áaðhún hafi verið sett i þetta erfiða embætti. Hún hefði ráðið við öll embættin nema þetta. í þetta embætti hefði þurft þungavigtarmann, til dæmis þann sem varað hætta, hann Árna Magnússon." Jón Bóasson vélfræðingur. „Ég er hlynntur reyk- ingafrumvarp- inu og mérskilst að hún sé það líka.Annars hef ég enga skoðun áhenni." Gyifi Jónsson Siv Friðleifsdóttir tók við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á dögunum af Jóni Kristjánssyni. Egill kaupir sér evrur Þegax bankastjórar, forsætisráðherra og fj ármálar áðherra koma fram og segja að allt sé í himnalagi, þá bendir það auðvitað ekki til annars en að eitthvað sé í ólagi. Svona reyna þeir að sefa óróann á mörk- uðum, en auka þess í stað á tauga- veiklunina til muna. Litlu fjárfest- arnir flýta sér í símann. Nú í febrúarlok var verðbréfamark- aðurinn íslenski búinn að taka út alla hækkun sem hafði verið spáð fyrir árið. Sérstaklega hafði verið passað upp á að sprengja upp verð í fyrirtækjum eins og FL- grúppunni, í von (jafn- vel vissu) um að síðar kæmu einhverjir sem væru nógu vitlausir til að kaupa á hinu fá- ránlega gengi. Þetta er alþekkt í hluta- bréfaviðskiptum og heitir meirafíflskenningin. Byggir á að alltaf sé til meira fífl en maður sjálfúr til að kaupa draslið. En þegar maður heyrir bankastjór- ana, Halldór og Áma Matt reyna að lægja öldurnar dettur manni bara eitt í hug - SELJfl! SELJfl! SELJfl! <g}$S&s Efnahagsundrið furðufyrirbæri Hlutabréfamarkaðir eru miklu andlegri en margur held- ur. Það er talað um ísköld viðskipti, en eiginlega hvergi hafa tilfinningarnar meira vægi en einmitt þar. Verðið ræðst að miklu leyti af líðan þeirra sem versla á þeim. Nú hrannast upp fréttir af því að ís- lenska efnahagsundrið sé bara eitt- hvert furðufyrirbæri sem enginn skilur, en alltaf segja íslend- sama - þetta er vit- leysa, þeir skilja þetta ekki, þetta er bara ótti og öfúnd, aðallega í Dönum eða Norðmönnum sem þola ekki velgengni okkar. fl maður þá fremur að trúa grein- ingardeildum bankanna hér heima? Ég man ekki betur en að ein þeirra hafi spáð um daginn að gengi krónunnar færi ekki að gefa eftir fyrr en um mitt ár 2007. Ég trúði þessu reyndar ekki betur en svo að ég hljóp út í banka og keypti evrur. Nú hefur gengið lækkað um 15 prósent á fáum dögum. En margir hugsa hrun „Einn greiningardeildarmaðurinn segir í fréttunum í kvöld að við- skipti með hlutabréf séu lang- hlaup en ekki spretthlaup. Jamm, þannig hefur það einmitt verið á íslandi. Þeir sem keyptu í Decode eru enn að hlaupa. En þeg- ar ekki er nokkur von til að fyrirtækin geti staðið undir væntingum um ævintýralega arðsemi sem felast í hlutabréfa- verðinu - hvers konar hlaup er það þá? Þetta hangir líka allt saman. Hvað gerist þegar verðið á húsnæði fer að lækka - eftir þá miklu lána- veislu sem hefur verið á þeim markaði? En ef þeir í viðskiptalífinu á íslandi telja að sé svo Iítið vit í þvi sem kemur frá útlendum greiningarfyr- irtækjum, bönkum og fjölmiðlum - hvi skyldi maður þá taka mark á greiningardeildunum hér þegar þær dengja látlaust yfir , okkur orðaleppum eins og „leiðrétting“, ar elcl Q' Didda segir dæmisögu um vináttu hunds og Ijóns Kraftaverk á Kúb Einhvem tímann þegar skortur var á kjöti á Kúbu þá gripu starfsmenn dýragarðsins í Havana til þess ráðs að veiða götuhunda; sem hvort eð er voru að drepast úr hungri, til þess að fæða vesalings ljónin. Þetta varð þó að gerast í skjóli myrkurs, götuhund- arnir áttu sér málssvara líka og óþarfi að ýfa upp rétt- lætiskenndina í brjóstum hinna samúðarfullu. Hund- ræflunum var smalað saman, rotaðir og þeim kastað upp á vörubílspall. Einhverjir voru svo heppnir að ranka aldrei við sér eftir að hafa verið sturtað inn í ljónagryfjuna, en aðrir máttu horfa upp í glor soltið ginið á konungi dýranna sitt síðasta andartak. Samt gerðist þarna einstakt kraftaverk, sem blasti við þegar sólin kom upp einn morguninn. Ein af ljónynjunum hafði tekið að sér tíkarræksni um nóttina, og varði hana eins og hún væri hennar eigið afkvæmi fyrir ásókn hinna ljón- anna, sem mörg hver höfðu mikinn áhuga á að gera sér hana að maga- máli. Tíkin var særð, hafði skurð eft- ir síðunni, en ljónynjan sleikti sárið vandlega og hreinsaði, og þrátt fyrir hennar eigið hungur þá freistaði blóð tíkarinnar hennar ekkert. Þannig komst upp um skugga- verk starfsmanna dýragarðsins, og fólk varð yfir sig hneykslað á meðför- unum á vesalings sakleysingjunum, hvort sem um var að ræða ljónin eða hundana. Víst var ekki til kjöt handa fólkinu, og enn þá minna handa götuhundunum, en þessi kald- ranalega afgreiðsla á örlögum þeirra var mörgum ofviða að skilja. Og ljónin, áttu þau ekki betri næringu skilið? Og svo kraftaverkið sjálft, þessi ótrú- lega vinátta sem sýndi sig á milli þessarar ólíku tegunda, hvernig átti að útskýra hana? Höfðaði tíkin til Starfs- ^ennirnir . reyndu að ná tík- dljgíRJBSL boa* gYU? degillengur en /md,ður. þurffi kenndar katt- x arins mikla, eða ljónynjan ein- var faldlega að berjast fyrir lífi, þar sem hún fann það jafnvel þó svo staðan væri vonlaus og hæpið að gæti endað vel? Og hvers vegna snerist hún jafnvel gegn eigin tegund til þess að verja þessa blossandi vináttu? Og hvernig endaði þetta svo? Vel? Nei, það er ekki hægt að segja það beint, önnur þeirra hafði þetta ekki af. Starfsmennirnir reyndu að ná tíkinni frá ljónynj- unni með brögðum og matarfreistingum, en sú mikla kisa lét ekki blekkjast og hvæsti vantrúuð að gylli- boðunum og hrakti þá frá horni sínu af mikilli harðfylgni. Þetta merkilega og grimma dýr sveik ekki skjólstæðing sinn og varði meira segja degi lengur en þurfti, því tíkin dó af sárum sínum og syrgði ljónynjan vin- konu sína í sólarhring með viðeigandi öskrum og varði líkið. Næsta morgun sást hún yfirgefa hornið þar sem hún hafði haldið til með vinkonu sinni og annað ljón nældi sér í hræið og gerði sér að góðu. Því eins og alltaf er eins dauði ann- ars brauð og maður verður bara að vona að maður lendi á almenni- legri ljónynju í gryfjunni. SEFUR ALDREI Viðtökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem hirtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090 10.000.- krónur fyrn góí frét

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.