Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 Lífsstíll DV «,.% *T £ ' ''í ■« ' □KZjuj I — Bi— jnstund Hafragrautur með eplum út á Stelnunn Vala Sigfúsdóttir stigavörður í Gettu betur. „Það er tvenntsem kemur til greina, “svarar Steinunn Vala,stiga- vörður I Gettu betur, Ijúfl bragði þegar við spyrjum hana hvað hún fær sér á morgnana. „Hafragrautur er sérstaídega matreiddur á þessu heimili. Þá sýð ég hann upp úr nýmjólk, rlfslðan epli út í eftir aðhanner tilbúinn. Þá verður grauturinn ferskur og góður. Þannig að efeinhver er kominn með leið á hafragrautnum sínum þá er mjög gott að rffa epli yfir hann. Þetta eryfirleitt á boðstólum en annars fáum við okkur nýkreist- an, ferskan appelsfnusafa. Um helgar fáum við okkur eitthvað mjög gott. Kaffi, ristað brauð eða rúnnstykki með osti og sultu. Það finnst okkur rosa gott. “ 8 burritos: 675 gr. kjúklingabringur,skornarl lengj- ur 1 pkn.Santa Maria Burrito Mix (krydd) 1 krukka Santa Maria salsasósa 8 stk. Santa Maria Wrap Tortillan (10'j Olíatilsteikingar Meðlæti: Rifið kál, rifmn ostur og niðurskorin paprika. Hitið olíu á pönnu við miðlungs- hita. Steikið kjúklinginn þartil hann er ekki lengur bleikur að lit. Bætið kryddinu og salsasósunni út á og látið maila þar til verður heitt í gegn. Hitið tortillurnar samkvæmt leið- beiningunum á umbúðunum. Setjið kjúklingablöndu ofan á hverja tortillu. Setjið kál, ost og papriku ofan á. Rúliið tortiilunum upp og berið fram. Kveðja, Ingvar BARNAVÖRUVERSLUN - OLÆSIBÆ »lmi 553 3366 - vww.oo.i8 Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, táknmálsþula og varaþingmaður Frjálslynda flokksins, er bjartsýn kona sem berst fyrir þörfum málefnum. Lífsstíll átti við hana gott spjall um textun á innlendu sjónvarpsefni, Píkusögur og þetta ósnertanlega og góða sem er í loftinu þessa dagana. Lætur gott af sér leiða Sigurlín Margrét Sigurðar- dóttir, tdknmálsþula og varaþingmaður Frjáls- lynda flokksins. Þeð er eitthvað jékvætt ea gett ílofiinii „í loftinu er eitthvað. Eins og þetta sé allt að koma, sama hvað það er. Það kemur bara með vorinu. Einhver svona taktur í mér núna. Bara skemmtilegur tími framundan og svo auðvitað á ég tvö yndisleg börn sem ganga oft fyrir. Er það ekki bara alltaf svona hjá öllum konum í minni stöðu? Við emm í eilífum reddingum og svona. En ég er aðallega í skólanum þessa dagana og meðfram honum em alltaf einhver félagsleg og pólitísk við- vik,“ svarar Sigurlín Margrét, eða Magga eins og hún er kölluð, jákvæð og einlæg. Hún tjáir LífsstQ að um þessar mundir er helsta viðvikið hennar starfshópur á veg- um Öryrkjabandalags íslands. Verkefrú hans er að koma með tillögur að nýju al mannatryggingarkerfi. „í kring- um þetta starf er mikil vinna fólgin í að rýna í tölur og möguleika og/eða ómöguleika almannatryggingarkerfis- ins í núverandi mynd. Eg trúi því að þessi vinna okkar muni láta gott af sér leiða, svo ffamarlega sem tillögur okk- ar nái í gegn.“ Margir þurfa textann Magga starfar sem táknmálsþula eins og landsmenn þekkja. En færri vita að textun á innlendu efni er efst á lista hjá þessari duglegu konu. „Það er eilfft baráttumál hjá mér að koma á textun á innlent efrii. Mikið vildi ég að stjómendur sjónvarpsstöðva tækju sig einhvem tíma saman í andlitinu og „Það er eilíft baráttumál hjá mér að koma á textun á innlent efni. Mikið vildi ég að stjórnendur sjónvarpstöðva tækju sig einhvern tíma saman í andiit- inu og segðu:„Jæja, nú hætti ég þessu pjatti og drífum í að texta innlent sjón- varpsefni." segðu: „Jæja, nú hætti ég þessu pjatti og drffum í að texta innlent sjónvarpsefni," segir hún og til fróðleiks þá talar hún fyrir hönd tæplega 10% lands- manna. Talið berst að Píkusögum og hennar persónulegu reynslu með al- þingiskonum á leiksviði. Við spyrjum Möggu: hvað stóð upp úr? ,Ætli ég verði ekki bara að vera hógværðin uppmáluð og segja að V- dagssamtökin og baráttumál þeirra - ofbeldið burt - eigi þessa vinnu mína þama og allt það hrós sem mér hefur borist. Við þingkonur lögðum þama bara lóð okkar á vogarskálarnar í bar- áttunni, sem var útfærð mjög snilldar- lega. Stemningin í salnum í Borgar- leikhúsinu var slík að eitt augnablik vom bara allir þama í salnum vinir manns og maður varð að gera sitt besta til að þeir fengju að njóta þessar- ar stundar og hlusta á sögubrot kvenna af píkum sínum víðsvegar um heim, þama spannst bæði gleði og sorg, fyndni og aivara. Ég varð líka að vanda mig voða vel, því þessi sýning var bara þessi eina sem sýnd var, þannig að ég gat ekkert verið að laga mistökin í næstu sýningu. Það var ævintýri út af fyrir sig að fá að taka þátt í þessu með V-dagssamtökunum og mjög gaman að vinna með Maríu Ell- ingsen leikstjóra. Ekkert er ómögulegt þegar hennar nýtur við. Við vorum bara þægar við hana og gerðum eins og okkur var sagt,“ segir þessi fallega, lífsglaða kona og heldur áfram: „Ég er annars nýbúin að sjá leikritið Viðtalið í Hafnaríiarðarleikhúsinu. Það var stór- kostleg upplifun að sjá það. Ég hvet alla til að fara og sjá það, þetta er leik- verk sem fjallar um alvarlegt málefni, sett fram á fyndinn og skemmtiiegan hátt í nýstárlegri leikgerð. Svo hefur leikritið fengið frábæra dóma og gagnrýni hvarvetna og ekki skemmir fyrir að góðar vinkonur mínar em að- alleikkonumar.“ eily@dv.is LIFSINS ILBRlpÐUM FSSTIL Hlín Pétursdóttir söngkona „Ég er að ranka við mér eftir að sýningum á Öskubusku laukí Óperunni fyrir fullu húsi," svarar Hlín Pétursdóttir söngkona og heldur áfram aðspurð hvað er framundan: „Við tekur að undirbúa 15:15 tónleika íNorræna húsinu í lok mai og að æfa fyrir verkefni á Listahátíð. Auk þess er ég að undirbúa söngnemendur mína fyrir prófog Jórukórinn á Selfossi fyrir 10 ára afmælistónleika í vor." Hvernig heldur þú þér i formi? „Ég fer út að hlaupa með hundinn á morgnana, skrepp í sund og á hestbak. Annars forðast ég óhófog leita eftir jafnvægi og fjölbreytni i mataræði. Eins mikið ferskt og lífrænt ræktað og unnt er, að sjálfsögðu," út- skýrirhún geislandi. Ingrid Jónsdóttir leikkona „Ég var aðstoðarmaður Baitasars í hinni frá- bæru sýningu Pétri Gaut," svarar Ingrid aðspurð hvað hún tak- ist á við um þessar mundir og bætir við: "Ernúna að taka þvi rólega og kannski skrepp ég á Vestfirði i leit að sumarhúsi næstu daga." Ingrid hefur verið að rækta likamann.„Hef verið i einkaþjálfun hjá Möggu Massa i Pump- ing iron en hefekki verið dugleg upp á síðkastið en er að fara að bæta mig. Ég fer líka mjög mikið ísund og labba á fjöll. Ég veit að það verður gott veður framundan þegar vorar afþví að ég er að fara með túrista upp á fjöll að labba. Það verður sól og heiðríkja alla daga i sumar," segir hún bjartsýn. „Annars ætla ég að byrja á því að fara til Tyrklands i apr- íi sem fararstjóri, ég hefgert það síðastliðin fimm ár."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.